Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Qupperneq 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 DV Skelfing Jack Russel, söngvari rokksveitarinnar Great White, grætur fyrir utan bruna- staöinn, einn félaga hans i hljðmsveitnni er meöal þeirra sem saknaö er. Að minnsta kosti 65 klúbhgestip látnip Aö minnsta kosti 65 munu látnir og meira en 160 slasaðir eftir elds- voðann í Station-næturklúbbnum í West Warwick í Rhode Island í BNA í fyrrakvöld en eldurinn mun hafa komið upp um klukkan ellefu að staðartíma þegar tónleikar rokksveit- arinnar Great White, sem hlaut frægð á áttunda áratugnum, voru að hefjast á sviði klúbbsins. Óttast er að tala látinna eigi enn eftir að hækka þar sem einhverra er enn saknað og aðrir illa haldnir á sjúkrahúsum. Tónleikamir hófust með flugelda- sýningu, sem heimildir segja að ekki hafl verið gefið leyfl fyrir en sýning- in mun strax hafa farið úr böndun- um þannig að eldur kviknaði strax í loftinu yfir sviðinu og barst þaðan í eldflman vegg bak við sviðið. Að sögn sjónarvotta varð klúbbur- inn alelda á þremur mínútum en sumir gestanna munu ekki hafa gert sér grein fyrir hættunni og haldið að logarnir væru hluti af sýningunni. Mikil skelflng greip um sig eftir að eldurinn magnaðist og reyndi fólkið þá að hlaupa til útgöngudyranna með þeim afleiðingum að fjöldi þeirra tróðst undir. Robin Petrarca, einn gestanna sem tókst að bjarga sér, sagði að reykurinn hefði strax orðið svo þykkur að ómögulegt hefði verið að sjá til útgöngudyranna. „Ég stóð aðeins nokkra metra frá dyrunum en sá ekkert. Ég datt í allri kösinni en tókst einhvem veginn að komast út.“ Að sögn Charles Hall, yfirmanns slökkviliðsins í West Warwick, fund- ust flest líkin framan við útgöngu- dyrnar, sum illa brennd, en augljóst að sumir höfðu látist af reykeitrun og enn aðrir troðist undir. Að hans sögn stóðst klúbburinn nýlega venjubundið brunaeftirlit en þar var ekkert vatnsúðunarkerfi fyrir hendi. Bandaríkjamenn bíða enn þá eftir svari Tyrkja - máliö ekki lagt fyrir tyrkneska þingiö fyrr en samningar hafa náöst Bandarísk stjómvöld biða enn þá spennt eftir svari Tyrkja um það hvort þeir leyfi Bandaríkjamönnum afnot af herstöðvum sínum og höfnum til árása komi til stríðs gegn írak. Viðræður stóðu yfir í Ankara í allan gærdag og sögðu tyrkneskir embættismenn að aðeins hefði þokast í samkomulagsátt. Deilan virðist snúast um hve mikla efnahagsaðstoð Bandaríkjamenn láta Tyrkjum á té í skiptum fyrir aðstöðuna, en Tyrkir vilja fá mun meira í beinhörðum dollurum en Bandaríkjamenn era tilbúnir að borga, auk þess sem þeir vilja sjá meira en loforðin ein fyrir efnahagsaðstoðinni. Yasar Yakis, utanrikisráðherra Tyrklands, sagðist i gær fullviss um að Abdullah Gul. samkomulag næðist næstu daga, fyrr yrði beiðni Bandaríkjamanna ekki lögð fyrir tyrkneska þingið. Á meðan bíða bandarísk herskip hlaðin hergögnum og hermönnum úti fyrir ströndum landsins í óvissu um það hvað verða vill, því leyfi Tyrkir ekki afnot bíður þeirra ekkert annað en sigling um Súes-skurð til Persaflóa. Abdullah Gul, forsætisráðherra Tyrklands, tók undir orð utanríkis- ráðherrans og sagði að enn væri nokkur ágreiningur um upphæðir og önnur lykilatriði sem ræða þyrfti betur. „En þeir skilja okkar vandamál og við þeirra," sagði Gul og bætti við að Bandaríkjmenn yrðu líka að taka tiilit til almenningsálitsins í Tyrklandi en meirihluti Tyrkja er andvígur stríði gegn írökum. Bandarískir embættismenn sögðust í gær bjartsýnir á að samkomulag næðist en töldu ólíklegt að tilboð þeirra yrði hækkað. AP-MYND Reykjarmökkur yfir New York Mikill eldur kom upp í eldsneytisbirgöastöö Exxon Mobil á Staten-eyju, rétt fyrir utan New York, í gær eftir aö sprenging varð viö affermingu tankskips, sem var viö bensínflutninga til stööva í nágrenni New York. Mikinn reyk lagöi upp frá stööinni og náöu eldtungur tugi metra í loft upp þegar eldurinn var sem mestur en hann var í rénun þegar leiö á daginn. Tveggja skipverja er saknaö eftir sprenginguna og einn starfsmaður stöðvarinnar var fluttur slasaöur á sjúkrahús. mssmmm Króatar sækja um formlega aðiid „Að verða þátt- takendur í evr- ópsku samstarfi er vissulega markmiö okkar en það eru líka örlög okkar,“ sagði Stipe Mesic, forseti Króatíu, eftir að Ivica Rac- an, forsætisráðherra landsins, hafði lagt fram formlega umsókn um inn- göngu Króata í Evrópusambandið árið 2007 hjá Costas Simitis, forsæt- isráðherra Grikkja, sem nú fer með forystuhlutverkið í ESB. Feitasti köttur í heimi Feitasti köttur i heimi, sem vigtar meira en 20 kíló, var nýlega upp- götvaður í Rúss- landi. Kötturhm, sem heitir Katy, er fimm ára göm- ul læða og hefur að sögn eigandans misst áhugann á öllu nema að éta. „Hún sporðrennir heilli pylsu á innan við einni og hálfri mínútu og það dugar ekkert minna en heill pakki í mál,“ sagði eigandinn. Til stendur að koma Katy á spjöld Guinness-heimsmetabókarinnar en þar er fyrir ástralski kötturinn Himmy sem vigtar um tveimur kílóum minna en Katy. Pútín bauð í ferð á stolinni rútu Fjölmiðlar í Rússlandi sögðu frá því í gær að Pútín Rússlandsforseti hefði notast við stolna rútu þegar hann bauð fulltrú- um sambands fyrr- um sovétríkja, CIS, í útsýnisferð um Moskvu á þingi sambandsins í Kreml fyrir tveimur árum. Um var að ræða lúxusrútu með öllum þægindum en það sem Pútín vissi ekki var að henni hafði verið stolið frá þýskum eigendum þegar hún var á ferð í borginni Brest í Hvita-Rússland og síöan seld ferða- þjónustuaðilum i Moskvu með folsuð- um pappírum. . ' : Veghæð 17,5 cm SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17. Sími 568 51 OO. www.suzukibilar.is Verð aðeins 1.580.000 SUZUKIIGNIS: Aflmikil og sparneytin 16 ventla vél, meðaleyðsla aðeins 6.9 L á hundraðiö. Meöal staöalbúnaðar er: Fjórhjóladrif, ABS hemlar, álfelgur, upphituð framsaeti, þakbogar og rafdrifnar rúður. Langódýrasti 4-hjóladrifni fólksbíllinn Veghæð eins og á jepplingi Sparneytinn og lipur í umferðinni Fæst sjálfskiptur Bk —— IGNIS 4x4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.