Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR LAUOARDAGUR 26. JÚNÍ2003 Týndir kettir á GÆLUDÝR: Kattholt hefur opnað upplýsingavef á slóð- inni www.kattholt.is. Heima- síðunni er ætlað að þjónusta kattaeigendur um land allt. „Mikilvægasta hlutverk hennar er að aðstoða þá sem týnt hafa heimiliskettinum og liðsinna þeim sem hug hafa á að taka að sér kisu sem getur búið við gott atlæti. Með tilkomu Netið heimasíðunnar gefst fólki, sem tapað hefur ketti, kostur á að sjá myndir af öllum óskiladýr- um sem dvelja í Kattholti og þeir sem áhuga hafa á að ætt- leiða kött geta einnig séð myndir af heimilislausum dýr- um," segir Sigríður Heiðberg í Kattholti. Hún segir að árlega komi á milli 500 og 600 kettir í athvarfið. KATTHOLT: Sigríður Heiðberg ásamt Emil i Kattholti. Dagpassar og grísir SKEMMTUN: Meðtilkomu nýrra leiktækja í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á liðnum misserum hefur þörfin fyrir dagpassa orðið meiri og nú á laugardaginn verður í fýrsta sinn hægt að kaupa slíkan passa. Handhafi dagpassa get- ur farið eins oft og hann vill í öll leiktækin einn dag enda hafi viðkomandi aldur og hæð til. Dagpassinn kostar 1500 krónur. Þá er von á fjölgun hjá gyltunum Emblu og Eyrúnu á næstu dögum. Gyltur eignast að meðaltali tíu til fjórtán grísi í hverju goti og ganga með í 114 daga, þ.e. þrjá mánuði, þrjár vikur og þrjá daga. Aðstandendur Undralands 2003 leggja fram stjórnsýslukæru Telja sýslumann brjóta lög Aðstandendur tónlistarhátíð- arinnar Undralands 2003, sem fyrirhuguð var á Melgerðismel- um í Eyjafirði um verslunar- mannahelgina, hafa lagt fram stjórnsýslukæru vegna óviðun- andi afarkosta og síbreytilegra skilyrða af hálfu Sýslumanns- embættisins á Akureyri. Telja þeir að embættisfærsla sýslumannsins hafi einkennst af valdhroka og valdníðslu sem eigi ekki sinn líka í íslensku nútíma- samfélagi. í kærunni segir að eftir margra vikna flækjufótarhátt, þar sem hvert skilyrðið á fætur öðru hafí verið lagt fram af sýslumanni en jafnharðan uppfyllt af aðstand- endum, hafi verið gripið til þess af hálfu embættisins að krefja móts- haldara um 8,5 milljónir króna með fyrirframgreiðslum eða bankatryggingum vegna umfram- launa lögreglumanna sem ætlað var að gegna vöktum á hátíðinni. „Mótshöldurum voru með þessu settir áður óþekktir afarkostir og það aðeins tveimur vik- um fyrir fyrirhugað mót" í ákærunni segir að löggæsla í landinu hafí til þessa verið greidd af skattfé almennings samkvæmt gildandi lögum og að reglugerðir um annað styðjist við afar veika og hæpna lagastoð. í kærunni segir enn fremur að mótshöldurum hafí með þessu verið settir áður óþekktir afarkostir og það aðeins tveimur vikum fyrir fyrirhugað mót sem þó var útilokað að segja til um hvort nokkra aðsókn fengi. Sýslumaður hefði ekki verið til umræðu um neins konar þrepa- kerfí á greiðslum eða tryggingar að hluta í formi ávísana eins og sjálf- sagt væri talið á öðrum stöðum á landinu. Mikið tjón Þeir benda á að hátíðinni Einni með öllu á Akureyri sé ekki gert að greiða neitt vegna aukinnar lög- gæsluþarfar og Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum greiði aðeins um þrjár milljónir. Mestur er þó skaði þeirra fjölmörgu tón- listarmanna sem höfðu skuldbundið sig en sitja nú uppi atvinnulausir á elleftu stundu. Aðstandendur hátíðarinnar segja Ijóst að sýslumaðurinn hafi engan vilja til að greiða fyrir hátíð- inni og að sú afstaða hans hefði betur verið sögð berum orðum og hreint út þegar í upphafí. Slíkt hefði getað sparað fjölda manns margra vikna vinnu sem nú sé fyr- ir gýg, að ekki sé minnst á þær fjár- hæðir sem lagðar hafi verið fram vegna auglýsingagerðar og birting- arsamninga en þær nemi alls á aðra milljón króna og séu nú að mestu glatað fé. Mestur skaði sé þó þeirra íjölmörgu tónlistarmanna sem hefðu skuldbundið sig en sitji nú uppi atvinnulausir á elleftu stundu. Þeir telja að sýslumaður- inn hafi gerst brotlegur við lands- lög með augljósri hlutdrægni, fyr- irslætti og skorti á vilja til að greiða fyrir þeim sem efna vildu til metn- aðarfitllrar hátíðar og höfðu sann- anlega uppfyllt öll þau skilyrði sem sett voru fyrir leyfísveitingu. ertakristin@dv.ls Þverbit framan hægra Síríus rjómasúkkulaði er ferðafélagi íslendinga númer eitt. Þér standa fimm freistandi tegundir til boöa í sigildum lOOg og 200g umbúðum. Hvernig sem þú velúr að bíta í uppáhalds Sírius rjómasúkkulaðið þitt skaltu njóta þess og hafa það gott í sumar. ®ÞS NÓI SÍRÍUS FENGURiNN: Albert Reimarsson og Friðmundur Helgi Guðmundsson með hákarlinn. DV-mynd hiá Veiddu 6 metra langan hákarl: Margvafði sig í línuna Stærðar hákarl var dreginn að landi á Dalvík á dögunum. Skipverjar á Bergi Pálssyni Ifá Dal- vík, Friðmundur Helgi Guðmunds- son og Albert Reimarsson, fengu stærðar hákarl íveiðiferð á dögunum. Ekld það að þeir hafi verið á höttun- um efdr slíkum afla heldur flækú há- karlinn sig f línunni sem þeir höfðu lagt á vestara Kolbeinseyjargrunninu. Að sögn Alberts hafði hákariinn margvafið sig í línuna. „Við áttum í mesta basli með að losa hann, enda var hann engin smásmíði. Hann var um sex metrar á lengd og tonn að þyngd," sagði Albert. Að lokum tókst þeim félögum þó að ná hákarlinum að bátshlið og drógu þeir hann síðan úl lands. Að sögn Alberts var magi hákarlsins yfir- fullur af þorski. Hann segir ljóst að há- karlar séu í harðri samkeppni við sjó- menn um þorskstofninn. Hákarlinn fór í verkun hjá Reimari Þorleifssyni á Dalvík. Þetta kvað vera stærsú hákarl sem hann hefur verkað á ferh sínum. -hkí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.