Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 26. JÚU2003 OV HELGARBLAB 39
Herra ísland, Sverrir Kári Karlsson, er nú í óða-
önn að búa sig undir keppnina M International
þar sem hann mun mæta 39 öðrum fjatlmynd-
arlegum mönnum í The Millenium Dome í
London 23. ágúst. Undirbúningurinn felstm.a. í
heimsóknum í ræktina en hann þarfeinnig að
finna eitthvert atriði fyrir hæfileikakeppni sem er
partur af dagskránni úti.
„Ég er orðinn bæði spenntur og stressaður.
Ég hef heldur aldrei komið til London áður
þannig þetta er allt mjög spennandi," segir
hinn 23 ára gamli Sverrir Kári Karlsson sem
vann keppnina Herra Island hér heima í nóv-
ember í fyrra og er á leið til London í ágúst til
að keppa fyrir íslands hönd í Mr.
International. Þessa dagana er Sverrir á fullu
að búa sig undir keppnina sem felst m.a. í því
að hann mætir í ræktina fimm sinnum í viku,
undir stjórn einkaþjálfara, og svo er hann
einnig farinn að huga að því hvað hann tekur
með sér í ferðatöskunni.
„Við erum 40 þátttakendur í keppninni í ár
og munum koma fram í jakkafötum, í þjóð-
búningi og á sundfötum. Að auki þurfum við
að sýna hæfileika okkar í hæftleikakeppni,"
segir Sverrir, en vill sem minnst segja um það
hvaða hæfileika hann ætli að sýna þarna úti.
„Ég mun finna upp á einhverju sniðugu - og
svo vona ég bara að keppnin verði ekki sýnd í
íslensku sjónvarpi," segir Sverrir og hlær og
bætir við: „Þessi hæfileikakeppni er meira til
gamans, ég held ekki að hún skipti öllu máli
upp á það að vinna."
Alinn upp á Sauðárkróki
Til mikils er að vinna í Mr. International
því fyrir utan peningaverðlaun upp á 600
þúsund eru ýmsir hlutir í boði fyrir sigur-
vegarann, auk atvinnutækifæra í fyrirsætu-
bransanum. Sverrir segist þó alls ekki sjá
módelbransann í neinum dýrðarljóma. Hann
sé í dag að klára sveinsprófið í trésmíði og
hvað taki við eftir það sé í raun óráðið. „Ég
ætla að klára samninginn og svo kemur rest-
in í ljós. Ég horfi ekkert allt of langt fram í
tímann. Það er ekkert víst að ég ákveði að
verða smiður, ég er ekkert endilega búinn að
festa það niður."
- En hvernig kom það til að þú tókst þátt í
keppninni Herra Island í vetur?
„Það var hringt í okkur fjóra félaga í Ár-
bænum og okkur boðið að taka þátt í keppn-
inni og við ákváðum bara allir að slá til. Mað-
ur hefði kannski ekki tekið þátt f þessu ef fé-
lagarnir hefðu ekki gert það líka," segir Sverr-
ir og viðurkennir að upphaflega hafi þeim fé-
lögunum bara fundist þetta vera fyndið en
svo hafi alvaran tekið við.
„Það er alltafeinhver ákveð-
inn hópur sem finnst svaka
flott að vera með í„Herra ís-
land" og það er ekki óalgengt
að einhverjar stelpur sem
komnar eru vel í glas séu að
skjóta á mig í vinnunni á
Vegamótum."
- En fyrst þið fóruð þarna íjórir vinir sam-
an í keppnina, sem þú svo vinnur, eru þá
engin leiðindi á milli ykkar í dag?
„Nei, alls ekki. Við höfðum bara mjög gam-
an af þessu. Einn af þessum strákum lenti í
öðru sæti og annar var kosinn vinsælasti
strákurinn þannig við stóðum okkur bara
vel," segir Sverrir sem segist hafa haldið upp
á sigurinn með því að fara beint á American
Sfyle og hámað i sig daginn eftir.
Sverrir segist þó síður en svo vera einhver
súkkulaðigæi sem spái helst í nýjustu tískuna
í Sautján og herrasnyrtivörur, hann sé í raun
frekar svolítill sveitastrákur í sér. „Já, veistu,
ég væri alveg til í að búa í sveit ef ég fyndi ein-
hverja konu sem væri til í að búa þar með
mér. En ég stórefast um að ég finni slíka konu
hér í höfuðborginni," segir Sverrir og hlær.
Sveitin hefur verið stór hluti af lífi Sverris en
hann er fæddur og uppalinn norður í landi.
Hann bjó fram til tíu ára aldurs á bænum
BARÞJÓNN OG SMIÐUR: Herra (sland er að taka sveinsprófið í trésmíði og vinnur hjá Byggingafyrirtækinu Kanti.
Hann má einnig sjá um helgar á Vegamótum þar sem hann vinnur sem barþjónn.
SÆTUR SVEITASTRÁKUR: Sverrir Kári ólst upp norður í
landi og segist jafnvel vera til í að búa í sveit í
framtíðinni. Hann segist þó ekki planleggja of langt
fram í tímann heldur láti hlutina frekar ráðast
jafnóðum. Fram undan er Mr. International-keppnin í
FRÁ ÚRSLrTAKVÖLDINU: Sverrir Kári fór í keppnina um
Herra (sland ásamt þremurfélögum sínum úrÁrbæn-
um. Hann vann þá alla og hampar nú titlinum herra (s-
land 2002, sem kemur honum áfram í Mr.
International-keppnina í London.
Skála í Sléttuhlíð. Friðrik Þór Friðriksson ku
eiga býlið í dag ásamt öðrum, en bærinn er á
þeim slóðum þar sem kvikmyndin „Börn
náttúrunnar" var tekin. Fram yfir fermingu
bjó Sverrir svo á Sauðárkróki en þá flutti fjöl-
skyldan til Reykjavíkur.
„Veistu, ég væri alveg tilíað
búa í sveit efég fyndi ein-
hverja konu sem væri til í að
búa þar með mér. En ég stór-
efastum að ég finni slíka
konu hér í höfuðborginni."
„Það var fi'nt að búa á Sauðárkróki á sínum
tíma en ég veit ekki hvort ég væri til í að vera
þar í dag," segir Sverrir sem var þó ekki í lé-
legum félagsskap á Króknum á sínum tíma
því meðal bekkjarfélaga hans voru engir aðr-
ir en tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann og
Auðunn Blöndal, sjónvarpsmaður á Popptíví.
„Sverrir Bergmann var ekkert farinn að
syngja á þessum tíma en Öddi var algjör
glaumgosi - ég veit samt ekki hvort hægt sé
að segja að það hafi mátt sjá þetta fyrir með
þá. Ég held allavega að engan hafi grunað að
ég ætti eftir að verða herra Island," segir
Sverrir og glottir þegar hann rifjar upp ýmis
prakkarastrik þeirra félaga á Króknum.
Rokkari sem kann að elda omilettu
I dag býr Sverrir Kári ásamt eldri bróður
sínum, Hauki Loga, sem er formaður
Sambands ungra framsóknarmanna, í Foss-
voginum. Fyrir utan að vinna við smíðar hjá
Byggingafyrirtækinu Kanti afgreiðir Sverrir
aðra hverja helgi á barnum á Vegamótum.
- Hefur líf þitt breyst eitthvað eftir að þú
fékkst þennan titil?
„Ja, vinnufélagar mínir, þeir stríða mér
óspart á titlinum, en það er allt í góðu," segir
Sverrir. Hann neitar því heldur ekki að stelp-
urnar hafi sýnt sér óvenjumikinn áhuga eftir
kosninguna. „Það er alltaf einhver ákveðinn
hópur sem finnst svaka flott að vera með
„Herra íslandi" og það er ekki óalgengt að
einhverjar stelpur sem komnar eru vel í glas
séu að skjóta á mig í vinnunni á Vegamót-
um,“ segir Sverrir og brosir - en gefúr samt
-
ekkert upp með það hvort hann sé á lausu
eða ekki. Það er allavega sannað að Sverrir
hefur útlitið með sér - en hversu gott
mannsefni hann yrði er ekki gott að segja.
„Ég er mjög hreinskilinn og er ekkert að
skafa utan af hlutunum, ég segi yfirleitt bara
það sem mér finnst," segir Sverrir, spurður
um sína mestu kosti. „Ja, ég er alveg liðtækur
í eldhúsinu en bróðir minn er þó betri. Ég
geri alveg indælis omilettur og svo hakk og
spagettí með sérstakri sósu sem er fjölskyldu-
leyndarmál okkar bræðranna," segir Sverrir
sem finnst samt kjötsúpan hennar mömmu
vera besti matur sem hann fær. í frítímanum
æfir Sverrir körfubolta með Fjölni í Grafar-
vogi en hann gaf sér einnig tíma til þess að
fara á Hróarskeldu í sumar sem hann segist
ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum með.
„Ég var hrifnastur af Metallica, enda er ég
rokkari í mér."
Fram undan eru mikil hlaup á milli fyrir-
tækja til að redda hinu og þessu fyrir keppn-
ina, en keppendur verða að bjarga sér sjálfir
varðandi sponsora. „Ég veit ekki hvernig
þetta er hjá íslensku fegurðardrottningunum
en það mætti vera meiri stuðningur við
mann varðandi þessi mál,“ segir Sverrir.
Verslunarmannahelgin verður því bara róleg
að sögn Sverris, hann ætlar í mesta lagi hugs-
anlega að kíkja í stangveiði vestur á land.
„Það sem ég kvíði hvað mest fyrir er að
svara hinum og þessum spurningum dómar-
anna á ensku. Maður fær oft engan tíma til
þess að hugsa sig um þannig það er mikil
pressa á mann að koma vel fyrir," segir Sverr-
ir Kári sem heldur einn út til London þann
fimmtánda ágúst, en foreldrar hans verða
samt líklega í salnum í keppninni sjálfri, hon-
um til halds og trausts. snaeja@dv.is