Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Page 26
26 /7 g / C) ct rb l a ö 33V LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 Lít á alla daga sem sunnudaga „Þegar menn eru ungir finnst þeim að tíminn sé óendanlcgur en liann er í rauninni það eina í lífinu sem er af skornum skammti. Allt annað geta menn útvegað sér. Menn geta öðlast peninga og efnisleg gæði en þeir geta ekki keypt sér mjög mikinn tíma í viðbót." Hannes Hólmsteinn Gissurarson hélt upp á fimmtugsafmæli sitt í vikunni. Mikiö var um dýrð- ir enda er Hannes vinmargur maður. Það er sagt að þegar karlmenn verði fimmtugir geri þeir upp líf sitt. Á það við um hann? „Mér er ekki vel við að vera fimmtugur en ég held að hinn kosturinn væri miklu verri; að verða ekki fimmtugur. Mér finnst að maður eigi aðallega að hugsa um framtíðina en ekki dvelja mikið við fortíðina þó ég eigi margar góðar minningar." Hefuröu mýkst meö árunum? „Ég held að það gerist hjá öllum sem eldast að þeir fara að sjá hlutina í meira jafnvægi. Þetta heitir víst þroski. En á hitt verður að líta að menn mega aldrei verða svo þroskaðir að þeir missi eld- móðinn og hugsjónirnar." Eigum að styðja vöffin þijú Hafa stjórnmálaskoöanir þínar ekkert breyst í aö- alatriöum í gegnum árin? „Ekki í neinum aðalatriðum. Ef eitthvað er þá hefur miðjan færst nær mér fremur en ég nær miðjunni. Gleymdu því ekki að mín doktorsritgerð fjallaði um að það væri hægt að skapa sátt íhalds- semi og frjálslyndis, þannig að það færi saman að vera mjög harðskeyttur frjálshyggjumaður í efna- hagsmálum, eins og ég er, en vera líka íhaldsmað- ur, bera virðingu fyrir trúarbrögðunum, fjölskyld- unni og fastmótuðum gildum sem við höfum feng- iö í arf frá forfeðrum okkar. Ég held að við þurfum að styðjast við reynsluvit kynslóðanna en ég sé enga ástæðu til að slaka á baráttunni fyrir auknu atvinnufrelsi." Hefuröu kannski tekiö velferöarríkiö í sátt? „Ég held nú ekki aö velferð fáist best með ríkis- afskiptum, nema að takmörkuðu leyti. En það er sátt um það í okkar þjóðfélagi að veita víðtæka vel- ferðarþjónustu, til dæmis í heilbrigðs- og skólamál- um. Við eigum að vinna út frá því. En til að tryggja velferðina verður að koma til verðmætasköpun. Mér finnst líka að auka megi valfrelsi fólks í fé- lagslegum efnum. Við eigum að styðja vöffin þrjú, velferð, verðmætasköpun og valfrelsi." Nú er Samfylkingin á mikilli siglingu í skoöana- könnunum. Helduröu aö hún haldi þessu fylgi í kosningum? „Það væri ekkert óeðlilegt þótt Samfylkingin ynni talsvert á miðað við síðustu kosningar en þá fékk hún miklu minna en flokkarnir sem stóðu að henni. Ég yrði ekki hissa ef hún fengi núna rúm 30 prósent. En mér fannst talsmaður hennar, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, ekki fara vel af stað í ræð- unni sinni í Borgarnesi á dögunum.“ En þér þœtti vont ef Sjálfstœóisflokkurinn yröi ekki viö stjórn. „Mér þætti það nú ekki eins vont og þjóðinni myndi þykja það eftir nokkur ár. Undir forystu Davíðs Oddssonar hefur ríkissjóður lækkað skuld- ir sínar miðað við landsframleiðslu úr 34 prósent- um niður í 19 prósent. Á sama tíma, undir forystu Ingibjargar Sólrúnar, hefur borgarsjóður ellefu- faldað skuldir sínar. Davíð boðar skattalækkanir og hagvöxt en Ingibjörg Sólrún boðar skattahækk- anir og skuldasöfnun. í stjórnartíð Davíðs hefur verið fádæma stöðugleiki. Þetta færi held ég for- görðum ef vinstrimenn komast að.“ Mikilvægt að gæta hófs Nú er Davíö Oddsson meöal bestu vina þinna. Hvaö kanntu best viö í fari hans? „Ég kann best við það hvað hann er mannlegur og hlýr persónuleiki. Ég hef stundum sagt að hann sé óvenjulegur maður með venjulegar skoðanir því sannleikurinn er sá að Davíö er með mjög svipað- ar skoðanir og þorri íslendinga á flestum málum en hann setur þær fram af meiri styrk og hann sér lengra fram á veginn og hefur skarpari sýn en flestir aðrir menn.“ En hvaö meö það sem andstœöingar hans kalla ráöríki hans og einrœöistilburöi. „Það hljómar eins og hörmulegustu öfugmæli um mann sem hefur minnkað vald sitt jafnstór- kostlega og hann og flutt ákvarðanir frá ríkinu til einstaklinganna. Hann kann að vera ráðríkur en hann sýnir ekki ofríki. Hann býr ekki yfir þeirri hörku og ófyrirleitni sem mér finnst gæta hjá sum- um öðrum stjórnmálamönnum. Hann er þingræðis- sinni og góður í samstarfi, eins og allir hafa sagt sem starfað hafa með honum í ríkisstjórn. Ég kannast ekki við þessa mynd sem er verið að draga upp af honum af sumum andstæöingum hans og ég held raunar að þar fylgi ekki hugur máli.“ Nú hefur þú i mörg ár veriö mjög gagnrýninn á Jón Ólafsson. Nú eru hans mál í skattrannsókn. Hugsaröu þá meö þér: I told you so! „Nei, alls ekki. Það er mjög ríkt í okkur íslend- ingum að vilja ekki sparka í liggjandi mann. Ég held að það eigi best við þarna. Ég óska Jóni Ólafs- syni, og hans fjölskyldu sérstaklega, alls góðs í líf- inu. En ég held að hann hefði átt að finna kröftum sínum annan farveg en íslenska pólitík. Það er mikilvægt að gæta hófs, hvort sem það er í kaup- sýslu eða stjórnmálum, vinna innan ramma lag- anna og taka tillit til annarra en vaða ekki áfram í blindri hörku." Aukakílóiii til vandræða Víkjum aö þér og þínum högum. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér? „Ég er svo lánsamur aö vera í starfi sem er skemmtilegt þannig að ég lít á alla daga sem sunnudaga. Ég vakna snemma, fer á skrifstofuna mína og spjalla við samkennarana, fæ mér kaffi, les og skrifa og afgreiði bréf og fer yfir ritgerðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.