Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Síða 10
10
Útgáfufélag: Útgáfufélagifi DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson
A&alrltstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Afistoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift:
Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Afirar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyrl: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Kortér
Stjórnarflokkarnir
eru að átta sig á að
kosningar eru á næsta
leiti. Forvígismenn
þeirra eru að vakna
upp við þann vonda
draum að það eru kjós-
endur sem ráða. Og því
er tímaþært að lofa,
hanna falleg bros á
bæklinga og heita kjósendum gulli og grænum skógum. Töfra-
orðið þetta herrans ár er skattalækkanir. Og svo sem ekki
frumleg tillaga en virðist alltaf virka. Það er nú einu sinni svo
að almenningur vill fremur greiða litla skatta en mikla. Og
þetta vita ráðamenn á fjögurra ára fresti.
Tímabært er að stjórnarflokkamir snúi af langri leið
skattahækkana. Tímabært er að þeir hugsi um fólk í sama
mæli og þeir hafa hugsað um fyrirtæki um langan tíma. Á
átta ára valdatíma framsóknar- og sjálfstæðismanna hefur
skipulega verið ráðist að lífskjörum venjulegra fjölskyldna í
landinu. Skattakerfið hefur ekki einasta verið notað í þessum
tilgangi heldur og misnotað. Tölfræðin í þessum efnum er öll
á einn veg og vert úttektarefni fyrir Hagfræðistofnun Háskóla
íslands.
Mikilvægt er að minnast þess að sami gáflinn var á stjórn-
arflokkunum fyrir fjórum árum og er á þeim núna kortéri fyr-
ir kosningar. í kosningayfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins í að-
draganda þingkosninganna 1999 var lofað skattalækkunum
rétt eins og núna. Og reyndar lofaði flokkurinn því að efla fjöl-
skylduna svo sem hann gæti. Framsóknarflokkurinn var eng-
inn eftirbátur í loforðaflaumi sínum enda sagðist hann ætla
að hafa fjölskylduna hvorki meira né minna en í fyrirrúmi.
Það hefur komið annað á daginn. í fréttum síðustu daga
hefur komið fram að enn vantar verulega upp á að vaxta- og
bamabætur nái því raungildi sem þær voru í þegar núver-
andi ríkisstjóm settist að völdum. Skerðing bamabóta náði
sögulegu hámarki árið 2000 eftir að stjórnarflokkamir hétu
því að gerast sérstakir bandamenn fjölskyldnanna í landinu,
meðal annars með svonefndum barnakortum sem áttu að
hressa við heimilin í landinu. Barnakortin urðu hins vegar
aldrei að veruleika.
Einn helsti skelfir stjórnarflokkanna í skattamálum, frétta-
maðurinn Kristján Már Unnarsson, sagði í frétt sinni á
fimmtudagskvöld að árið sem stjómarsamstarf ríkjandi vald-
hafa hófst hefði bamabætur sem hlutfafl af landsframleiðslu
verið um eitt prósent. Hlutfafl barnabóta hefði svo farið ört
lækkandi. Loforðin fyrir kosningarnar 1999 hefðu ekki dugað
til að stöðva skerðinguna því hlutfaflið hafi farið niður í 0,55
pósent árið 2000 sem þýðir litla helmingsskerðingu á fimm
árum.
Þetta er óvenjulegur árangur í skattamálum. Vissulega ber að
taka hér fram að nokkuð hefur dregið úr skerðingunni á allra
síðustu árum og var reyndar tilkynnt meö látum og frétta-
mannafundum sem sérstök góðvild stjórnvalda við fjölskyldu-
fólk. Góðvfldin hefur hins vegar ekki náð lengra en svo að
stjórnvöld hafa aðeins skilað broti af því sem þau tóku af barna-
fólki, hlutfall bamabóta er enn þá langt innan við það sem það
var í upphafi valdatíma Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.
Við þetta bætist náttúrlega aukinn tekjuskattur. Rýmun
persónuafsláttar á síðustu árum vegur þyngra hjá þorra laun-
þega en lækkun skattprósentunnar. Það þýðir hærri tekju-
skattur. Þorri fólks, einkum ungt fólk með þunga framfærslu,
fær 26 þúsund í skattaafslátt en ætti að fá um 40 þúsvrnd ef
hann hefði fylgt verðlagsþróun. ASÍ kaflaði þetta á sínum
tíma „meðvitaða ákvörðun um að þyngja skattbyrði og skerða
bætur“. Það eru rétt eftirmæli við lok valdatímans.
Sigmundur Ernir
i kosningar
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003
DV
DV-MYNDIR TEITUR
Créme de la créme
Fyrsti heiöursverðlaunahafi Menningarverölauna DV, Jónas Ingimundarson, ásamt Ágústu Hauksdóttur konu sinni á
tali viö Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla íslands.
Koppur uppi á borði
Silja
Aöalsteinsdóttir
Fréttastjórí menningar
Ritstjórnarbréf
Menningarverðlaun DV voru af-
hent á fimmtudaginn í 25. sinn í rúm-
góðum og sjarmerandi húsakynnum
veitingahússins Apóteks í hjarta höf-
uðborgarinnar. Við þau tækifæri er
hefðbundið að segja að þetta séu
elstu menningarverðlaun á landinu
og hafi llklega engin verðlaun á
menningarsviðinu enst eins lengi og
þau, nokkum tíma. Þar af leiðir að
meðan þau lifa verða ekki önnur
verðlaun eldri - og er gaman til þess
að vita. Megi forsjónin þó forða þeim
frá því að verða stíf og stirð stofnun,
þau hafa einmitt lifað og dafnað á því
að vera lítt fyrirsjáanleg, jafnvel
ögrandi, og pínulítið kæruleysisleg.
Þar setja engar reglur óþægilegar
skorður ef andinn kemur yfir menn.
Dýr sæti
Þessi samkoma hefur auðvitað
verið víðfræg í röska tvo áratugi og
ekki laust við að á orðspori hennar
hafi verið nokkur frímúrarabragur. í
23 ár var hún haldin í salnum Þing-
holti á Hótel Holti, afar glæsilegum
sal með dökkum, dýrum innviðum,
þar sem komust fyrir 40 manns í
sæti. 42 hámark. Þetta gerði að verk-
um að afar vel varð að velja á gesta-
lista og komust þá stundum færri að
en hefðu þurft að komast þó að ævin-
lega fengju allir sæti sem áttu það
pantað, ef svo má segja.
Tveir atburðir urðu til þess að
opna augu mín fyrir því að þessar að-
stæður væru of útilokandi. í annað
skiptið hringdi til mín eiginkona
verðlaunahafa sem hafði komið með
honum utan af landi af því hún trúði
ekki öðru en hún fengi að fara með
honum á afhendinguna. „Hann fær
kannski aldrei verðlaun aftur,“ sagði
hún, sár og hneyksluð, „og svo er ég
ekki þar til að njóta stundarinnar
með honum.“
Þetta voru góð rök og vel hefði
mátt eftirláta henni sæti sitt. En
hvað þá með aðra maka?
í hitt skiptið fékk ungur, upprenn-
andi fatahönnuður listhönnunar-
verðlaunin og með henni komu á
vettvang umsjónarmaður tískuskrifa
Times í London og islenskur fylgdar-
maður hennar. Sú enska var að
skrifa um íslenska hönnuðinn og
fannst upplagt að fá að fylgjast með
því þegar henni hlotnaðist svona
upphefð. En því miður: það voru
ekki til tvö sæti í viðbót. Tækifæri
DV-verðlaunanna til að fá um sig
Stelndór Andersen, kvæöamaður og verölaunahafi
Kvaö rímu aö lokum eftir Bjarna Gíslason Húnvetn-
ing og sendi alla viöstadda grátandi afgleöi út í sól-
skiniö í Austurstræti.
merka grein í Times gekk okkur úr
greipum.
Ég man ekki hvort ég hafði nokkra
matarlyst þennan dag.
Á að breyta?
Eins og glöggir lesendur DV hafa
tekið eftir voru birtar í janúar og
núna í febrúar alls átta yfírlitsgrein-
ar um Menningarverðlaun DV í til-
efni af göfugum aldri þeirra, flestar
eftir fræðimenn í viðkomandi grein-
um utan blaðsins. Þar kom margt vit-
urlegt ff am og var sérstaklega gaman
að sjá hvernig verðlaunin endur-
spegla sinn tíma í hverri listgrein og
hvað þau geta í raun sagt mikið um
það sem var efst á baugi og það sem
féll I smekk hvers tíma.
Ásgrímur Sverrisson, sem skrifaði
yfirlitsgreinina um verðlaunin í
kvikmyndum (15. febr.), bendir á að
DV ætti að hugsa sinn gang nú þegar
Eddu-verðlaunin hafa verið sett á fót,
þau fái margfalt meiri athygli fjöl-
miðla og komi svo skömmu á undan
að DV-verðlaunin verði eins og eftir-
bátur þeirra. Hann stingur upp á að
DV-verðlaunin takmarki sig á ein-
hvern hátt, til dæmis við frumsköp-
un og nýjungar, til að skera sig frá
Eddunni.
Við hér á blaðinu höfum velt vöng-
um yfir þessari hugmynd og ákveðið,
að sinni að minnsta kosti, að halda
okkar striki. Menningarverðlaun DV
eru alveg út af fyrir sig. Þetta eru
einu verðlaunin sem veitt eru í svo
mörgum listgreinum, það er dagblað
sem veitir þau en ekki aðstandendur
listgreinanna sjálfir, hver dómnefnd
er sjálfstæð og hefur enga aðra
vinnureglu en þá að velja til verð-
launa það sem skaraði fram úr að
mati nefndarmanna, fór að einhverju
leyti fram úr eölilegum væntingum,
ef svo má að orði komast.
Að vera fyrst með fréttimar
Gunnar J. Árnason er markvissari
í sínum hugmyndum um framhalds-
líf verðlaunanna í yfirlitsgreininni
um myndlistarverðlaunin (8. feb.)
þegar hann hvetur dómnefndir til að
hafa auga með því sem er á leið upp
en forðast að láta viðurkenninguna
verða nokkurs konar heiöursverð-
laun.
„Það væri oflátungsháttur af
mér að þykjast geta gefið
þrautreyndum fjölmiðla-
berserkjum ráð um
hvaða stefnu DV-verð-
launin ættu að taka,“ seg-
ir Gunnar. „En ef ég
ætti að upplýsa um
mitt auðmjúka álit þá
fyndist mér ekki
óeðlilegt að verð-
launin leituðust
við að endur-
spegla þá ímynd og stööu sem blaðið
vill skapa sér í hugum landsmanna,
að það sé með puttann á púlsinum,
að það hlusti eftir hjartslætti menn-
ingarlífsins, sé fyrst meö fréttimar,
helst áður en þær gerast. Til þess
þurfa þau ákveöna áræöni og
dirfsku, taka áhættu og vera mátu-
lega ósanngjöm. Þau verða að koma
á óvart og ganga jafnvel fram hjá
augljósustu kandidötunum. ... DV
ætti að vita það betur en flestir að
það er fátt verra en að vera of seinir
með fréttimar. Því er betra að sleppa
því að flytja þær en að vera uppvís
að því að vera siðastur að segja frá
því sem er á allra vitorði.... DV ætti
að notfæra sér það að blaðið er í að-
stöðu til að geta hunsað listelítuna,
akademíska forpokun og fræðilega
hlutlægni og ætti að láta það eftir sér
öðru hverju."
Við þetta er því einu að bæta að
fyrst og fremst verða verðlauna-
nefndir að vera heiðarlegar og trúar
eigin skoðunum. Láta ekki hræra í
sér til að skapa sér vinsældir. Það
versta af öllu er að þurfa að verja val
sem maður trúir ekki sjálfur á; ef
hugur fylgir máli þá er enginn vandi
að mæta fjandaliði.
Koppur uppi á borði
Gunnar J. Árnason heldur áfram
að segir: „Það má vera að akademíur
og eddur eigi sviöið nú um stundir
en það er þess virði að reyna að við-
halda rödd í menningarlífinu sem er
ekki ætlað að tala í öðm orðinu fyrir
hagsmunum greinarinnar. Ef DV
tekst að viðhalda sinni sérstöðu og
afmarka hana og ef fólk finnur inn á
fyrir hvað verðlaunin standa þá
gætu þau orðið sá öflugi menningar-
viðburður sem búist er við af þeim.“
Matthías Johannessen, nýr heiö-
ursverðlaunahafi DV, hafði það eftir
Steini Steinarr í þakkarræðu sinni
að fólkið fyrir vestan setti koppinn
sinn á stofuborðið og segði síðan:
Þetta er heimslistin!
Þar voru Vestfirð-
ingar á undan
sinni samtíð og
það vilja Menn-
ingarverðlaun
DV líka
vera.