Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR26. JÚU2003 DV HELGARBLAD 41 Mætast á ný í Frostaskjóli KR og Fram mætast í annað sinn í sömu vikunni í ÞAÐ VERÐUR HART BARIST: Annað kvöld mætast lið KR og Fram í úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Liðin áttu síðast við um liðna helgi i bikarkeppninni og þar fór KR með sigur af hólmi, 2-0. Lokaleikur 11. umferðar úr- valsdeildar karla í knattspyrnu verður háður í Frostaskjólinu annað kvöld kl. 19.15. Þar mætast KR og Fram í leik sem skiptir miklu máli fyrir bæði liðin. Liðin mættust einnig um síðustu helgi í bikarnum þar sem KR sigraði nokkuð sann- færandi, 2-0. Liði Fram hefur ekki vegnað nægi- lega vel það sem af er tímabili og er það sem stendur á botni deildarinn- ar með átta stig, fjórum stigum á eft- ir Valsmönnum sem eru í níunda sæti. KR hefur einnig Ieikið undir getu í sumar þó svo að allt annað hafi verið að sjá til liðsins í sfðustu leikjum en í upphafi tfmabils. Með sigri á morgun getur KR komist upp að hlið Fylkis í efsta sæti en Framar- Með sigri á morgun getur KR komist upp að hlið Fylkis í efsta sæti en Framarar þurfa nauðsynlega á sigri að halda ætli þeir ekki að dragast langt aftur úr. ar þurfa nauðsynlega á sigri að halda ætli þeir ekki að dragast langt aftur úr hinum liðunum. Einn heitasti stuðningsmaður Fram-liðsins, hæstaréttarlögmaður- inn og prófessorinn Jón Steinar Gunnlaugsson, er sannfærður um sigur sinna manna í Vesturbænum á morgun. „Mér finnst hafa verið hnökrar á leik liðsins upp á síðkastið og það hefúr ekki staðið undir væntingum en ég er þess fullviss að menn muni njóta sín vel f Frostaskjólinu á morgun. Þangað förum við Framarar ekki nema til þess að sækja þrjú stig og það mun okkur takast á morgun," segir Jón Steinar kokhraustur. Hann segist hafa sótt flesta leiki liðsins í sumar en oft orðið fyrir vonbrigðum líkt og aðrir aðdáendur Safa- mýrarpiltanna. „Ég bíð eins og svo margir aðrir eftir að liðið sýni þann kraft og getu sem í því býr en mér finnst talsvert hafa vantað upp á baráttuna í sumar. Liðið mun hins vegar Ioksins blómstra á KR-vellinum á morgun og fara með sigur af hólmi, mér og öðrum Frömurum til mikjllar gleði," segir Jón Steinar. Leikurinn hefst klukkan 19.15 annað kvöld á KR- vellinum í Frostaskjóli, eins og áður hefur komið fram. agust@dv.is Þú geturfarið áhyggjulaus ífríið. Skráðu þig í úrslitaþjónustuna hjá Símanum GSM og þú missir ekki af neinu sem gerist í sportinu! Þú færð úrslitin, stöðuna, markaskorara og allt sem skiptir máli sent í símann þinn um leið og hlutirnir gerast á vellinum. Skráðu þig í úrslitaþjónustuna á vit.is og vertu með úrslitin á hreinu! Sony Ericsson Léttkaupsútborgun 1.980 kr. 1.000 kr. á mán. í 12 mán. Eingöngu fyrir GSM kort frá Simanum GSM. Með völdum CSM símum frá Símanum GSM fylgir Sumarkort eða 2.500 kr. inneign. URSUTIN A HREINU! 1 V' t' Gerðu meira með Símanum GSM sumar SIMINN 1 vit.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.