Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Síða 19
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003
Helgarblctö H>V
9
Sextándu aldar maðurirw Michel de Nostredame eða Nostradamus hefur
verið kallaður mesti spámaður allra tíma. Hartn fæddist 1503, ellefu árum
eftir að Kólumbus fann Ameríku, en lést 1566. Fjölskylda hans var af qyð-
inqaættum en hafði tekið kaþólska trú. Sumir saqnfræðinqar telja að ætt
Nostradamusar tilheyri týndum ætt-
bálki qyðinqa sem laqði stund á
stjörnuspá dóma oq dulspeki.
Michel de Nostredame
Skömmu fyrir 1550 fór að
bera á forspárhæfileikum
hjá Nostradamusi
Samkunduhús gyðinga, and-
laus og geld,
veröa tekin herskildi af
múslímum... (vms®
Fjarlægari framtíð
Nostradamus spáir því að styrj-
öld araba og ísraelsmanna eigi eftir
að breiðast út til Evrópu þegar
múslímar og Sovétmenn ganga í banda-
lag.
Árið sem fólk er tilbúið að leggja sviksemi
á hilluna munu tvö voldugustu ríki Asíu
og Afríku herja alla leiðina aö Rín
og Dóná. Síðan veröa óp og grátur og gnístran
tanna á Möltu og ströndum Ítalíu. (wm)
Eftir
það mun
andkristur
hnekkja veldi múslíma í
stríði sem tekur tuttugu og sjö ár með tilheyrandi
hörmungum og geislavirku úrfelli.
Staða íslands
íslenskir fylgismenn Nostradamusar
telja sig hafa fundið eitt og annað í spá-
dómum hans um örlög íslands. Tii dæm-
is eiga íslendingar að hafna hernaðar-
stefnu Bandaríkjamanna með þeim af-
leiðingum að ströng lög verða sett í
landinu. Samkvæmt einni túlkun á spá-
dómsljóðunum mun ísland standa utan
við átökin í Evrópu til að byrja með en
að lokum kynnast hörmungum þess í
gegnum geislavirkt úrfelli, hungursneyð
og drepsóttir.
Þegar œðsti valdamaður Bandaríkj-
anna
hvetur til stríðs, mun Eyja stöðug-
leikans
fyrirlíta hann. Eftir ár velfarnað-
ar
veröur kviövœnlegt ástand þegar
eignarnám
og einrœði breyta búsœld Eyjar-
innar.
(X:36)
Mikió hallœri verður vegna banvœnn-
ar bylgju
sem kemur með úrhellisrigningu frá
noröurpólnum. . . . <vi:5>
Nýgrœöingar munu byggja land án
hervarna.
.......Þau kynnast sulti og drepsótt-
um
en stríð veröur lengi fjarri þessu landi.
Saddam Hussein, leiðtogi íraks
Nostradainusi verður mjög tíðrætt
um samskipti Vesturlanda og
múslíma í spádómum sínum.
Eftir þetta fara múhameðstrúarmenn sem eldur í
sinu yfir Evrópu. Þeir gera innrás í Frakkland og Spán
og kaþólska kirkjan bíður mikið afhroð.
Meðfram Guadalquivir og í kringum Erbó
og Granada veróa hersveitir kristinna
manna flæmdar burtu af herliði
múhameðstrúarmanna... <m:20)
Blóði mun rigna yfir fjallgarðinn þegar
konungur kemur úr austri til þess aö
endurskipuleggja vestriö... (v:62>
Þéttbyggð svœöi veróa gerö óbærileg til
búsetu. Miklar deilur koma upp meóal þeirra
sem vilja afla nýrra landa. Völdin verða
í höndum óhœfra manna ... (ns5)
... Þá verður inntak sakramentisins endurnýjaö
og þaö meótekiö á ósvikinn hátt. (VIII:99)
Um sama leyti og múslímar herja á Evrópu munu
Kínverjar byggja upp voldugan her og umsvif þeirra
aukast.
Arabar munu ryðjast inn í Evrópu, bera eld
aó borgum og stráfella íbúa þeirra.
Hinn stórvirki leiótogi Asíu byggir upp
voldugan her á landi og sjó. Fólk með
náfölt eöa gulleitt litaraft mun elta
uppi kristna menn til aö farga þeim. - (nm
Þegar líður á munu Bretar og Sovétmenn heyja hel-
stríð á sjó og landi og Kinverjar blandast inn í átökin.
Spádómar Nostradamusar
Margir halda því frant að Nostradamus hafi spáð fvrir
um Napóleonsstyrjaldirnar. kjarnorkusprengjuna,
lendinguna á tunglinu og morðið á Kennedy.
Andkristur mun fljótlega eyða þremur.
í tuttugu og sjö ár varir styrjöld hans.
Andstœóingar hans verða deyddir, fangelsaóir
og geröir útlœgir. Blóó manna litar vötnin
og jörðin verður undirlögö höggum. mtrn
Pílan mun fara hringferó um himininn.
Gífurleg slátrun, sumir deyja í miöjum
samræóum. Tré og steinar tætast sundur.
Hin eldheita þjóó verður auðmýkt. <n:70)
Eftir fall múslima verður Evrópa sundurtætt en
stríðið heldur áfram. Sovétmenn hrekja hersveitir
Bandaríkjamanna frá Pýreneafjöllum og Rómáborg
verður lögð í rúst. Eftir það hefjast ofsóknir gegn kirkj-
unni og páfmn er myrtur í Lyon.
Skammt frá Pýreneafjöllum veröur einn
sem leiðir öflugan her gegn Erninum.
Blóðió mun fossa ... ovm)
Ógrynni hersveita nálgast frá Rússlandi.
Tortímandinn mun eyðileggja hina fornu borg.
Ítalía verður eitt flakandi sár og enginn
veit hvernig lœgja má öldur ófriðarins. (m>
Rómarpáfi, gœttu þess aó nálgast ekki
borgina sem er vötnuð tveimur fljótum.
Blóó þitt og fylgdarmanna þinna mun seytla
á þeim stað þegar rósir blómstra. (u:<m
... Níðingsverkiö verður unniö við
ármót Rónar og Sónar. ... ax:<m
Blóði kirkjunnar manna verður úthellt,
eins og vatn mun það renna í straumum.
í langan tíma veröur þaö ekki hindrað.
(vmss)
(11:19)
Þegar fram líða stundir mun mikill
skörungur fæðast á íslandi og mun ný
stjómskipan í landinu vekja mikla at-
hygli og verða öðrum til fyrirmyndar.
Þar sem þrjú höf liggja aó landi fœöist
sá sem gerir Þórsdag að hátíðisdegi.
Frœgó hans,
völd og vegsauki mun vaxa þegar Asía
riðlast vegna styrjalda á sjó og landi.
(1:50)
Fyrirmenn kirkjunnar munu lúta
höfði
við komu hins mikla löggjafa. Hann
upphefur
hina hógvœru og refsar hinum mót-
þróafullu.
Enginn honum líkur birtist aftur á
jÖrÓU. (V:79>
Efasemdir um áreiðanleika
Landflótta
Nostradamus átti í útistöðum við
rannsóknarréttinn í Frakklandi og
flutti til Ítalíu um tíma til að kom-
ast hjá ákæru.
v £ S ’ “
PRO.P.H ETIES
Dfi M. MICHEL
NÖSTR.ADAMVS.
Dont il cn y Irrot's cems qui
n*om encoresiamats
Spádómsbók
Nostradamus gaf út fyrsta hluta
spádómsbókarinnar, Centuries,
árið 1555 en hún var ekki gefin út
í heild fvrr en eftir dauða liaiis.
Hvað sem trú manna á framtíðarspá
Nostradamusar líður er ekki annað
hægt en að velta vöngum yfir spádóms-
gildi þeirra. Gagnrýnendur geta rétti-
lega bent á að Nostradamus tali um fer-
tugustu og funmtu breiddargráðu en að
New York sé á fertugustu og fyrstu
gráðu og að tímasetningar séu mjög óná-
kvæmar hjá honum. í spádómi
Nostradamusar um uppgang Hitlers
kallaði hann nasistaforingjann Hister
en þrátt fyrir það þykir mörgum spá-
dómurinn óþægilega nákvæmur. Ná-
kvæmni skiptir vissulega máli en það
verður að taka tillit til þess að
Nostradamus skráði spádóma sína á
sextándu öld. Efasemdamaðurinn James
Randi hefur bent á að Nostradamus
nafngreini menn í 104 spádómum og að
í 103 hafi hann haft rangt fyrir sér.
Randi segir reyndar að Hister sé gamalt
nafn á Dóná og gæti spádómurinn því
átt við að vatnsborð Dónár hækki. Það
geröist reyndar í fyrrahaust þegar áin
flæddi yfir bakka sína og olli gríðarleg-
um skemmdum í Prag og víðar.
Nostradamus spáði því að framtíðarsýn hans yrði lít-
ils metin í fimm hundruð ár en að hann hlyti viður-
kenningu árið 2066. -Kip
Óvinir okkar?
Stríð liefur hörmulegar afleiðingar
í för með sér, ekki síst fyrir börn.