Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 10
10 SfóBUN LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ2003 : Þrengt að Reykjavíkurbörnum Óánægju gætir meðal foreldra í Reykjavík vegna lokunar gæsluvalla á vegum borgarinnar. Undirskriftalistar hafa gengið um hverfin þar sem mótmælt er fyrirhugaðri lokun. Foreldrar telja að lokun og fækkun gæsluvalla komi illa við foreldra og börn þeirra, sérstaklega lokun að sumarlagi þar sem leikskólum borgarinnar er lokað á sama tíma. Aðgerðir borgaryfirvalda í sumar hafa þrengt að börnum. Öllum leikskólum borgarinnar, að einum undanskildum, hefur verið lokað í einn mánuð í sumar. Það er mikil skerðing á þjón- ustu, skerðing sem víða kemur sér illa. Ekld er sjálfgefið að foreldrar geti farið saman í frí á þeim tíma sem leikskólunum er lokað. Auk þess setur þessi sumarlokun mikla pressu á fyrirtæki í borginni. Ásókn í frí á þeim tíma sem leikskól- arnir eru lokaðir verður óeðlilega mikil. Erfitt getur verið að hafna beiðni fólks um frí þetta tímabil enda eiga margir vinnandi foreldrar ekki í önnur hús að venda með börn sín. Sum- arlokun leikskóla er ekki sambærileg við sumar- lokun grunnskóla. Eldri börn og unglingar hafa ekki sömu umönnunarþörf og þau yngstu. Þegar við leikskólalokunina bætast fyrirhug- aðar lokanir gæsluvalla vandast málið. I það ör- yggi og athvarf hafa margir leitað með börn sín. Þar hefur mátt treysta á gæslu barnanna enda yíirlýst markmið með rekstri gæsluvalla borgar- innar að gefa börnum tækifæri til frjálsra og þroskavænlegra útileikja í félagsskap jafnaldra undir eftirliti trausts starfsfólks. Aðsókn að gæsluvöllum borgarinnar hefur að sönnu dreg- Þegar við leikskólalokunina bæt- ast fyrirhugaðar lokanir gæslu- valla vandast málið. íþað öryggi og athvarf hafa margir leitað með börn sín. ist saman en það breytir ekki því að á liðnu ári voru heimsóknir á gæsluvellina rúmlega 63 þúsund. Á fundi leikskólaráðs í liðnum mánuði var ákveðið að halda þeirri stefnu sem samþykkt var í nóvember síðastliðnum að hætta rekstri gæsluvalla í núverandi mynd. Á vegum Leik- skóla Reykjavíkur eru nú starfræktir tólf gæslu- vellir fyrir börn á aldrinum tveggja til sex ára. Ný ffamtíðarskipan felur í sér að gæsluvöllun- um verði fækkað í áföngum þannig að frá hausti næsta árs verði þeir aðeins fimm, einn í hverju borgarhverfi. Gangi þetta eftir blasir vandi við mörgum for- eldrum, að minnsta kosti ef sumarlokun leik- skólanna verður fest í sessi. Rök borgaryfirvalda fyrir lokun gæsluvalla hafa verið þau að minni eftirspurn eftir þjónustu þeirra haldist í hendur við fjölgun leikskólarýma. Þau rök halda að minnsta kosti ekki ekki þann tíma sem leikskól- um er lokað. Haft hefur verið eftir framkvæmdastjóra Leik- skóla Reykjavíkur að ekki hafi verið tekin end- anleg ákvörðun um hvort sama fyrirkomulag verði á lokun leikskóla í framtíðinni. Skýrsla verði unnin í sumarlok um það hvernig breyt- ingin hafi gengið og mælst fyrir. Fram hefur komið hjá framkvæmdastjóran- um að fé sparist með sumarlokunum leikskól- anna. Vafasamt er hins vegar að sá sparnaður réttlæti slíka lokun til frambúðar. Miklar breyt- ingar hafa orðið á högum fólks, samfélagsgerð- in er önnur en áður var. Hin almenna regla er að báðir foreldrar vinni utan heimilis. Því verð- ur að treysta á samfellda þjónustu leikskólanna. Ábendingar um að fjárhagslegur ávinningur leikskólanna vegna sumarlokana sé lítill og fag- legar ástæður umdeildar, auk óánægju foreldra, hljóta að kalla á endurskoðun fyrri ákvarðana. 1 Hver hugsar um börnin? að hafa í huga að tíminn skiptir börnin miklu máli. Sú spurning vaknar hversu lengi eigi að gefa for- eldrum sem hafa ekki getað sinnt börnum sínum á fullnægjandi hátt tækifæri til þess að ná tökum á uppeldishlutverkinu. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að því miður sé ofmikið um það að yfirvöld grípi ofseint inn í slíkar aðstæður. Hversu lengi geta börnin beðið? Hér vegast á hagsmunir foreldr- anna annars vegar og hagsmunir barnanna hins vegar. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að því miður sé of mikið um það að yfirvöld grípi of seint inn í slíkar aðstæður. Heil- brigðis- og félagsmálayfirvöld verða að búa yfir nauðsynlegri þekkingu og hæfni tU þess að taka á vandanum áður en það er of seint, áður en bömin em komin í hættu á sínu eigin heimili. Ef barnavernd- aryfirvöld gmnar að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska geti verið hætta búin vegna van- rækslu eða vanhæfni foreldra er þeim skylt að kanna málið án tafar og gera viðeigandi ráðstafanir. Afskipti yfirvalda Þær raddir hafa verið háværar að undanförnu sem tala um rétt for- eldra til að hafa börnin sín hjá sér án afskipta yfirvalda. Hafa þessar raddir bent á að alls konar óhæft fólk fái að halda börnum sínum án þess að yfirvöld aðhafist þar nokk- uð. Mikilvægt er að fara varlega í allri umræðu um svo viðkvæm mál sem barnaverndarmál em, en í þeirri umræðu verða menn alltaf að hafa í huga þá meginreglu að hagsmun- ir barnanna skuli alltaf að vera í fyr- irrúmi. Þótt það samrýmist ekki alltaf hagsmunum foreldranna má aldrei slaka á þeirri kröfu að fyrst og fremst sé hugsað um það sem börnunum sé fyrir bestu. Til þessa höfum við þar til bær yfirvöld og verðum að treysta því að þau sinni störfum sínum á hlutlausan og fag- legan hátt. RITSTJÖRNARBREF Erla Kristín Árnadóttir blaðamaður - eka&dv.is Barnaverndarmál eru gífur- lega viðkvæm og erfið mál. Þau eru yfirleitt mjög tilfinn- ingaþrungin, enda oftast ver- ið að fjalla um það mikilvæg- asta í lífi fólks: börnin. í slíkum málum vegast á mis- munandi hagsmunir: hagsmunir fjölskyldunnar, hagsmunir foreldr- anna og hagsmunir barnanna. Spurningin er hvort þessir hags- munir fari ávallt saman. Ef barna- verndarlögin eru skoðuð sér maður að rauði þráðurinn í þeim er að hagsmunir barnanna skuli ávallt hafðir í fyrirrúmi í starfsemi barna- vemdaryfirvalda og beita skal þeim ráðstöfunum sem ætla má að séu barni fyrir bestu. Slíkt mat verður að fara fram með hagsmuni barnanna að leiðarljósi en auðvitað verður jafnræðis og samræmis einnig að vera gætt. Lögin kveða á um að foreldrum beri að búa börnum sínum viðun- andi uppeldisaðstæður og gæta velfarnaðar þeirra í hvívetna. Markmiðið með lögunum er að tryggja að börn sem búa við óvið- unandi aðstæður fái nauðsynlega aðstoð. Mikil áhersla er lögð á að styrkja fjölskyldur í uppeldishlut- verki þeirra en meginreglan er þó sú að börn eigi að alast upp hjá kynforeldrum sínum. Mat á hæfni foreldra Foreldrar em eins misjafnir og þeir em margir. Alltaf em einhverj- ir sem ráða ekki við foreldrahlut- verkið einhverra hluta vegna og geta ekki veitt börnum sínum það öryggi sem þau þurfa á að halda. Hins vegar er vandasamt að meta hverjir séu hæfir foreldrar og hverj- ir ekki. Ekki er hægt að setja einn að gæta þess að almenn úrræði til stuðnings fjölskyldu séu reynd áður en gripið er Barnaverndaryfirvöld þurfa í störfum sínum til annarra úrræða. mælikvarða á hæfni þeirra til þess að ala upp börnin sín heldur verður ávallt að meta hvert mál sérstak- lega. Slíkt mat verður að fara fram með hagsmuni barnanna að leiðar- ljósi en auðvitað verður jafnræðis og samræmis einnig að vera gætt. Starf barnaverndaryfirvalda felst fyrst og fremst í því að athuga hvorn börn séu í hættu og grípa til nauðsynlegra ráðstafana ef svo reynist. í slíkum tilvikum er byrjað á því að koma börnunum í ömggt umhverfi og síðan er reynt að veita foreldmm þá aðstoð sem þeir þurfa. Mikilvægt er að yfirvöld gæti þess að grípa ekki til þvingunarráð- stafana ef hægt er að veita fjöl- skyldum stuðning á annan og væg- ari hátt. Samkvæmt upplýsingum Þrátt fyrir að lögin kveði á um mikilvægi þess að veita fjölskyld- um stuðning er mikil- vægt að hafa í huga að tíminn skiptir börnin miklu máli. frá barnaverndarstofu er lang- algengast að yfirvöld gri'pi til þess úrræðis að leiðbeina foreldrum um uppeldi og aðbúnað barna og þá aðallega vegna lakra uppeldisað- stæðna af einhverjum toga, m.a. vegna vanrækslu. Þá em einnig fyr- if hendi ýmis stuðningsúrræði fyrir fjölskyldur, eins og að skipa þeim sérstakan tilsjónarmann eða veita þeim aðstoð á vistheimilum. Hagsmunamat Þrátt fyrir að barnaverndarlögin kveði á um mikilvægi þess að veita fjölskyldum stuðning er mikilvægt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.