Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Síða 47
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003
Hlifðargrindur bannaðar
og líknarbelgir
settir í stuðarann
Evrópubandalagið er nú að undir-
búa bann við svokölluðum „Safari-
grillum“ sem á íslensku hétu hér
áður fyrr kúaplógar - breiðar og öfl-
ugar hlífðargrindur sem raunar eru
hafðar framan við vatnskassahlífar
og jafnvel að hluta eða öllu framan
við stuðara. Þetta bann á að ganga í
gildi árið 2005 og samtímis eiga
læsivarðir hemlar (ABS) að vera
skylda. Ekki er ljóst af þessum
fyrstu fréttum hvort heimilt verður
að hafa rofa á þeim þannig að mögu-
legt verði - og leyfllegt - að taka
læsivömina af þegar ekið er við sér-
íslenskar aðstæður, svo sem í laus-
um sandi á fjallvegum eða við aðrar
aðstæður þar sem læsivömin hefur
heldur þótt til óþurftar.
Ástæðan fyrir því að Evrópu-
bandaiagið vill banna hlífðargrind-
umar er sú að árlega bíða um 9000
fótgangenda og hjólreiðarmanna
bana í bandalagslöndunum við að
verða fyrir bíl. Sívaxandi kröfúr era
um að bílar séu þannig úr garði
gerðir að þeir valdi sem minnstum
skaða á fólki sem fyrir þeim verður.
Það verður kannski ekki svo langt
síðan skopmyndir frá öldinni sem
leið, þar sem sýndir eru bílar með
kodda reyrða utan um sig, verði að
veruleika því að íhlutaframleiðend-
ur, eins og Autoliv og TRW, eru þeg-
ar famir að vinna að þróun líknar-
belgja sem virka út frá bílnum, t.d.
þegar maður verður fyrir bU, í því
skyni að draga sem mest úr líkum á
meiðslum hjá honum.
Það er þá bara spumingin á hvað
pokinn kemur tU með að skutla hon-
um! -SHH
cStí fjxi h íhii u d 3s lui i di
Svo sem fram hefur komið er
nú unnið að sögu bUsins á ís-
landi, en senn er öld liðin frá því
að fyrsti bíllinn kom hingað tU
lands. DV-bUar mun á næstunni
leggja hönd að þessu verki með
því aö leita eftir upplýsingum.
Þeir sem vUja leggja hönd á
plóginn era beðnir að hafa sam-
band við söguritara, Sigurð
Hreiðar, í síma 893 3272 eða
senda honum tölvupóst á net-
fangið auto@simnet.is.
Kolfastur í Sandá
Hálendisferðir framan af
áram voru mun harðsóttari en
núna gerist. Þó Kjalvegur sé oft
holóttur og heldur leiðinlegur
þannig séð eru engar torfærar á
honum nú tU dags. Áður fyrr
var þetta með öðram brag. Þessi
mynd er úr ferð Feröafélags ís-
lands einhvem tíma á fimmta
áratugnum, hugsanlega á stríðs-
árunum, því þarna voru tveir
setuliðsmenn með í ferð. Sandá
norðan Hveravalla reyndist
þessum ferðafélögum eftirminni-
legur farartálmi því í henni varð
bíUinn kolfastur. Þrautaráðið
varð í lokin að gera stíflugarð
ofan við bUinn og aftur fyrir
hann svo hægt væri að komast
að því að lyfta honum upp og
púkka undir hann og dró enginn
af sér - og engum datt í hug að
telja þetta svik á ferðakaupum.
Myndin er í eigu Ólafíu Pét-
ursdóttur sem var í þessari ferð
ásamt vinkonum sínum. Farar-
stjóri var Einar Magnússon
rektor og Ólafíu minnir að bU-
stjórinn hafi heitað Guðni. En
nú er spurt?
Hver átti þennan bU, X-120?
Hver var ökumaður í þessari
ferð?
FordGalaxy
kyimtur í febrúar
í lok febrúar mun Brimborg
kynna nýjan bíl frá Ford,
Galaxy-fjölnotabUinn sem er sjö
sæta. Ford Galaxy er mest seldi
bUinn I sínum flokki í Evrópu.
Að sögn Egils Jóhannssonar,
forstjóra Brimborgar, verður
hægt með hagstæðum samning-
um og skilvirkri birgðastýringu
að bjóða Ford Galaxy á hag-
stæöu verði eða frá kr. 2.595.000
í sjö sæta útgáfunni. „Ford
Galaxy verður fáanlegur með
fjórum vélargerðum, bæði bens-
ín og dísil og bæði beinskiptur
og sjálfskiptur. Hann verður að
auki vel búinn með ABS-hemla-
kerfi, samlæsingu með fjarstýr-
ingu, fjórum öryggispúðum,
upphituðum framsætum og loft-
kælingu svo fátt eitt sé nefnt,“
segir Egill.
Helgarblað J3V
Audi A4 einnig
með 190 hestafla vél
Ný, sérlega aflmikil gerð 1,8
lítra forþjöppuvélarinnar mun
koma í Audi A4. Hún gefur 190
hestöfl og snúningsvægi upp á
240 Newtonmetra og þessi vél
tekur því við sem sú aflmesta í
flokki fjögurra strokka véla í A4.
Hröðun í 100 km er aðeins 8,2
sekúndur og hámarkshraðinn er
236 km. Þessi nýja gerð verður
sú fyrsta af 1.8T sem verður búin
sex gíra gírkassa sem staðalbún-
aði. Vélin sem verður í boði í A4
Saloon og A4 Avant hefur verið
endurbætt á ýmsa vegu. Quattro
GmbH, sem ber ábyrgð í dag á
vélunum í Audi RS4 og RS6, hef-
ur bætt við öðrum millikæli,
endurbætt forþjöppuna og gert
grundvallarbreytingar á raf-
eindastjórnbúnaði vélarinnar.
Skildir með einkennandi rauðu
„T“ á vélarhlífum og aftan á bif-
reiðinni gefa til kynna hvaöa vél
er í dag sú aflmesta í A4. Ef horft
er á þessar afkastatölur þá kem-
ur sparneytnin á óvart. A4 1.8T
Saloon eyðir aðeins um 8,6 lítr-
um af bensíni á 100 km (miðað
við eyðslustaðla Evrópusam-
bandsins). A4 1.8T kom í sölu í
byrjun nóvember í Þýskalandi
en að sögn Jóns Trausta Ólafs-
sonar, kynningar- og blaðafull-
trúa Heklu, liggur verð hér á
landi ekki fyrir að svo stöddu.
Eftirspurn eftir Ford Focus
RS og Volvo XC90
Mikil eftirspurn er að verða
eftir Ford Focus RS í Bretlandi
og er stutt i að öll framleiðsla
ársins verði uppseld. Ekki er bú-
ist við að Brimborg fái bíla fyrr
en seint á árinu en að sögn Egils
Jóhannssonar, forstjóra Brim-
borgar, er verð ekki komið á
hreint en gæti orðið í kringum
3,5 milljónir. Sama er uppi á ten-
ingnum varðandi Volvo XC90 en
vegna mikillar eftirspurnar hafa
Volvo-verksmiðjurnar ákveðið
að auka afkastagetu við fram-
leiðslu um 10% eða í 60.000 bíla á
þessu ári. „Vegna þessarar
miklu eftirspurnar hefur þurft
að takmarka magn á öllum
mörkuðum og nú er svo komið
að Brimborg hefur selt nánast
alla þá bíla sem fyrirtækið fær á
þessu ári,“ segir Egill.
Puma-fjórhjólin hjá Vélaveri kosta aðeins 413 þúsund krónur. Sýning og
reynsluakstur er í dag hjá fyrirtækinu í Reykjavík og á Akureyri.
Vélavei* með
nýtt funbúlð fjórhjól
Vélaver hf. hefur hafið innflutn-
ing á nýrri gerði fjórhjóla sem
bera heitið Puma. Puma-fjórhjólin
eru léttbyggð - vega aðeins um 215
kg. Þau eru búin fjórgengis 10 kW,
230 cc bensínmótor með raf- og
handstarti. Gírkassinn er með
vökvakúplingu, 5 gírum áfram og
einum aftur á bak. Afl til afturöx-
uls er flutt með drifskafti sem er í
lokuðu húsi. Stuðaragrind er
framan á hjólinu og það er einnig
með bögglabera að framan og aft-
an, auk festingar fyrir dráttarkúlu
á afturhásingu. Góður ijósa- og
bremsubúnaður er einnig á Puma-
hjólinu. Vélaver hf. fékk fyrstu
Puma-fjórhjólin fyrir um mánuði
og hefur á þessum stutta tíma af-
hent 25 hjól, en auk þess bíða
fleiri pantanir afgreiðslu hjá fyrir-
tækinu. Sérstakt kynningarverð
er á hjólunum, eða aðeins kr.
413.000 með skatti og skráningu.
Kaupendur hjólanna hafa verið
sumarbústaðaeigendur, veiði-
menn, bændur og ýmsir þéttbýlis-
búar sem eiga eða hafa aðgang að
bújörðum. Vélaver verður í dag,
laugardag, frá kl. 10-16, með sér-
staka sýningu og reynsluakstur á
Puma-fjórhjólum í Lágmúla 7,
Reykjavík, og hjá Vélaveri hf. á
Akureyri. -GG
Suzuk
Baleno Wagon 4x4
Skr. 8/99, ek. 75 þús.
Verð kr. 1140 þús.
Suzuki Baleno GLX, 4 d., bsk.
Skr. 8/99, ek. 39 þús.
Verð kr. 1150 þús.
Suzuki Jimny JLX, bsk.
Skr. 6/02, ek. 15 þús.
Verð kr. 1480 þús.
Suzuki Wagon R+ 4x4.
Skr. 5/00, ek. 13 þús.
Verð kr. 890 þús.
Suzuki Grand Vrtara 2,0, bsk.
Skr. 6/01, ek. 67 þús.
Verð kr. 1790 þús.
Suzuki Vitara JLX, 5 d., bsk.
Skr. 6/00, ek. 74 þús.
Kr. 1290 þús.
Ford Fiesta Flair, bsk.
Skr. 11/96, ek. 85 þús.
Verð kr. 495 þús.
Skoda Octavia Elegance, ssk.
Skr. 10/02, ek. 1 þús.
Verð kr. 1890 þús.
Alfa Romeo 156, bsk,
Skr. 9/98, ek. 60 þús.
Verð kr. 1180 þús.
Nissan Primera Comf., bsk.
Skr. 7/01, ek. 25 þús.
Verð kr. 1490 þús.
Sjáðu fleiri á suzukibilar.is
$ SUZUKI
---///y*-------------
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunni 17, simi 568-5100