Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Side 24
2A
Helgarblað JOV LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003
IVlatur og vín
Kanill
Kcmill er börkur af síqrænum runna af lárviðarætt sem á heimkynni sín á Indlandi
og Sri Lanka en er nú orðið ræktaður víða íhitabeltislöndum. Hann er með elstu
krgddtequndum t heimi og hans er getið íbiblíunni og fornum ritum íIndlandi og
Kína. Talið er að arabar hafi fgrst flutt kanil til Vesturlanda þar sem hann naut
strax vinsælda. Hann var ímiklum metum hjá Rómverjum og dæmi um það er að
Neró lét allan þann kanil sem fgrirfannst t ríkinu brenna á bálkesti konu sinnar. Á
átjándu öld var eftirsóknin t kanil slík að kanilplantan var t veruleqri útrgmingar-
hættu á Sri Lanka. Þá hófst ræktun á henni og verðið féll.
Kanill erseldur þurrkaður, gmistsem börkur eða duft. íAusturlöndum og sunnan
Miðjarðarhafs hefur kanill lengi verið notaður íkjötrétti en á Vesturlöndum eink-
um ngttur íkrgdd- og ávaxtakökur og gmsa eftirrétti. Þá þgkir hann ómissandi út
á hrísqrjónaqraut og aðra mjólkurgrauta. Kanill er ilmríkur og heldur braqði sínu
betur en flest annað krgdd.
Passar mjög vel
með ljósu kjöti
- segir Viggó Dýrfjörð á Gasa Grande
Fajitas-kjúklingur
með pintóbaunum,
guacamole, salsa
og kryddhrísgrjónum
Guacamole
2 avokado
1 tómatur
1/2 rauðlaukur
1/2 paprika
„Kanillinn er það krydd sem við íslendingar höfum alist
upp við frá bamæsku - lærðum að borða hann út á gijóna-
grautinn. Viö höfum hins vegar ekki vanist honum með
kjöti en tilfellið er aö hann passar mjög vel með ljósu kjöti,“
segir Viggó Dýrfjörð, matreiðslu-
maður á Casa Grande í
Tryggvagötunni í Reykjavík
Hann kveðst nota
kanil mikið í sinni
matreiðslu og
nefnir meðal
annars svo-
kallaðan
kola-
kjúkling
þar sem
kjúklingur
er bókstaflega
hjúpaður í
kanil. í þetta sinn
1/ rauður pipar
salt oq pipar
safi úr 1/2 lime eða sítrónu
2 tsk. salt
1 tsk. chiliduft
1 tsk. kúmenduft
4 kiúklinQabrinour
1 msk. sesamolia
Avokadó er grófmaukaö. Tómaturinn skorinn í fína ten-
inga og piparinn líka skorinn smátt. Öllu blandað saman og
látið standa í ca einn og háifan tíma fyrir máltíðina.
Krvddblanda Casa Grande
1 tsk. kanill
ætlar hann samt aö
matreiða fyrir okkur einn '‘“'■'•««5^;
vinsælasta réttinn á matseðlinum,
fajitas-kjúkling, sem er borinn fram á lítiUi pönnu á tré-
platta. Hvítar tortillakökur (keyptar) eru bomar fram volg-
ar í leirfati með loki og hver og einn pakkar matnum af
pönnunni inn í þær. Með þessu er svo borið fram salat, hrís-
gjjón, salsa, sem hægt er að kaupa tilbúið í krukku, og Gu-
aca Mole líka. Viggó gerir þetta hins vegar allt sjálfúr og gef-
ur okkur uppskriftir.
Bringumar em skomar í litla bita sem
kryddaðir em með Casa Grande-kryddblöndunni og
steiktir vel, helst upp úr sesamolíu.
Fai'rtas
4 rauðlaukar
4 hótellaukar
1 rauð papirka
salt oq pipar
Laukurinn er skrældur og skorinn í fína strimla, steikt-
ur á pönnu, saltaður og pipraður.
Salsa
1/2 ds. tómatar
1/2 laukur
1/2 paprika
safi úr 1/2 lime
1 matsk. balsmamico
Tómatar, laukur og paprika em brytjuð og blandað sam-
an við balsamico og limesafa.
Mexíkó krvddhrísarión
2 bollar hrísarión
2 tsk. salt
1 tsk. chilikrvdd
Pintóbaunir
2 bollar pintóbaunir
1 tsk. kanill
1 tsk. kúmenduft
2 tsk. salt
1 tsk. chiliduft
Baunimar em látnar liggja í bleyti í ca 12 tíma og soðn-
ar í ca einn og hálfan tíma með kryddinu.
Uppsetning á Fajitas
Steiktur laukurinn er settur neðst á pönnuna. Kjúklingn-
um er komið fyrir ofan á honum ásamt pintóbaunum og
maískomum. Fínt skomum ferskum kóríander og jalapenó-
pipar er stráð yfir í lokin.
Rétturinn er borinn fram með grænu salati, Cuacamole,
sýrðum rjóma, salsasósu og hveititortiUum.
LAUGARD AGU R 22. FEBRÚAR 2003
HelQorblað DV
25
DV-myndir Sig. Jökull
Kjúklingabringurnar eru smátt
skornar og krvddaðar með
Casa Grande kryddblöndunni,
síðan steiktar vel upp úr
sesamolíu sem á pönnunni er
lík bráðnu smjöri.
Pintóbaunirnar hafa verið lagð-
ar í bleyti í að minnsta kosti
hálfan sólarhring og soðnar í
einn og hálfan til tvo tíma,
krvddaðar með kanil, steyttu
kúmeni, salti og chilidufti.
Viggó kemur fersku salatinu
fyrst fyrir á diskinum. Hann
notar lollo rosso, Lambhaga-
salat og spínat og stráir sinátt
skornum paprikum yfir.
Kryddhrísgrjónin, ásamt einiii
tortillasköku með fajitas-
kjúklingi þurfa svo líka að
kornast fyrir á diskinum.
Ávaxtarík hvítvín og
fyrirtaks púrtari á eftir
1 - var val Aðalsteins Jóhannessonar vegna Menningarverðlauna DV
Þegar Menningarverðlaun DV vora af-
hent á Apótekinu á fímmtudag var
snæddur túnfiskur í forrétt og saltfiskur
í aðalrétt. Var gerð ítarleg grein tyrir
krásunum í fimmtudagsblaðinu en
stuttlega fjallað um vínin sem
drukkin voru. Aðalsteinn Jó-
; hannesson, vínþjónn á Apótek-
; inu, valdi vínin sem eru þijú að
þessu sinni, tvö hvítvín og
púrtvín með kaffinu á eftir.
Gestir á Apótekinu voru boðn-
ir velkomnir með Pinot Gris Res-
erve frá víngerð Pierre Sparr í Al-
sace-héraði í Frakklandi. Aðal-
steinn segir þetta vín tilvalið sem
fordrykkur enda létt, ávaxtarikt
og skemmtilegt vín sem hæfir
tækifærinu vel. Alsace-svæðið í
Frakklandi er eitt frægasta og
gjöfulasta vínhérað veraldar.
Pierre Sparr og félagar hófu vín-
framleiðslu í Alsace árið 1860 og í
dag er fyrirtækinu stjórnað af ní-
undu og tíundu kynslóð Sparr-ætt-
arinnar. Pierre Sparr hefur ávallt
verið i röð bestu vínhúsa Alsace
og hefur hróður fyrirtækisins þó
aldrei verið meiri en nú enda
undanfarin ár verið frábær. Pinot
Gris Reserve frá Pierre Sparr fellur annars vel að bragð-
meiri fiskréttum og ljósu kjöti eins og kjúklingi. Það fæst
í ÁTVR og kostar um 1700 krónur.
Með báðum réttunum var hins vegar boðið upp á
Chardonnay-hvítvín frá víngerð Peter Lehmanns í
Barossa í Ástraliu. Aðalsteinn segir þetta vin hafa ver-
ið tilvalið sem aðalmatarvíniö á menningarverðlauna-
hátíðinni en það smellpassar með saltfiski. Vingerð-
armaðurinn Peter Lehmann gengur undir nafn-
inu „baróninn af Barossa" og þykir sannarlega
standa undir nafni en mjög góð ræktunarskil-
yrði eru fyrir Chardonnay-þrúguna í Barossa-
dalnum. Vínið hefur ferskan og ávaxtaríkan
karakter með mikilli dýpt og suðrænum
ávexti. Vínið fellur einnig vel að feitu sjávar-
vangi á borð við lax, þorsk og skötusel. Flaskan
kostar um 1300 krónur í ÁTVR.
í stað eftirréttar var boðið upp á forláta púrtvín,
Graham’s Six Grapes, með kaffinu. Bræðumir
William og John Graham opnuöu skrifstofu sína í
Oporto snemma á 19. öld. í fyrstu snerist starfsem-
in eingöngu um dreifingu en í kringum 1820 sam-
þykktu þeir að taka 27 portvinstunnur í sáttar-
gjörð eftir slæm viðskipti. Og þá var ekki aftur
snúið. Graham’s er í dag talið eitt allra fremsta
púrtvínshús veraldar. Þetta er vel fyllt og afar
vandað vín sem kemur frá sömu ekrum og ár-
gangsvín fyrirtækisins. Þessi úrvalspúrtari færst
ekki í verslunum ÁTVR en hægt er að panta
flösku 1 gegn um víndeild Globus.
Umsjón
Haukur Lárus
Hauksson