Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Side 40
AA
Helgarblctö H>V
LAUGARDAGUR V. DESEMBER 2002
««11
.—
Óhreinu •
á Hlemmi
:
Olaíiir S\einssim kvik-
niyiulíi!>erOiinn:idiir liefm
ijcrt lieiniiÍlIíiriiiyncl 11111
lífirt :i 11 leiniui eu llleiiini-
ur er :mn:i(> lieimili fiilks
sem íif ýiiisiiin nsliei'iiiin
steiulur :í jaiiri íslensks
saiiifélaýs.
I)\ -uivml I..< >1.
Ólafur Sveinsson ætlaði einu sinni að
verða rithöfundur en hann gerir heimildar-
mgndir. Hann hefur gert umtalaðar kvik-
mgndir um líf á bensínstöð íBerlín, líf
braggabúa f Regkjavík og 12. desember
verður frumsgnd heimildarmgnd eftir Olaf
sem heitir Hlemmur og Igsir lífi útigangs-
og utangarðsfólks íRegkjavík.
þar sem við sitjum inni á kaffihúsi rétt við Hlemm.
„íslendingar ganga meö þá imynd að þeir séu ekki
bara hamingjusamasta þjóð í heimi heldur séu hér
ekki til vandamál eins og þau sem fjallað er um í
myndinni og ef þau eru til þá séu þau áreiðanlega
ekki eins og í erlendum stórborgum vegna þess að
hér komi fjölskyldan alltaf til hjálpar.
Þetta er alrangt, og það kemur skýrt fram í mynd-
inni, því þó að i sumum tilvikum séu fjölskyldurnar
til staðar og allar af vilja gerðar þá ráða þær einfald-
lega ekki við aðstæðurnar. Álagið á fjölskylduna
verður alltof mikið og þess utan er ekki hægt að
þvinga menn til að leita sér hjálpar. Þeir verða að
vilja það sjálfir."
í kvikmyndinni Hlemmur er fylgst meö lífi nokk-
urra persóna sem halda til og lifa sínu lífi að meira
eða minna leyti á strætisvagnabiðstöðinni á
Hlemmi. Þarna bregður fyrir mörgum litríkum per-
sónum sem eiga þó allar það sameiginlegt að standa
með einhverjum hætti á jaðri samfélagsins. Kvik-
myndin beinir einkum sjónum sínum að tveimur
geðsjúklingum, tveimur útigangsmönnum sem
drekka og strætisvagnabílstjóra sem hefur náö að
endurreisa líf sitt eftir áratuga óreglu og svartnætti.
Við fylgjumst með lífí útgangsmannanna sem sofa
ýmist undir tré á Klambratúni rétt við vegg lista-
safnsins eða á Hótel Hilton eins og þeir kalla Hverf-
issteininn, kaupa kardimommudropa í Draumnum á
Rauðarárstíg og kúgast á næsta bekk meðan þeir
þröngva niður fyrsta sopa dagsins af dropum i app-
elsíni eða með kóki.
Þeir ganga sina leið eftir Rauðarárstígnum áleiðis
niður á Hlemm sem er hjartað í lífi þeirra. Leið
þeirra frá náttstað á Klambratúni liggur undir
veggjum utanríkisráðuneytisins, Samkeppnisstofn-
unar, heilbrigðisráðuneytis, Landlæknisembættis,
lögreglustöðvar og eins ríkisbankanna. Skammt ofar
í holtinu voru til skamms tíma til húsa tvö dagblöð.
Samt er eins og við sjáum ekki þetta fólk fyrr en það
birtist okkur á tjaldinu undir tónlist Sigur Rósar i
átakanlegri heimildarmynd.
Óhreinu bömin
Upp í hugann kemur ósjálfrátt gamla þjóðsagan
um óhreinu börnin hennar Evu sem ekki voru höfð
til sýnis þegar gesti bar að garði. Er þetta útigangs-
fólk hliðstæða hinna óhreinu bama okkar daga?
„Þetta er ekki bara útigangsfólk því flestir fasta-
gestanna á Hlemmi eiga sér fastan samastað en sam-
líkingin hittir í mark og mér finnst það segja ansi
mikið um samfélag okkar á íslandi," segir Ólafur
Manneskjur, ekki vandamál
- Ólafur vill samt taka það skýrt fram að kvik-
myndin Hlemmur er ekki um vandamál heldur fjall-
ar hún um manneskjur og heim sem við höfum fyr-
ir augunum dags daglega en sjáum samt ekki.
„Þetta ættu blaðamenn sem áður unnu hér uppi í
Þverholtinu að vita. Það kannast margir við þessi
andlit en í myndinni öðlast þau líf.“
- í myndinni bregður fyrir öllum árstíðum og
margvíslegu veðri sem gefur til kynna að vinnsla
myndarinnar hafi tekið alilangan tíma en Ólafur
segir að tökur hafi alls staðið í fimm vikur sem
skiptust milli vetrar og sumars.
„Undirbúningur af minni hálfu hér heima stóð í
4-5 vikur og hugmyndina hafði ég fengið 1-2 árum
áður.“
Sátum og biðum
- Hvernig gekk þér að vinna traust þeirra sem
koma fram í myndinni?
„Það var mjög misjafnt. Ég þekkti engan fyrir og
þegar ég kom heim til íslands 4-5 vikum áður en
tökur hófust var ég búinn að tryggja mér leyfi SVR
og talaði við starfsmennina á Hlemmi og sagði þeim
hvað væri í bígerð. Siðan fór ég einfaldlega að koma
þangað á hverjum degi og eyddi nokkrum timum í
að fylgjast með. Svo færði ég mig upp á skaftið og fór
að tala við einstaka menn og velja úr þá sem vöktu
áhuga minn. Fyrst voru menn skeptískir en svo fór
þeim að lítast vel á og samþykktu að vera með þang-
að til við birtumst með myndavélina og tilheyrandi
græjur. Þá hættu menn snarlega við. Þetta átti samt
ekki við um útigangsmennina tvo sem eru í mynd-
inni. Þeir stóðu við allt sem þeir höfðu sagt.
Síðan tók langan tíma að vinna aftur upp traust
manna eftir að viö mættum með vélamar. Á stund-
um var ég farinn að óttast að okkur tækist ekki að
klára myndina. Við sátum stundum dögum saman á
Hlemmi með heilt upptökulið án þess að geta gert
neitt annað en að bíða og vona.
Þetta er annað heimiíi margs fólks og orðspor
Hlemms er þannig að menn vilja ekki endilega tengj-
ast þessum stað gagnvart samfélaginu þótt þetta sé
þeirra annað heimili."
Dauðinn býr bka á Hlerami
- Ómar og Hannes eru tveir vinir sem eru saman
á útigangi í Reykjavík og saga þeirra er sterkasti
þráðurinn í myndinni. Þar virðist dauðinn vera
sínálægur.
„Það sló mig mjög þegar við áttuðum okkur á því
hve dauðinn er nálægur þessu samfélagi. Frá júlí
fram í febrúar dóu átta af fastagestunum á Hlemmi
úr hópi útigangsmannanna og meðan við vorum að
taka í þrjár vikur um sumarið dóu tveir þeirra.
Þetta fólk deyr úr sjúkdómum sem tengjast neysl-
unni. Hjartaáfoll, heilablóðfoll, lifrarsjúkdómar -
þetta er algengast. Svo verða menn úti, þeir hverfa
eða látast af völdum áverka sem stundum er ekki
ljóst af hverju stafa.“
Það er hvergi skjól
- Karlmenn virðast vera í miklum meirihluta á
Hlemmi og konur sjást varla í myndinni. Ólafur seg-
ist vera mjög undrandi á því hvernig búið er að úti-
gangsmönnum i Reykjavík.
„Þegar þessir kallar eru á því er þeim ekki hleypt
inn í Gistiskýlið í Þingholtsstræti, það er ekkert
skýli fyrir þá, ekkert athvarf nema lögreglustöðin,
og það er ekki beinlínis hlutverk lögreglunnar að
reka gistiheimili þó Hverfissteinninn sé kallaður
Hótel Hilton á götunni. Það er ekkert nema gatan og
sumur og vetur sofa þessir menn undir trjám í
Öskjuhlíðinni, á Klambratúni, í bílhræjum eða nið-
urníddum húsum í bænum.
Það eru ágæt samtök eins og Samhjálp, Byrgið og
fleiri sem reyna að hjálpa þessu fólki og það er eins
og yflrvöld hafi hreinlega lokað augunum fyrir
þessu vandamáli og skUið það eftir hjá lögreglunni.
Menn vUja ekki sjá þetta. Það hentar þeim ekki.“
- Við sjáum eymd útigangsmannanna mjög átak-
anlega í myndinni og Ólafur segir að þeir geri sér yf-
irleitt skýra grein fyrir því að ef þeir haldi áfram þá
bíði þeirra ekkert nema dauðinn. Hann líkir Ómari
við síðasta geirfuglinn því hann segir að hann sé
einn eftirlifandi af sinni kynslóð.
„Drykkjumenn eru eitt og geðsjúkir eru annað en
þeir eru oft á tíðum ekki síður skUdir eftir á ver-
gangi. Það eina sem hefur virkUega verið viður-
kennt sem sjúkdómur af þessu tagi á íslandi er
drykkjuvandamál - sennUega vegna þess hve út-