Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 HelQarblað I>V 31 Anelka í bann Franska knattspyrnusam- bandið hefur dæmt Nicolas An- elka í 2 leikja bann. Bannið er eingöngu í Frakklandi en hefur ekki áhrif í Englandi þar sem Anelka leikur með Man. City. Ástæða bannsins er sú að An- elka neitaði að koma til móts við franska landsliðið fyrir vin- áttulandsleik gegn Júgóslövum um daginn en hann var tekinn inn í hópinn á síðustu stundu er Sidney Govou forfallaðist vegna meiðsla. Anelka sagöi þá að Jacques Santini, þjálfari franska landsliðsins, hefði engan áhuga á að nota sig og því væri ekkert vit í því að koma til móts við hópinn. Ef Anelka fer aftur í franska boltann þá kemur hann til með að fara beint í leikbann. Dacourt skýtur fast Olivier Dacourt vandar Terry Venables, stjóra sínum hjá Leeds, ekki kveðjurnar í viðtali við franska blaðið L'Equipe og hann segir einnig að frammi- staða Leeds í ár sé til skammar. „Við erum í tómu rugli og frammistaðan er til skammar. Með þennan mannskap eigum við að vera á meðal fjögurra bestu. Meiðslin útskýra ekki allt og leikmenn verða að fara að líta í eigin barm. Ég átti gott samstarf við O'Leary en Vena- bles er miklu fjarlægari og talar lítið við mig. Er ég var valinn í franska landsliðið setti Vena- bles mig á bekkinn og svo út úr hópnum án útskýringa," sagði Dacourt og ljóst aö hann er fjarri því að vera sáttur með stöðu sína hjá liðinu. Hann gæti þó glaðst yfir því að meiri líkur en minni eru á því að hann fari frá félaginu í janúar þegar leik- mannamarkaðurinn opnar á ný en Leeds verður að selja leik- menn sem fyrst til að laga bága fjárhagsstöðu félagsins og er því spáð að Dacourt verði meðal þeirra fyrstu sem verða seldir. Heskey til Spurs? Greint var frá því í enskum fjölmiðlum í gær að Glenn Hoddle, stjóri Tottenham, væri að undirbúa tilboð í Emile Heskey, framherja Liverpool, og að hann vilji fá hann í janúar þegar leikmannamarkaðurinn verður opnaður á nýja leik. Heskey, sem er dýrasti leikmað- ur Liverpool, hefur mátt sitja löngum stundum á bekknum í vetur þar sem Gerard Houllier, stjóri Liverpool, hefur oftast kosið að tefla fram Tékkanum Milan Baros með Michael Owen i framlínu liðsins. Hoddle er greinilega farinn að huga að framtíðinni því samningur Teddy Sheringham rennur út næsta sumar og Les Ferdinand er einnig á förum frá félaginu. O'Neil ekki til Stoke Ekkert verður af því að Brian O'Neil, fyrrum landsliðsmaður Skotlands, gangi til liðs við Stoke en O'Neil hefur æft með Stoke undanfarið í von um samning. Forráðamenn Stoke buðu O'Neil reyndar skamm- tímasamning en hann sætti sig ekki við það og því hefur hann ákveðið að leita á önnur mið. -HBG Ferill Fowler var í hættu Þau meiðsli sem Robbie Fowler, framherji Leeds, hefur verið að glíma við undanfarna mánuði voru svo alvarleg að hann þurfti næstum því að leggja skóna á hilluna að því er Dave Hancock, sjúkraþjálfari Leeds, segir. Fowler meiddist upp- haflega á mjöðm í apríl síðastliðn- um. Meiðslin versnuðu síðan á HM í sumar og fór Fowler í uppskurð að HM loknu. Hann spilaði svo á ný í október en varð að fara af velli eftir klukkutíma leik og gat hann ekkert æft næstu fimm vikurnar. Hancock segir að ef ekki væri fyrir dugnað og ákveðni Fowler þá hefði hann væntanlega þurft að leggja skóna á hilluna. Fowler hefur leikið tvisvar með varaliðinu undanfarið og hann spilaði einnig síðustu tíu mínúturn- ar gegn Charlton um síðustu helgi og því stutt í að hann nái fullum styrk og fari á fullt með félögum sínum i Leeds sem veitir svo sann- arlega ekki af aðstoðinni. -HBG .^QNC^o Robbie Fowler hefur verið lengi frá vegna erfiðra meiðsla en nú horfir allt til betri vegar hjá honum. Reuter Má bjóda þér sœti Frábœrtúrvalaf sófum, sófaborðum, bordstofubordum skápum, gjafavörum og fl. 3jasœtasófi Verð áður kr.104.900 Spennandi gjafavörur Sófaborð stærðir: 60x60x40/80x80x40 Verð frá stgr. kr. virka daga kl.10-18 Laugardaga kl. 11-16 Sunnudaga kl. 13-16 V Bæjarlind 6 - 201 Kópavogi - S. 554 6300 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.