Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 20
20 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ2003 Fræðslan og ferðalagið saman í eitt: Sumargetraunin Að sitja kyrr á sama stað en samt að vera að ferðast, kvað skáldið forðum. Slík ferðalög geta oft verið áhugaverð, það er að viða að sér fróðleik um landið og sögu þess. Raunveru- legt ferðalag verður síðan fyrir vikið miklu skemmtilegra búi maður yfir slíkum fróðleik. Hverri þeirra nítján mynda sem eru á þess- ari síðu fylgir ákveðin spurning og svarið er ákveðið sérnafn. Fyrsti stárfurinn í því er lyk- ill að ákveðnu lausnarorði, sem er alls nítján starfír. Það orð tengist ferðalögum um þenn- an tíma sumars. Verðlaunin í þessari getraun eru ekki af verri endanum, þrjár ágætar bækur sem Edda útgáfa leggur til. Svör í þessari getraun þurfa að hafa borist blaðinu fyrir 8. ágúst en lausnin og nöfn vinningshafa verða birt hér í DV að tveimur vikum liðnum. Svör má senda hvort heldur sem er í pósti eða tölvupósti en neðst á síðunni má sjá hvert senda á lausn- ina. Úti við ysta haf í Selvogi er þessi kirkja sem þykir hafa meira seið- magn en flest önnurguðshús og vera einstök til áheita. Hafa þau gert kirkjuna að eipni þeirri stöndugustu á landinu af ver- aldlegum auði - og kannski and- legum líka. Hver er kirkjan? Hann hefur setið í borgarstjórn í meira en tuttugu ár og sannar sjálfur best að hinir síðustu verða stundum fyrstir. Hver er þessi maður sem fyrir skemmstu var valinn leiðtogi sjálfstæð- ismarina í borgarmálum? Þessi tilgátubær er í Haukadal í Dölum. Hann er byggður í samræmi við hugmyndir um hvernig hús á þessum stað hafi verið árið 1000, þegar þar bjó sá maður sem fyrst- ur íslendinga nam Grænland. Bærinn dregur nafn sitt af nafni mannsins, sem var hver? Hann var einn dáðasti söngvari á ís- landi á bítlatimanum og söng lög sem urðu afar vinsæl, svo sem Gvendur á Eyrinni. Hann söng m.a. með Sextett Ólafs Gauks, en þar áður Dátum. Hver var söngvarinn? Þetta er eitt mesta fuglabjarg landsinsog enn eru sótt í það egg. Al- þekkt er björg- unarafrekið undir bjarginu 1947 þegar breski togarinn Doon strandaði þar. Landfræði- lega er þetta vestasti oddi Evrópu. Hvert er bjargið? Neðst í Þjórsá er þessi lági en tignarlegi foss. Um hann stekkur lax en ósagt skal látið hvort urriði gerir það líka. Þetta náttúruvætti hefur verið I fréttum vegna hugmynda um virkjun sem gætu breytt ásýnd fossins. Hvað heitir hann? Austur við Þingvallavatn, þaðan sem þessi mynd er, ólgar jörðin og undir yfirborðinu er jörð funheit. Á þessum slóðum er mikið orkuver og þaðan kemur ■ mikill hluti þess vatns sem borgarbúar orna sér við. Hvert er orkuverið? Kaupstaöur þessi er einn sá fjölmennasti á landinu og höfuðstaður Norðurlands. (búar þar eru um fimmtán þúsund talsins og er heldur að fjölga. Kristján Þór Júll- usson er bæjarstjóri. Hver er bæinn? Kauptúnið, sem hér sést á mynd, er nyrst á Melrakka- sléttu í Norður-Þingeyjarsýslu. Það er norður við ysta haf en var I fréttum fyrr Lsumar vegna sviptinga þar í atvinnumálum. Hver er þessi staður? Hér sjáum við bæ og kirkjustað í Fljótshlið sem er frægastur fyrir það að endur fyrir löngu bjuggu þar hjónin Gunnar Hámundarson og Hallgerður. Fyrir kinn- hest léði hún honum ekki lokk úr hári slnu á ögurstund og varð það Gunnars bani. I hvaða sögu segir af því? Austur á Héraði er þetta byggðarlag sem er í raun höf- uðstaður Austurlands. Þar er veðursæld mikil og grænir skógarlundir hvarvetna. Hverer bærinn? í innbænum á Akureyri er þetta fallega timburhús. Það er þekkt fyrir að þar ólst upp að hluta Jón Sveinsson sem skóp (slandi frægð með bókum sem náðu vin- sældum vlða um lönd. Hvað var Jón yfirleitt nefndur? Víða er fallegt í Dölum og söguleg- ir staðir eru ófáir, svo sem Krosshól- ar, þaðan sem þessi mynd er. Þar var bænastaður Auðar djúpúðgu. Annar kvenskörungur úr héraðinu erGuð- rún Ósvífursdóttir sem mjög kemur við eina af fræg- ustu (slendinga- sögunum. Hverer hún? Innst í Arnarfirði á Vestfjörðum er virkjun sem hér sést á mynd og vatnið sem til hennar rennur kemur af há- lendi Vestfjarðakjálkans. Vestfirðingar fá yl og orku frá aflstöö þessari. Hvað heitir hún? Frægasti fót- boltamaður (s- landssögunnar. Kaupsýslumað- ur og ólíkinda- tól I stjórnmál- um, bæði á vettvangi borg- ar- og lands- mála. Elskaður og hataður. Fæddur 1923 og lést 1994. Hver var mað- urinn? Svipmynd þessi er úr hverfi þeirra borgara sem ef til vill eru hvað efnaðastir. Það er í Garöabæ og stendur byggðin á nesi sem skagar út í sjóinn. Hvað heitir nes- ið? *»*■ «*sjj pwi 15 Þetta fallega fjallavatn er norður í Öxnadal. Það stend- ur nærri Hrauni I Öxnadal og dregur nafn sitt af þeim bæ. (vatninu drukknaði snemma á nítjándu öld faöir Jónasar listaskálds Hallgrímssonar. Hvert er vatnið? f um 40 ár hafa templarar haldið hátlðir um verslunar- mannahelgina austur (Landsveit og svo verður í ár sem endranær. Mótssvæðið er í fögrum skógi við Heklurætur. Hver er staðurinn? Fjall þetta og náma er austur (Ölfusi. Það dregur nafn sitt af Ingólfi Arnarsyni, fyrsta landnámsmanninum, en undir fjallinu er sagt að hann hafi haft vetursetu áður 3 4 6 8 9 10 11 12 13 14 15 161718 19 Nafn: Heimilisfang: Símanúmer: DV-Ferðagetraun Skaftahlíð 24 104 Reykjavlk eöa sumargetraun@dv.is VINNINGAR HÓTELGISTING Gisting á tveggja manna herbergi með baði I eina nótt á Hótel Eddu, ásamt morgunverði fyrir tvo. Hótelin eru fimmtán talsins og í öll- um landshlutum UM VfÐERNI SNÆFELLS Bókin Um vlöerni Snæfells eftir Guðmund Pál Ólafsson. Ljósmyndir af svæðinu norðan Vatnajökuls, eftir Friðþjóf Helgason, Jóhann (sberg og Ragnar Axelsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.