Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ2003 SKOÐUN 11
tLAUGARDAGSPISTILL
Jónas Haraldsson
aðstoöarritstjóri - jhar@dv.is
Verslunarmannahelgin er um
næstu helgi með öllu sínu
æði, ferðalögum, ryki, tjöld-
um, prímusum, nesti, djammi
og djúsi. Unglingarnir eru
þegar byrjaðir að gera klárt
en foreldrarnir eru í öngum
sínum.
Þessi helgi er þekkt í íslandssög-
unni sem mesta sukkhelgi ársins.
Hún er eins konar manndóms-
vígsla ungs fólks. Lifi það svallið af
telst það fullorðið. Sem betur fer
komast flestir klakklaust frá þess-
um sumarævintýrum en hætt er við
að hár foreldra gráni lítið eitt með-
an á þeim stendur. Var verslunar-
mannahelgin ekki kölluð hátíð orgs
og ælu eitt árið?
Missir transistora
Ég gekk í gegnum slíka vígslu íyr-
ir margt löngu. Þá voru helstu orgi-
ur í Þórsmörk og Húsafelli. Ég valdi
Húsafell, gott ef ekki fermingarárið.
Við fórum þangað, félagamir,
sennilega í rútu, þótt ég muni það
ekki sérstaklega. Við vorum upp-
strflaðir, klárir í allt, með tjald og
svefnpoka. Ég tók nýja transistor-
útvarpið með. Það var handhægt
og gekk fyrir rafhlöðum.
Dátar spiluðu. í því bandi vom
helstu hetjur samtímans undir
dyggri forystu Rúnars Gunnarsson-
ar söngvara. Sá hæfileikarfld lista-
maður dó ungur en lögin hans lifa
enn. Aðrir hafa endurflutt þau ný-
lega. „Gvendur á eyrinni" stendur
alltaf fyrir sínu og ekki síður lagið
„Það er svo undarlegt með unga
rnenn". Yrkisefnið er sígilt, enda
lflct á komið með ungum mönnum
nú og þá, „í ungum stúlkum þeir,
verða bálskotnir enn".
Hátíð þessi er mér að mestu
gleymd. Þó man ég eftir skóginum í
Húsafelli, danspöllum og nætur-
göltri. Hvorki mér né félögunum
varð meint af en hitt vissi ég áður
en heim var haldið að transistor-
útvarpinu hafði verið stolið, ger-
seminni sem ég fékk í fermingar-
gjöf. Eignarrétturinn er ekki mikils
metinn á útihátíðum.
Aukaslag í hjarta
Síðan hef ég lítt leitt hugann að
útihátíðum nema þá helst þegar ég
hef reynt að koma í veg fyrir að mín
eigin böm sæktu eina slíka. Það
hefúr gengið misjaftflega enda
þurfa væntanlega allir að prófa. Þó
sótti ekkert þeirra eldri þess konar
hátíð fermingarárið, sem betur fer.
Ég er ekki viss um að samkomumar
séu hollar fermingarbörnum.
Yngsta barnið, yngri dóttir okkar
hjóna, er hins vegar nýfermt. Ég er
svo saklaus að ekki hvarflaði að
mér að sú góða stúlka væri svo lfk
föður sínum að hún gæti hugsað
sér að fara á útihátíð um verslunar-
mannahelgi, það merka ár í lífi
hvers unglings. Enda hefði það ekki
komið til greina, að minnsta kosti
ekki á hefðbundna sukkhátíð.
Stúlkan nefndi þó við foreldra
sfna fyrir nokkm að hún hefði hug á
að sækja hátíð úti á landi um versl-
unarmannahelgina. Hjörtun slógu
aukaslag en okkur létti þegar hún
tiltók að ferðinni væri heitið á ung-
„Er ekki rétt að þú
keppir í einhverju, elsk-
an, fyrst við förum á
annað borð á íþrótta-
mót?"
lingalandsmót Ungmennafélags ís-
lands sem haldið verður á ísafirði
um næstu helgi. Stúlkan hefúr
stundað ftjálsar íþróttir af kappi,
æft vetur jafnt sem sumar og vill nú
uppskera í keppni við jafnaldra
sína um leið og hún sýnir sig og sér
aðra í höfuðstað Vestfjarða.
Brogaður íþróttaferill
Landsmót ungmennafélaganna
geta ómögulega talist til svallhá-
tíða. Þetta em fjölmenn og vel
skipulögð íþróttamót en gleði og
gaman um leið. Þjálfarar fylgja
keppendum og foreldrarnir bíða á
hliðarlínunni. ísafjarðarferðin var
því samþykkt án vífilengja, enda
verðum við foreldrarnir með í för. Á
Húsafelli þá og ísafirði nú er regin-
munur.
„Er ekki rétt að þú keppir í ein-
hverju, elskan, fyrst við fömm á
annað borð á íþróttamót?" sagði
konan og beindi orðum sínum til
mín. Dóttir okkar hafði þá sagt okk-
ur frá því að hún myndi keppa í
hlaupum, spjótkasti og kúluvarpi.
„Hvað áttu við?“ sagði ég við kon-
una og vissi ekki alveg hvar ég hafði
hana. Hún veit eins vel og ég að síð-
asti kappleikur minn í knattspyrnu
var í 5. flokki A með Vfldngi gegn
KR. Þá var ég í barnaskóla. Við Vík-
ingarnir töpuðum. Þá tel ég ekki
með handboltaleikinn sem ég lék
nálægt tvítugu. Þá vantaði menn í
Vfldngsliðið. Gönflum félögum var
því skrapað saman. Við töpuðum
24-5 gegn Ármanni. Það verður að
segja eins og er, með fúllri virðingu
fyrir íþróttafélaginu Ármanni, að
langt er síðan það var stórveldi í
handknattleik. Samt möluðu þeir
okkur félagana svona herfilega.
Raunar náðum við lokamarkmiði
okkar í leiknum, að tapa ekki með
tuttugu marka mun. Ég sá því,
vegna þessarar reynslu, ekki beina
tengingu við þátttöku mína í íþrótt-
um á opinberu móti og sagði kon-
unni það.
Medalía í stofuna
„Ég man ekki betur," hélt eigin-
kona mín áfram, „en ég ræki augun
í það í auglýsingu frá landsmótinu
að sýnd yrði grísk-rómversk glíma.
Hvernig ert þú í henni?" Ég lét sem
ég heyrði ekki spurninguna. „Nei,"
sagði konan og var sem hún hugs-
aði upphátt, „þú ert sennilega ekki
rétt byggður fyrir hana. Þessir
glímukappar eru vel vöðvafylltir og
þéttir á velli. Það verður nú ómögu-
lega sagt um þig, minn kæri, að þú
sért þannig í laginu."
Konan var hugsi um stund en
varð síðan í framan eins og hún
hefði fengið uppljómun: „Nú veit
ég í hverju þú keppir. Þú ert alltaf
að monta þig af því að hafa keyrt
traktor í sveitinni frá því þú varst
tíu ára, bakkað með heyvagna og
múgavélar. Er ekki alltaf keppt í
einhverjum furðuíþróttum á lands-
mótum, meðal annars i dáttarvéla-
akstri, aftur á bak og áfram, jafnvel
með kerru í eftirdragi? Þú ert kjör-
inn í það. Ég sé ekki annað en þú
sért öruggur sigurvegari og ekki
vantar þig keppnisskapið. Þarna
færðu að minnsta kosti tækifæri til
að vera í þessum gamla Víkings-
búningi þínum."
Konan ljómaði í framan þegar
hún hélt áfram, nánast eins og hún
væri komin á keppnisbrautir ísa-
Qarðar. „Sérðu fyrir þér fyrirsagn-
irnar í blöðunum að loknu lands-
móti?" sagði hún: „Gamli Víkingur-
inn ósigrandi í dráttarvélaakstri"
eða „Spilaði á jafnaldra sinn,
Fergusoninn, eins og hljóðfæri".
„Hvað segirðu um þetta, íþrótta-
hetjan mín? Væri ekki æðislegt að
eiga svona úrklippu til að festa
framan á kæliskápinn? Medalíuna
myndum við ramma inn og hafa í
stofunni. Þú átt nú ekki það mikið
af verðlaunapeningum."
Æfingin skapar meistarann
„Slakaðu aðeins á," sagði ég við
konuna og reyndi að koma henni
niður á jörðina á ný. „í hvaða grein
myndir þú þá keppa?" spurði ég.
„Ja,“ sagði konan, „ætíi ég tæki ekki
þátt í því sem ég hef æft mig í, á þér
og krökkunum í þrjátíu ár, og
keppti í pönnukökubakstri með
tveimur pönnum. Þið hafið svo
sem haldið mér í æfingu."