Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Síða 18
I 8 Helgarblað JO"V" LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 Heimur á helj arþröm Tveir brœður munu falla Sumir telja að Nostradamus liafi spáð fyrir um hrun skýjakljúfanna í New York og að þriðja heiinsstyrjöldin myndi fylgja í kjöl- far þeirra. í bemsku sýndi Nostradamus mikla hæfileika til náms. Hann hafði afburðaminni og sökkti sér i fræði eins og stjömuspeki, dulhyggju, latínu, hebresku og grisku. Nítján ára að aldri hóf Nostradamus lækna- nám í Montpellier þar sem var einn virtasti lækna- skóli í Evrópu á sínum tíma. Að loknu námi starfaði hann sem læknir og náði góðum árangri með notkun náttúrulyija í stað viðurkenndra læknisaðferða síns tíma. Eftir að Nostradamus missti konu sína og tvö börn úr svartadauða sneru sjúklingar hans við hon- um bakinu. Um svipað leyti átti hann í útistööum við rannsóknarréttinn í Frakklandi og flutti til Ítalíu til að komast hjá ákæru. Hann sneri aftur til Frakklands 1546 og giftist i annað sinn. Dulrænir hæfileikar Skömmu fyrir 1550 fór að bera á forspárhæfíleikum hjá Nostradamusi og lýsir hann hæfileikum sínum svo í einu spádómsljóðanna: „Ég sit einn aö nóttu til, á þrí- fættum stól, á afviknum stað. Það kemur lítill logi út úr myrkrinu og gerir mögulegt það sem ekki ætti að teljast fánýtt." Nostradamus gaf út fyrsta hluta spádómsbókarinnar, Centuries, árið 1555 en hún var ekki gefin út í heild fyrr en eftir dauða hans. í frumútgáfunni er að finna rúm- lega þrjú hundruð framtíðarspádóma í ljóðaformi. Bók- in varð fljótlega mjög vinsæl meðal aðalsins í Evrópu og Katrín de Medici drottning kallaði Nostradamus til starfa hjá hirðinni. Sagan segir aö Nostradamus hafi spáð fyrir eigin dauða. Sautjánda júní 1566 útbjó hann erfðaskrá og fyrsta júlí kallaði hann til prest og játaði syndir sínar. Um kvöldið lagðist hann til svefns og fannst látinn í rúmi sínu daginn eftir. Túlkun eða tilviljanir Þeir sem leggja trúnað á spádóma Nostradamusar segja að ótrúlega margar af framtíðarspám hans hafi ræst og nægi þar að nefna uppgang og fall komúnismans i Sovétríkjunum, Hitler og síðari heimsstyrjöldina, morðið á Jóhannesi Páli páfa I og eyðni - farsótt tuttug- ustu aldarinnar. Nostradamusi veröur mjög tiðrætt um samskipti Vest- urlanda og múslíma og margir segja að hann hafi spáð fyrir um hrun skýjakljúfanna í New York og aö þriðja heimsstyrjöldin myndi fylgja í kjölfarið. Árið 1987 gaf Guðmundur S. Jónasson út þýðingu sína á spádómsljóðum Nostradamusar í bókinni Framtíðar- sýnir sjáenda, allar tilvitnanir i spádómsljóðið eru úr þeirri bók. Þýðingarnar eru styttar og jafnvel ekki í þeirri röð sem þær birtast í bókinni enda spádómsljóð- in þess eðlis að erfitt er að átta sig á i hvaða tímaröð þau eiga að vera. Himinninn mun stikna á fertugustu ogfimmtu breiddargráðu. Bál stríösins nálgast Nýju Jórvík. Á svipstundu ryöst fram og tvístrast gríóarlegur eldur þegar þeir œtla aö sannreyna styrk Rússanna. (vmsj Lystigaröur heimsins nálœgt Nýju Jórvík. Manngerö fjöll [skýjakljúfarj veröa gagntekin og þeim steypt íflóann ... <x:49) í nánustu franitíð Meðal spádóma Nostradamusar sem hugsanlega gætu hafa komið fram nýlega eða eru að rætast eru mikil samsöfnun auðs og mikil þörf fyrir lánsfé og svikamálin í kringum gjaldþrot Enron og endurskoðendafyrirtækis- ins Andersen og Andersen. Mikil lánsviðskipti og gnótt gulls og silfurs afvegaleiöa þá sem þyrstir í upphefö. Misgjöröir hinna ágjörnu koma í Ijós og veröa þeim til stórfelldrar skammar. (vhi:m) Einnig má benda á deilur NATO-ríkja þessa dagana um vamir Tyrklands í þessu sambandi og afstöðu Frakka í því máli. Friöarsamningar veröa aö öllu leyti rofnir. Samningar bandalagsþjóöa spillast vegna sundurlyndis. Gamalt hatur mun eyöa öllu trausti og von. Þaö veröur ekki eindrægni í Marseille. <xn:59) Ef marka má spádóma Nostradamusar verður mikið um hörmungar í heiminum næstu áratugina. Tímasetn- ingar hjá honum eru ekki alltaf nákvæmar enda erfitt að spá með mikilli nákvæmni margar aldir fram í tím- ann. Meðal þess sem Nostradamus segir að gerist á næstu árum er að yfirstjóm Bretlands verði í höndum Bandaríkjamanna, að bandaríski sjóherinn láti til skar- ar skríða gegn arabaríki og að múslímskur harðstjóri verði ráðinn af dögum í heimalandi sínu. Æðsti valdamaður London verður undir stjórn Ameríku... qím) Loks reiöa hin blóóugu Bandaríki til höggs. Honum reynist ókleift aö verja sig á sjó ... (Vl:33) Einvaldur veröur myrtur í hafnarborg múslíma. En þaö leysir engan úr ánauð. Nýtt strió mun brjótast út vegna samúöar og í hefnd- arskyni... asn Samkvæmt þessum spádómi munu múslímar hefna árásar Bandaríkjamanna og gera árás á Ísraelsríki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.