Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Side 53

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Side 53
r LAUG ARDAGU R 7. DESEMBER 2002 57 Honda FXC er fjögurra sæta smábíll sem kynntur var á bflasýningunni í Tokyo. Fyrstu vetnisbílamir á markað í Japan Stórt skref var stigið í þróun vetn- isbilsins á mánudag þegar Honda og Toyota settu á markað fyrstu bíla sína. Bílaframleiðendumir hafa látið japönsk stjómvöld, auk nokkurra al- menningsfyrirtækja í Bandaríkjun- um, hafa fyrstu bílana sem nokkurs konar tilraunaverkefni. Þetta skref þeirra er það stærsta í fjöldafram- leiðslu og sölu vetnisbíla fyrir al- menning hingað til. Dýr þróunarkostnaður Fyrsta vetnisbíllinn kannast flestir við en það var tunglbíllinn í Apollo- áætluninni. Vetnisbílar ganga á efn- arafali sem gengur fyrir vetni og súr- efni og útblásturinn er aðeins vatns- gufa og vatn, svo hreint að tunglfar- amir drukku þáð. Margir bílafram- leiðendur vilja koma vetnisbílum á markað og miðast áætlanir við að þeir byrji að leysa bensinbílinn af hólmi á næsta áratugi. Aðalvandamálin við markaðssetningu þeirra er hátt fram- leiðsluverð og smíða þarf stöðvar utan um vetnið. Sem dæmi um þetta er hátt leiguverð þessara bíla til japönsku stjómarinnar. Kaupleigan mun kosta ráðuneytin 850.000 kr. á mánuði fyrir fimm sæta Toyota FCHV og 560.000 kr. fyrir fjögurra sæta Honda FXC. Vetnisbílar eins og þessir komast um 300 km á hverri áfyllingu og ná allt að 150 km hraða. Áætlað er að heimsframleiðsla á oliu nái hámarki árið 2Ö20 og fari niður á við eftir það. Það sem rekur þó frekar á eftir mönnum með aö koma vetnis- bílum á markað er sú staðreynd að bílar em ábyrgir fyrir um þriðjungi gróðurhúsaáhrifanna. Eitt besta dæm- ið um að vetnið muni einhvem tím- ann alveg taka við af olíunni eru þó líklega miklar fjarfestingar arabískra olíufúrsta í vetnisþróuninni. -NG tuh ii i A ú Zhlonjdi Svo sem fram hefur komið er nú unnið að sögu bílsins á ís- landi, en senn er öld liðin frá því aö fyrsti bíllinn kom hingað til lands. DV-bílar mun á næstimni leggja hönd að þessu verki með því að leita eftir upplýsingum. Þeir sem vilja leggja hönd á plóg- inn eru beðnir að hafa samband við söguritara, Sigurð Hreiðar, í síma 893 3272 eða senda honum tölvupóst á netfangið auto@simnet.is. Fordson Frá árinu 1935 og eitthvað fram yfir síðari heimsstyrjöld framleiddi Ford í Englandi vöru- og sendibíla undir nafninu Ford- son. Sendibílamir voru algengir fiér á landi eftir stríð og gjaman gerðir að hlýlegum heimilisbíl- um með því að setja hliðarglugga á farmrýmið og koma þar fyrir sæti fyrir tvo til þrjá farþega. Lítið hefur varðveist af góðum myndum af þessum bílum, en væru vel þegnar, ef einhver kynni að eiga þannig myndir í fjölskyldualbúminu. Minna var um vörubílana, en þó komu nokkrir þeirra hingað, bæði fyrir og eftir stríð. Elstu Fordson vörubílamir hér voru með svipuðu sniði og aðrir Ford vörubílar síns tima en síðar komu frambyggðir Fordson vöru- bílar. Vitaö er um hús af einum slíkum á Austurlandi, sem þó vantar á aðra hurðina. Áhúgavert væri að fá góðar myndir af Fordson vörubílum eins og þeir voru meðan þeir voru í fullu fjöri. Ennfremur væri froðiegt að vita hvort nokk- urs staðar eru til heillegri minjar um þennan bíl heldur en hér er sagt frá og birt mynd af. -SHH Þetta hús af Fordson vörubíl stendur skammt frá þjóðvegi 1 á Austurlandi, en þó þar sem lítið ber á. f þessum minjum mun vera vél og gírkassi en grindin hefur verið skorin um þvert skammt aft- an við húsið. Veit einhver urn heillegra eintak af svona bíl? Helgo rbloö J3V Mini sem hverfur á sex sekúndum I Bretlandi er væntanleg enn „heitari" útgáfa Mini Cooper S sem er hvorki meira né minna en 200 hestöfl. Það er mikið i bíl sem er rétt um tonn að þyngd. Það er hið þekkta tjúningarverkstæði John Cooper Works sem mun sjá um breytinguna og allt með samþykki BMW. Cooper hefur smíðað kappakstursbíla síöan 1940 og fyrir- tækið á heiðurinn af því að breyta venjulegum Mini-bilum í alvöru- kappakstursbíla á sjöunda áratugn- um, en þaðan kemur einmitt Cooper-nafnið. Vélin fær nýtt hedd og stærri forþjöppu og togið eykst líka upp úr 210 Nm í 253 Nm. Bíll- inn, sem verður sex sekúndur í hundraðið, kemur á markað á næsta ári. Fimm dyra Mini? BMW er einnig að hanna fimm dyra Mini, segja kjaftasögumar, en mikil leynd hvílir yfir þeim áform- um. Nýja útgáfan gæti komið á markað eftir tvö ár en hann verður líklega á lengdum undirvagni til aö koma fyrir aukahurðunum. Aukið rými myndi þýða að hægt væri að koma fyrir betri aftursætum í stað bekkjarins sem er þar í dag og einnig myndi farangursrými aukast til muna. Mini var upphaflega hannaður aftur til að koma í fjöl- mörgum útgáfum, meðal annars blæjuútgáfu, og hugsanlega þessum funm dyra bíl sem myndi minna á hiirn vinsæla Traveller af gömlu gerðinni. -NG Breyttur Suzuki fyrir hreyfihamlaða Suzuki hefur alltaf haft nokkra sérstöðu á bílamarkaði sem fram- leiðandi lítilla og traustra smábUa, þótt þeir framleiði reyndar lika jeppa í fullri stærð. Nýjasta sérstað- an hjá Suzuki er þó Life bíllinn sem er sérhannaður utan um þarfir hreyfihamlaðra en hann er sam- vinnuverkefni Suzuki og bUahönn- uðarins Mike HoUand. Hann var fljótur að sjá þennan mögiUeika í bílnum þegar kassalaga smábUar Suzuki fóru að koma á markað. „Það er mikið um stóra og dýra sendibUa sem breytt hefur verið fyrir hreyfi- hamlaða en enginn þeirra býður upp á jafn mikla hagkvæmni og þessi,“ segir HoUand. BUlinn er handstýrð- ur og með fjarstýrðri opnun á aftur- hlera sem jafnframt er rampur. Það er meira að segja pláss fyrir tvo far- þega og varadekk inni í bílnum. Þeg- ar hafa verið pantaðir yfir 100 bUar en frekari upplýsingar má finna á www.jubUeeauto.co.uk. -NG Audi TT með nýrri vél og skiptingu Audi hefur lyfí hulunni af fyrstu gerð TT Coupé sem verður með 6 strokka 3,2 lítra vél. Sjálfskiptingin í bílnum er byggð á nýjustu tækni og sameinar Audi þar þægindi hefð- bundinnar sjálfskiptingar og eigin- leika 6 gira beinskiptingar. Skipting- in byggist á tölvustýrðu kúplings- kerfi og er henni skipt í tvö svæöi. Fyrsti, þriðji, fimmti og bakkgír eru á „innra svæði" og annar, fjóröi og sjötti á „ytra svæði“. Skiptingin á sér stað í tveimur þrepum. Þegar nýr gír er valinn velur skiptingin nýjan gír en kúplar ekki frá. Þegar bestu aðstæður fyrir skiptingu nást sér kúplingin um að skipta um gir. Það gerist undir miklum þrýstingi og heldur vélin stöðugu afli allan tim- ann. Sjálfskiptingin byggist á tækni sem þróuð hefur verið í mótorsporti og var fyrst prófuð af Walter Röhrl í Audi Sport Quattro Sl árið 1985. Skiptingin hefur verið hönnuð til að þola allt að 350 Nm snúningsvægi. Nýja 3,2 lítra vélin skilar um 250 hestöflum og hámarkstogi 320 Nm við 2.800-3.200 sn./mín. Hröðunin frá 1-100 km/klst. er 6,4 sekúndur og há- markshraðinn er takmarkaður við 250 km á klst. Að öðru leyti er lítið um útlitsbreytingar á Audi TT, enda bíllinn mjög framúrstefnulegur. Loft- inntök að framan hafa þó aðeins ver- ið stækkuð og vindskeið á afturenda til að auka stöðugleika. Bíllinn kem- ur á markað í Evrópu um miðbik næsta árs. Suzuki Ignis GL 4x4 Skr. 11/00, ek. 30 þús. Verð kr. 1190 þús. Baleno Wagon 4x4 1/99, ek. 79 þús. Verðkr. 1170 þús. Opel Astra GL station, sjsk. Skr. 4/98, ek. 99 þús. Verð kr. 750 þús. isuzu Trooper 3,0, dísil, bsk. Skr. 4/99, ek. 64 þús., 35” dekk. Verð kr. 2490 þús. Nissan Primera Comfort, bsk. Skr. 7/01, ek. 25 þús. Verð kr. 1490 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---////---------—— SUZUKI BÍLAR HF. Skeífunni 17, sími 568-5100 Suzuki Baleno GLX, 4dr., bsk. Skr. 8/99, ek. 39 þús. Verð kr. 1150 þús. -í -« Suzuki Vitara V-6, sjsk. Skr. 10/97, ek. 85 þús. Verð kr. 1290 þús. Suzuki Grand Vrtara 2,0, bsk. Skr. 11/98, ek. 87 þús. Verð kr. 1490 þús. Suzuki Grand Vrtara 2,7 XL-7 33" breyttur, Skr. 9/01, ek. 4 þús. Verð kr. 3690 þús. Suzuki Jimny JLX, bsk. Skr. 6/02, ek. 15 þús. Verð kr. 1480 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.