Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ2003
Synir Saddams drepnir
Skaut borgarráðsmann í NY
ÍRAK: Yfirmaður bandaríska
heraflans í (rak staðfesti um
miðja vikuna að þeir Uday og
Qusay, synir Saddams Huss-
eins, fyrrum (raksforseta, hefðu
verið skotnir til bana í sex
klukkustunda löngum skot-
bardaga í bænum Mosul í
norðurhluta (raks á þriðjudags-
morguninn.
Um 200 manna bandarískt her-
lið, stutt árásarþyrlum, tók þátt
í bardaganum eftir að vls-
bendingar höfðu borist frá
íröskum eiganda hússins, sem
sagðurerfrændi Saddams.
Myndir af líkum bræðranna
voru sýndar oþinberlega í fjöl-
miðlum um allan heim í fyrra-
dag til þess að fullvissa íraskan
almenning um að líkin væru af
þeim og engum öðrum.
NEWYORK: Maðurréðstá
pólitískan andstæðing sinn í
ráðhúsi New York á miðviku-
daginn og myrti hann áður en
lögregla náði að grípa inn í og
skjóta árásarmanninn til bana.
Hinn myrti hét James Davis og
var rúmlega fertugur borgar-
ráðsmaður úr Brooklyn-hverfi.
Hann var þekktur fyrir baráttu
sína gegn ofbeldi í borginni.
Árásarmaðurinn hét Othniel
Askew, 31 árs og höfðu þeir
Davis komið saman til ráðhúss-
ins nokkrum mínútum áður.
Ekki er Ijóst hvers vegna Askew
framdi voðaverkið en hann
hafði ætlað að bjóða sig fram
gegn Davis í forkosningum
demókrata í haust en ekki tek-
ist að safna til þess nógu
mörgum meðmælum.
Pallbílaflótti
FLÓTTAMENN: Tólf flóttamenn
frá Kúbu, með hugmyndaflug-
ið í lagi, reyndu í vikunni að
komastyfirtil Bandaríkjanna á
gömlum Chevrolet-pallbíl sem
þeir höfðu bundið flotholt við.
Mennirnir náðu að komast
rúmlega hálfa leiðina en þá tók
bandaríska strandgæslan á
móti þeim og mun senda þá
afturtil síns heima.
Slátrarinn IdiAmin við dauðans dyr:
Margir Úgandamenn vilja
dansa á gröfinni hans
SLÁTRARINN IDIAMIN: Kannski á heimleið, lífs eða liðinn, eftir áratuga útlegð frá árinu 1979.
FRÉTTAUÓS
Erlingur Kristensson
erlingur@dv.is
Fjölskylda Idi Amins, „Slátrar-
ans frá Úganda", sem nú liggur
helsjúkur á sjúkrahúsi í Jeddah í
Sádi-Arabíu, hefur að undan-
förnu reynt að fá hann fluttan
heim til Úganda svo hann fái
tækifæri til þess að njóta síð-
ustu ævidaganna í heimaland-
inu eftir rúmlega 25 ára útlegð
við mikil þægindi.
Amin, sem er 78 ára og sakaður
um grimmileg fjöldamorð og pynt-
ingar heima í Úganda, hefur átt við
vanheilsu að stríða að undanförnu
vegna hækkandi blóðþrýstings og
var fluttur á King Faisal-sjúkrahúsið
í hafnarborginni Jeddah við Rauða-
haf á föstudaginn þar sem hann féll
í dauðadá daginn eftir.
Að sögn sérfræðinga, sem annast
Amin, komst hann aftur til meðvit-
undar á miðvikudaginn og var þá
tekinn úr öndunarvél. „Hann virtist
vera að hressast en mun þó enn í
lífshættu og verður áfram haldið á
gjörgæslu," sagði einn sérfræðing-
anna.
Að beiðni fjölskyldu Amins vildi
sérfræðirigurinn ekkert segja um
það hvað amaði að honum eða
hvaða meðferð hann gengist undir.
Óstaðfestar heimildir segja að hann
þjáist af nýrnakvilla og hafl neitað
að gangast undir aðgerð.
„Efhann kemur lifandi
og með fullri meðvitund
þá mun ég strax láta
handtaka hann vegna
þess að hér framdi hann
alvarlega glæpi sem
hann á eftir að svara
fyrir/'sagði Museveni.
Fjölskyldu Amins var strax tjáð að
ólíklegt væri að hann lifði veikindin
af en eftir að hafa óvænt komið til
meðvitundar um miðja vikuna gæti
allt gerst.
Mun láta handtaka Amin
Beiðni fjölskyldu Amis um að
hann fái að koma heim, lifandi eða
dauður, hefur hlotið misjafnar und-
irtekir heima í Úganda og svaraði
Yoweri Museveni, Úgandaforseti,
henni cifdráttarlaust og sagði að Am-
in yrði strax handtekinn ef hann
kæmi til baka úr útlegðinni. Hann
bætti þó við að ef Amin geispaði gol-
unni erlendis þá mætti fjölskyldan
flytja lík hans heim til greftrunar.
„Ef hann kemur lifandi og með
fullri meðvitund þá mun ég strax
láta handtaka hann vegna þess að
hér framdi hann alvarlega glæpi
sem hann á eftir að svara fyrir,"
sagði Museveni í viðtali við úganska
ríkisdagblaðið New Vision.
Amin hefur lengst af búið í Sádi-
Arabíu síðan hersveitir úganskra út-
laga hröktu hann úr landi með hjálp
tansaníska hersins þann 11. apríl
árið 1979, eftir átta ára valdatíð
hans frá árinu 1971, en á þeim tíma
lét hann handtaka og myrða tugi
þúsunda landa sinna.
Museveni sagði að Amin-fjöl-
skyldunni væri velkomið að flytja lík
Amins heim til greftrunar ef hann
létist erlendis. „En það verður ekk-
ert gert honum til heiðurs og hann
yrði jarðaður eins og hver annar
venjulegur Úgandamaður," sagði
Museveni. Þar var hann að svara
ummælum Miltons Obotes, fyrrum
forseta Úganda, sem nú dvelur í út-
legð í Sambíu, en Obote hvetur
stjórnvöld í Úganda til þess að leyfa
Amin-fjölskyldunni að flytja lík Am-
ins heim til greftrunar. Það gerir
Obote þrátt fyrir að Amin hafi rænt
hann völdum árið 1971, meðan
hann sem forseti sótti fund Breska
samveldisins í Singapoor.
Fái að koma heim til að deyja
Yoweri Museveni hefur áður sagt
að Amin verði látinn svara til saka
vegna glæpa hans gegn úgönsku
þjóðinni, vogi hann sér að koma
heim til landsins. Ekki eru þó allir á
sama máli og þar á meðal er Þjóðar-
flokkurinn, UPC, sem Amin rændi
völdunum af 1971, en það er vilji
flokksmanna að hann fái að koma
heim til þess að deyja þrátt fyrir að
hafa atað hendur sínar blóði tug
þúsunda landa sinna.
Talið er að Idi Amin,
sem einu sinni lýsti
hrifningu sinni á Adolf
Hitler, hafi átt þátt
í hvarfi allt að
500 þúsund manns
á átta ára valdaferli.
Henry Mayega, talsmaður flokks-
ins, sagði að stjórnvöld í Úganda
hefðu skyldum að gegna við Amin
þar sem hann væri enn úganskur
ríkisborgari og fyrrum forseti. „En
það eru margir Úgandamenn sem
vilja dansa á gröfinni hans,“ sagði
Mayega.
Kirunda Kivejinja, forsætisráð-
herra Úganda, er á öðru máli, en
hann gerði þó sitt til þess að auð-
velda konu og dóttur Amins að
komast frá Kampala til Sádi-Arabíu
þegar Amin veiktist.
John Nagenda, talsmaður Kivej-
inja, sagði að allir Úgandabúar ættu
rétt á því að koma til föðurlandsins
og þar á meðal Idi Amin. „Hann
verður þó að horfast í augu við lög
og reglur eins og aðrir," sagði Nag-
enda en bætti við að Museveni for-
seti hefði vald til þess að náða Amin
en aðeins eftir dómsmeðferð.
Talið er að Amin, sem einu sinni
lýsti hrifningu sinni á Adolf Hitler,
hafl átt þátt í hvarfi allt að 500 þús-
und manns á átta ára valdaferli og
þar af er talið sannað að ógnar-
stjórn hans hafi allt að 300 þúsund
mannslíf á samviskunni, sam-
kvæmt uppflettiriti CIA.
Það er því ekki nema von að fólk
líti slátrarann hornauga og vilji sem
minnst af honum vita. Það var þó
ekki fyrr en fyrir ári síðan að 11. apr-
íl var gerður að almennum frídegi í
Úganda til þess að fagna falli hans.
Á sama tíma lifði Amin í vellysting-
um undir verndarvæng vina sinni í
Sádi-Arabíu, en hann á fjórar eigin-
konur og 43 börn.
FERILLIDI AMINS
Idi Amin átti skrautlegan feril
eins og sést hér að neðan:
1925: Idi Amin, af Kakwa-ættbálki,
fæddur í nágrenni bæjarins Arua í
Koboko-héraði í norðausturhluta
Úganda.
1946: Amin gengurtil liðs við
breska nýlenduherinn og er m.a.
sendur með hersveit sinni til Burma í
seinni heimsstyrjöldinni.
1951: Amin vinnur titilinn„Þunga-
vigtarmeistari Úganda" í
hnefaleikum.
1952-1956: Óbreyttur Amin
hækkaður í stöðu liðsforingja. Er
einn tveggja innfæddra Úganda-
manna sem hlotnast sá heiður
meðan Bretar halda um stjórnar-
taumana í landinu. Færá sig stimpil
ofstækis og misþyrminga.
1962: Úganda hlýtur sjálfstæði frá
Bretum. Amin er stuðningsmaður
Miltons Obotes, fyrsta for-
sætisráðherra landsins.
1963: Obotehorfirfram hjá ásök-
unum um misþyrmingar Amins og
skipar hann höfuðsmann.
1964: Amin enn hækkaður í tign og
skipaður ■ stöðu ofursta og að-
stoðaryfirmanns landhersins.
1966: Amin styður við bakið á
Obote þegar hann ákveður að ógilda
stjórnarskrá landsins í kjölfar
ásakana um fjármáiamisferli og
mikillar andstöðu í konugdæminu
Buganda. Oboto setur nýja stjórnar-
skrá lýðveldisins, skipar sjálfan sig
forseta og leggur niður öll konung-
dæmi landsins. Amin er skipaður
yfirmaður heraflans og byrjar strax á
því að styrkja stöðu sýna með því að
skipa menn úr eigin ættbáli í lykil-
stöður. Það verður til þess brestir
koma í samstarfið við Obote.
1970: Samband þeirra Obotes
versnar til muna eftir að einn helsti
andstæðingur Amins i foringjaliði
hersins er myrtur. (kjölfarið missir
Amin foringjastöðuna og er settur
bak við skrifborð.
1971: Amin fregnar að Obote ætli að
handtaka hann vegna gruns um
fjárdrátt úr sjóðum hersins. Þann 25.
janúar rænir Amin völdum með
stuðningi hersins á meðan Obote er
erlendis. Skipar sjálfan sig forseta og
yfirmann heraflans.
1972: Amin vísar 50 þúsund Ind-
verjum og Pakistönum úr landi.
Hann ögrar Bretum og Bandaríkja-
mönnum og slítur tengsl við fsrael
en tekur upp náin samskipti við
Líbíu og Palestínumenn.
1976: Amin skipar sjálfan sig forseta
til Iffstfðar og verður sjálfur
viðriðinn flugrán þegar palestísnkir
flugræningjar ræna ísraelskri flugvél
og neyða hana til þess að lenda á
Entebbe-flugvelli.
1978: Herir Amins ráðast inn f
Tansaníu til þess að draga athyglina
frá bágu efnahgsástandi heimafyrir.
Fljótlega hraktir burt.
1979: Amin flýr land til Líbíu eftir að
útlagaher hertekur höfuðborgina
Kampala með hjálp tansaníska
hersins. Hann dvelur heilan áratug í
Líbfu og frak áður en hann snýr til
Sádi-Arabíu, þar sem hann er enn.
Sádar styrkja hann með 1400 dollara
framlagi á mánuði og hann lifir
þægilegu lífi með fjórum eigin-
konum.