Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 22
22 OVHELGAKBLMO LAUCARDAGUR 26. JÚLf2003
Umsjón:
Arndís Þorgeirsdóttir, arndis@dv.is
Snæfríður Ingadóttir, snaeja@dv.is
Ólöf Marín Úlfarsdóttir leysir útvarpsmanninn Ásgeir Pál á útvarps-
stöðinni Létt 957 af í sumar. Ólöf Marín, sem einhverjir muna lík-
lega eftir af Bylgjunni, stefnir annars á lögfræðinám í Háskóla
Reykjavíkur í haust. Hún er afskaplega fastheldin þegar kemur að
snyrtivörum og er ekkert að breyta bara breytinganna vegna.
Púðurmeikfrá Clarins
„Þetta púðurmeik
hef ég keypt í
svona sjö ár,
enda held ég mig
við þær vörur sem
mér finnast góðar
og er ekkert að
breyta breyting-
anna vegna. Púður-
meik þetta gefur fal-
lega áferð og þurrkar
ekki húðina eins og mörg
púðurmeik gera. Svo er
' líka svo sniðugt við þetta
púðurmeik að það er hægt að
kaupa fyllingu þannig að maður þarf ekki alltaf að
kaupa nýtt box og getur þar að leiðandi líka skipt
um lit. T.d. er ég með aðeins dekkri lit núna yfir
sumartímann en síðan er bara þetta ljósa sett aft-
ur í boxið þegar veturinn kemur.“
Uppáhaldsglossið
keypt aftur og aftur
„Þetta er örugglega sjötta
túpan sem ég kaupi af þessu
ljósa glossi, Plastic shine nr.
117 frá Dior. Með þessu
glossi nota ég Cappuccino-
varablýant frá No name. Ég
á önnur gloss en þetta gloss
er f mestu uppáhaldi hjá
mér.“
Aldamótamaskari
„ Max Factor sendi frá sér sér-
staka glamúr-útgáfu af Millenium-
maskara árið 2000, sem gerir augna-
hárin dramatískari og bæði þykkir
þau og lengir. Ég nota þennan maskara
daglega og finnst hann mjög góður.“
Emporio-ilmvatn frá
Armani
„Ég hef notað þennan ilm í fjögur
ár og finnst hann enn jafn góður.
Þetta er engin hausverkjalykt heldur
léttur ilmur, frekar sportí. Eg sé enga
ástæðu til þess að skipta á honum og
öðrum svo lengi sem ég er ánægð með
hann.“
Spari-sólarpúður
„Þegar ég fer út að
skemmta mér þá
skelli ég oft smá-
vegis sólarpúðri
frá Guerlain á
kinnamar. Það er
smá glimmer f þessu
púðri og það gerir mann
frísklegan."
Franska snyrtivörufyrirtækið L’OCCITA-
NE hefúr sett á markaðinn nýja snyrtivöru-
línu fyrir karlmenn sem nefnist „Cade“, í
höfuðið á viðartegundinni eini sem er
einmitt nefndur Cade í Provence-héraðinu
í Frakklandi. Snyrtivörur þessar innihalda í
ríkum mæli einiberja-ilmkjarnaolíu en hún
kemur jafnvægi á fitu- og bakteríumyndun
í húðinni. Cade-vörumar henta körlum á
öllum aldri en þær vernda og styrkja húðina
og gefa ferskt og heilbrigt útlit. í línunni er
að finna sturtusápuna „Reinvigorating
Shampoo for Body & Hair“ sem inniheldur
einiberja-ilmkjarnaolíu og kínínkraft sem
eykur vellíðan og hressir. „Travel Shaving
and Skincare Oil“ er olía sem hægt er að
nota á marga vegu, fyrir og eftir rakstur.
Einnig er hægt að bera olíuna á andlitið eft-
ir þörfum ef húðin er þurr. „Eau des
Bergers" er vökvi til notkunar eftir rakstur
og er með ferskum og viðarkenndum ilmi
einisins. Hann inniheldur einiberja-ilm-
kjarnaolíu ásamt örvandi blöndu af engifer,
kardimommu- og paprikukrafti. „Shaving
Cream" er raksápa í kremformi sem freyðir
og inniheldur einiberja-ilmkjamaolíu, nær-
andi og mýkjandi „Shea Butter" sem tryggir
góðan rakstur án þess að erta húðina og
„After Shave Balrn" er létt krem sem notað
er eftir rakstur og mýkir, nærir og styrkir
húðina en það inniheldur einiberja-ilm-
kjamaolíu, nærandi „Shea Butter" og
styrkjandi birkikraft. Að auki er hægt að fá í
þessari línu raksápu í skál og rakbursta fyr-
ir rakstur upp á gamla og góða mátann.
Raksápan freyðir vel og tryggir mildan og
góðan rakstur. Hægt er að loka rakburstan-
um svo að auðvelt er að taka hann með sér
í íþróttatöskuna eða ferðalagið. Á íslandi
fást þessar frönsku vömr, úr hágæða nátt-
úrulegu hráefni, eingöngu í L’OCCITANE
versluninni á Laugavegi 76,101 Reykjavík.
Focus on Contours fyrir konur 40-60 ára:
irnirendur-
mótaðir
í hina öflugu kremlínu Focus Sculptor frá Helenu
Rubinstein var að bætast við enn ein nýjungin „Focus
on Contours" semm sem má segja að gefi konum kost
á að upplifa andlitslyftingu og mótandi andlitsmeð-
ferð með langvarandi virkni. Krem þetta er ædað öll-
um þeim konum sem vilja árangursríka meðferð
gegn slappri húð sem þarfnast stinningar og styrk-
ingar. Það er einna helst hugsað fyrir konur á aldr-
inum 40-60 ára og er ætíað þeim konum sem vilja
endurmóta andlitsdrætti sína og vinna á óæski-
legri fitusöfnun í andliti. Árangurinn á að sjást á
fjómm vikum en fyrir utan að gefa húðinni sam-
stundis lyftandi áhrif þá endurmótast andlitið
það virkar grennra og andlitsdrættir verða
skarpari. Best er að bera þetta krem á andlitið
frá miðju og út, sem og á hálsinn. Fyrir þær
konur sem vilja ná hámarksárangri er mælt
með því' að serumið sé notað kvölds og
morgna undir Face sculptor og undir Face
sculptor næturkremið. Allar vömrnar í
Face Sculptor línunni vinna að því að gefa
húðinni unglegra yfirbragð, styrkja hana,
gera hana stinnari, rakanæra hana og
lyfta henni.