Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Page 49

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Page 49
I K- 1 | r Madonna í kjölfar Jackos Þær sögusagnir svífa nú fjöllum hærra að Madonna verði næsta við- fangsefni þáttagerðarmannsins Mart- ins Bashirs sem nýlega gerði mjög svo opinskáa heimildamynd um poppprinsinn Michael Jackson. Þetta mun vera staðfóst ætlun Bashirs þrátt fyrir að hann hafi áður fengið leikkonuna Liz Hurley til þess að samþykkja það að koma fram í slíkum þætti en Bashir sér Madonnu fyrir sér sem betri kost til þess að fylgja eftir Jacko-þættinum. Bashir hefur þegar hafið undir- búning þáttarins og hefur hann ásamt upptökuliði ITV-sjónvarps- stöðvarinnar elt Madonna á röndum síðustu sex mánuðina. Samningaviðræður munu einnig komnar á skrið og segist Bashir meira en bjartsýnn á að samningar náist fyrr en seinna þannig að íljót- lega verði hægt að hyrja alvöru upp- tökur. „Bashir hefur lengi verið að vinna að þessu og hefur þegar rætt við nokkra nána vini og kunningja Madonnu bæði í Los Angeles og London," sagði einn samstarfsmanna Bashirs og bætti við að umræddir vinir söngkonunnar hefðu sett ströng skilyrði fyrir viðtölum sem yrðu að- eins birt með hennar samþykki. Þrátt fyrir fjaðrafokið eftir Jacko- þáttinn segist Madonna sjálf vera upp með sér yfir því að maðurinn sem tók frægt viðtal við Díönu prinsessu skuli vilji tala við sig. Robbie er aftur laus og liðugur Islandsvinurinn, kvennagullið og stórpopparinn Robbie Willi- ams hefur látið þau boð út ganga að hann sé laus og liðugur og að leita sér að eiginkonu. Ekki er þó ástæða fyrir breskar stúlkur að gera sér neinar vonir því piltur- inn lét það jafnframt fylgja með að hann ætlaði að einbeita sér að Ameríku I leitinni að viðeigandi konu. Bobby gaf út yfirlýsingu sína í viðtali við breska dagblaðið Daily Mirror, fljótlega eftir að staðfest var að upp úr sambandi hans og nýsjálensku fyrirsætunnar Rachel Hunter, fyrrum eiginkonu hrukkupopparans Rods Stewarts, hefði slitnað. Rachel heldur þvi fram i við- tali við glanstímaritið Hello að skilnaðurinn hafi verið í mestu vinsemd og að þau séu enn góðir vinir. LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 H&lgarblctð 3OV Philips Hágæða bílaperur .50% meira Ijós á veginum Ljósadaqar Ljóskastarar / Vinnuljós www.stilling.is @J Stilling SIMI 577 1300 • DALSHRAUNI 13 ■ SlMI 555 1019 SlMI 483 1800 • SMIÐJUVEGI 68 • SlMI 544 8800 ■fcr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.