Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Side 47
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 HeUjarblað H>"Vr 51 Brerwuvarqar skjóta fólki skelk íbrinqu en þeir leqqja eld íhús sér til skemmtunar. Vorið 1949 lék brennuuarqur lausum hala íReqkjauík oq áður en qfir lauk hafði hann brennt nokkur hús, bíla oq valdið stórkostlequ tjóni. Brennuvargur gengur laus Gamli Franski spítalinn við Lindargötu er eitt þeirra fjölmörgu húsa sem brennuvarg- ur, sem lék lausum hala í Reykjavík vorið 1949, kveikti í. Á þremur vikum náði hann að kveikja í mörguin húsum og bíluiu og valda stjórtjóni. Vorið 1949 urðu með skömmu miUibili grunsam- lega margir húsbrunar í Reykjavík og ljóst að þeir voru af mannavöldum. Þetta olli lögreglu verulegum áhyggjum og skaut íbúum nokkurn skelk í bringu. Málið leystist snögglega 2. júní 1949 þegar nokkr- ir hlutir gerðust í senn sem komu inn á borð til lög- reglunnar og mátti ætla að þar væri brennuvargur- inn á ferð. í fyrsta lagi kviknaði í vörugeymslu á Vesturgötu 2b. Skömmu síðar var bifhjóli stolið úr skúr þar skammt frá, brotinn brunaboði á Sunnu- torgi í Kleppsholti og bifreið stolið á Bárugötu og var komið að henni brennandi utan við þjóðveginn við Blikastaði i Mosfellssveit og sást maður hlaupa frá bílnum áleiðis til fjalls. Þetta gerðist rétt fyrir átta um morguninn og klukkan fjögur síðdegis var fótgangandi maður handsamaður í Elliðaárdal sem játaði greiðlega að hafa framið öll þessi afbrot og kveikt í bílnum að lokum. Við yfirheyrslur hjá lögreglunni síðar sama dag játaði maðurinn að hafa verið valdur að allnokkrum ikveikjum í Reykjavík vikumar á undan og var þvi ljóst að hér var brennuvargurinn fundinn. Maðurinn reyndist vera 27 ára gamall verslunar- maður til heimilis á Isafirði. Hann hafði komið til Reykjavíkur í lok april þetta vor og bjó á heimili for- eldra sinna við Klapparstíg. Fyrsta íkveikja mannsins var á Skúlagötu 12. maí þegar hann braust drukkinn inn í skúr seint um nótt og ætlaði að láta fyrirberast þar um nóttina. Þar reyndist vera logandi olíuofn sem brennuvarg- urinn hrinti um koll og gaus þá upp allmikill eldur. Maðurinn forðaði sér út en kom aftur á vettvang þegar slökkviliðið var mætt og tók virkan þátt í slökkvistörfum og er þess sérstaklega getið að hann hafi hringað upp slöngurnar. Þegar slökkvistarfi var lokið gekk ákærði áleiðis heim til sín á Klapparstíg. Á leiðinni fór hann inn í port til að létta á sér og þar braut hann glugga á raf- verkstæði og gat rekið höndina inn um gatið og hent tusku á glóandi rafmagnsofn sem þar var í sam- bandi. Hann fór síðan heim til sín, fékk sér að borða og fylgdist með því út um gluggann þegar slökkviliö- ið kom að rafverkstæðinu og slökkti eldinn sem hann hafði valdið. Aðfaranótt 14. maí eða aðeins tveimur dögum seinna var ákærði reikandi um bæinn og sem endranær undir talsverðum áfengisáhrifum. Hann bar að vagnasmiðju á Grettisgötu 20b og komst þar inn um glugga og settist inn í bíl á verkstæðinu og kveikti í sígarettu. Hann kveikti síðan í sætastoppi sem þarna lá á glámbekk og forðaði sér síðan út en kom aftur á vettvang þegar slökkvistarf hófst en að þessu sinni fór engum sögum af aðstoð hans. í þess- um bruna varð allmikið tjón eins og hinum tveimur fyrri þótt engin mannslíf væru talin i hættu. Næst var brennuvargurinn á ferð aðfaranótt 25. maí og átti leið fram hjá húsinu númer 20 við Berg- þórugötu. Þar gægðist hann inn um kjallaraglugga, sá eitt og annað rusl og kveikti á eldspýtu og kastaði inn um gluggann. Fljótlega komst eldur í ruslið og slökkviliðið var kvatt út skömmu síðar. Þrettán manns voru sofandi í húsinu þegar þetta gerðist og mjög mikill reykur komst upp á aðra hæð og þaðan var ellefu ára drengur fluttur nær meðvitundarlaus af reykeitrun. Húsið sjálft skemmdist minna en ætla hefði mátt. Þessu næst fór brennuvargurinn að skúr við Snorrabraut 56 eða tveimur sambyggðum skúrum þar sem fimm hestar voru í öðrum skúrnum en hey og aktygi í hinum. Þar braust maðurinn inn, klapp- aði hestunum um stund, gaf þeim hey og leysti þá síðan frá staliinum og lagði eld i heyið. Skúrinn sem kveikt var í eyðilagðist nær alveg og var tjón eig- andans tilfinnanlegt. Stærsti bruninn Næstu nótt var brennuvargurinn enn á ferö og var nú öllu stórtækari en áður því um nóttina kveikti hann í Netagerð Björns Benediktssonar á horni Holtsgötu og Hringbrautar. Þar var mikill eldsmatur því síldamætur voru geymdar á staðnum. Brennuvargurinn komst inn á kaffistofu fyrirtækis- ins þar sem hann lagði eld í trékassa með bréfarusli og sat um stund og horfði á logana áður en hann forðaði sér út og stal reiðhjóli í næsta húsi til þess að flýja. Netagerðin brann næstum til kaldra kola og eldur barst í næstu hús þótt tjón þar yrði lítið. Tjón- ið á netagerðinni var þess meira og var talin mesta mildi að eldurinn skyldi ekki læsast meira i næstu hús enda snerist slökkvistarfið aðallega um að verja þau. Á leiðinni heim til sín braut brennuvargurinn brunaboða á horni Spítalastígs og Bergstaðastrætis og gabbaði slökkviliðið þangað. Síðan ^ekk hann niður að Franska spítalanum sem svo var kallaður við Lindargötu og komst þar inn um opinn kjallara- glugga. Þar settist hann í sófa og reykti um stund en kveikti síðan í sófanum áður en hann skreið út aft- ur. Þegar hann kom heim til sín á Klapparstíg sá hann mikinn reyk vestur í bæ og taldi vist að þar brynni netagerðin og fór og tók bifreið föður síns traustataki og ók vestur í bæ til að horfa á brunann. Undir morgun var svo slökkviliðið kvatt að Franska spítalanum en tjón varð óverulegt. Síðasta árásin Næst lét vargurinn til skarar skriða 2. júní sem varð jafnframt hans síðasta brennuför. Þá var hann á dansleik í Alþýðuhúsinu og var orðinn allölvaður. Eftir veisluhöld í Hafnarfirði um nóttina fékk hann far ásamt fleirum og var hópurinn skilinn eftir í Að- alstræti. Þaðan er skammt að vöruhúsinu við Vest- urgötu 2b sem er stórt gamalt timburhús sem stend- ur f þéttri þyrpingu annarra timburhúsa. Þama tókst brennuvarginum að opna glugga og leggja eld að. Sjónarvottar sáu til mannsins við gluggann og sáu einnig þegar hann þeysti brott á bifhjóli sem hann stal i nágrenninu. Slökkviliðið var fljótlega kvatt á staðinn og réð niðurlögum eldsins en eins og oft áður braut brennuvargurinn einnig brunaboða á Langholtsvegi og gabbaði þannig slökkviliðið. Siðan ók hann bif- hjólinu á Bárugötu og þar stal hann Plymouth-bíl sem hann síðan ók upp í Mosfellssveit og kveikti í honum áður en hann yfirgaf hann eins og fyrr seg- ir. Þegar brennuvargurinn var loks handsamaður játaði hann brot sín greiðlega þótt frásögn hans væri oft á tíðum brotakennd en hann var alltaf ölv- aður þegar hann framdi umrædd afbrot. Enga liagn- aðarvon kvaðst hann hafa haft af neinni íkveikjunni og eigi bar hann illvHja í brjósti til neins eigenda. Ekki heldur kvaðst hann bera neinn kala til slökkvi- liðs eða lögreglu og hann taldi engan hafa hvatt sig til brotanna með neinum hætti. Hann sagðist alltaf hafa verið einn á ferð og gert sér far um að leyna brotunum fyrir öðrum. Þó kom í leitirnar bréf sem hann skrifaði eiginkonu sinni á ísafirði þar sem hann játar nánast að hafa kveikt í nokkrum húsum. Samverkandi sjúkdómar Eins og ef til vill má þykja eðlilegt var geðlæknir látinn rannsaka brennuvarginn nokkuð ítarlega. í ljós kom að í lok mars um veturinn hafði brennu- vargurinn veikst mjög hastarlega og eftir lýsingum aö dæma taldi geðlæknirinn vist að sjúkdómur hans hefði verið heilabólga. Ákærði var allmikið veikur og dögum saman með algeru óráði og í kjölfar þess- ara veikinda var hann fluttur til Reykjavíkur. Það var álit geðlæknisins að ákærði væri að upp- lagi haldinn tilhneigingu til sefasýkisviðbragða en á afbrotatímabilinu hafi hann verið haldinn vefræn- um heilasjúkdómi eða heilabólgu. „Áfengisneysla hafi valdið hjá honum óminni og leyst úr læðingi rápsýki og eldsýki.“ Geðlæknirinn taldi ástand hins ákærða með þeim hætti að hann hefði verið mjög veiklaður og hefði alls ekki framið afbrotin ef hann hefði ekki verið undir áhrifum áfengis. „Undir öllum kringumstæðum myndi ég telja áfengi, jafnvel smávegis. stórlega tvíeggjað fyrir hann alla ævi, þar sem ekki er vitað nema hin af- brigðilega hegðun fyrst og fremst leysist úr læðingi fyrir eiturverkun þess á heila mannsins.“ Það varð niðurstaða á báðum dómstigum að mað- urinn væri ekki hæfur til þess aö dæma hann til refsingar en hann var dæmdur til þess að sæta ör- yggisgæslu ótímabundið og greiðslu alls málskostn- aðar. Ekki var sérstök deild fyrir geðsjúka afbrota- menn á þessum tíma svo líklegt er að brennuvargur- inn hafi verið látinn dvelja á Litla-Hrauni. PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.