Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 28
28 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ2003
í sumar varÖ dr. Arnfríður Guðmundsdóttir fyrst
kvenna til að hijóta fastráðningu við guðfræði-
deild Háskóia íslands, nánar tiltekið stöðu dós-
ents. Á næstu dögum fer hún til Bandaríkjanna
á Fulbright-styrk við háskóla í Atlanta til að
rannsaka hvernig Kristur er túlkaður í kvik-
myndum. Arnfríður ræddi við helgarblaðið um
kvennaguðfræði, valdatafl innan kirkjunnar, rif-
beinið fræga og spurninguna eilífu um kyn
Guðs.
Aðalbygging Háskóla íslands er svo sannar-
lega fallegt hús, nánasta umhverfi smekklegt
og anddyrið glæsilegt en þegar komið er upp á
þriðju hæð og út í álmurnar, sem skrifstofur
kennara og fræðimanna ganga út af, þá er eins
og komið sé til Austur-Þýskalands. Rispað,
matt og mishæðótt korkgólf, hvítir veggir eins
og á geðveikrahæli, grófar, bláar hurðir eins og
á bílskúr, hurðarhúnar og læsingar í sama stíl,
dauf og óþægileg lýsing og öll hlutföll ein-
hvern veginn ankannaleg. Ekki nokkur sála á
svæðinu í góðviðrinu, alger þögn á þessum
annars lifandi stað, sólin afhjúpar rykið í
fremur þungu lofti, annars bara ég og skó-
hljóðið. Mér finnst þetta dálítið einkennileg
upplifun þar sem ég skima eftir skrifstofunni
hennar Arnfríðar og finn hana að lokum. Er
svo sem ekkert hissa því Guð sagði sjálfur að
fundur væri líklegasta niðurstaða hverrar leit-
ar.
„Það er óneitanlega gaman að taka þátt í að
móta söguna," svarar Arnfríður kankvíslega
þegar ég hef barið að dyrum, komið mér fyrir
og borið undir hana nokkuð sem haft var á
orði þegar hún var ráðin, að síðasta vígið væri
fallið.
„Þrír af hverjum fjórum nemendum hér eru
konur og það má spyrja sig hverju það skipti
þær að hafa konu í kennaraliðinu. Eflaust má
færa rök með og á móti kostum þess en ég
held að mestu máli skipti að hið gagnrýna
femíníska sjónarhorn fái að njóta sín í kennsl-
unni. I þessu sambandi má líka velta fyrir sér
gildi fyrirmynda, gildi þess að kvenstúdentar
sjái að fræðin eru ekki einkamál karlanna."
Klerkar með karlrembu
Ég bið Arnfríði að útskýra hvað hún eigi við
með „gagnrýnu femínísku sjónarhomi", hvað
sé gagnrýnisvert. Með öðrum orðum: Hvað er
kvennaguðfræði?
„Femínísk guðfræði gengur út á að gagn-
rýna hvernig hefðin hefur alið á ákveðnum
fordómum gagnvart konum. Gagnrýnin bein-
ist að kynjaslagsíðunni sem við upplifum í
fræðunum. Karlinn er „normiö", annað, þar á
meðal konan, er „abnormal". Sú hugmynd er
komin frá Aristótelesi í gegnum Tómas
Aquinas að konan sé vanskapaður karl, alltaf
annars flokks. Um aldir var konunni haldið til
hliðar, frá fræðunum, frá vígðri þjónustu. Hún
fékk ekki óheftan aðgang fyrr en á síðustu öld
og enn neita tvær stórar kirkjudeildir, róm-
versk-kaþólska kirkjan og rétttrúnaðarkirkjan,
að vígja konur.
í öllum fræðigreinum má sjá merki um
hverjir hafa stundað þær gegnum aldirnar.
Kannski er það hvergi eins áberandi og í guð-
fræðinni. Þeir sem hafa stundað hana og skrif-
að í aldanna rás - höfundar bóka sem enn eru
Iesnar og mikils metnar - voru lengst af fyrst
og fremst karlar." Og flestir munkar í þokka-
bót. Þeir voru ekki beinlínis dyggustu aðdá-
Það er misskilningur efgengið
er skrefinu lengra íþessu lík-
ingamáli og Guði ætlað eitt-
hvert ákveðið kyn. Guð er
ekki skeggjaður karl á skýi -
Guð er leyndardómur.
endur konunnar; nær að tala um fyrirlitningu.
Sumir litu á konur sem holdgervinga djöfuls-
ins, í besta lagi illa freistingu sem bar að varast
með öllum tiltækum ráðum. Ég gríp fram í fyr-
ir Arnfríði, minnugur þess að hafa lesið ótrú-
legar og innlifaðar lýsingar sannfærðra munka
á þeirri hræðilegu veru, konunni. Arnfríður
kannast við þetta. „Oft og tíðum var það
þannig. Án þess að ég vilji draga upp of staðl-
aða mynd var sjónarhornið óneitanlega oft
mjög þröngt, nánast takmarkað við klefann og
klaustrið. Þannig átti það líka að vera. Svig-
rúmið til þess að meðtaka reynslu fólks, al-
mennings, var því lítið, jafnvel ekkert."
Arnfríður nefnir að iðulega hafi tvennt tog-
ast á í guðfræðinni, annars vegar íhaldssemi,
tilhneiging til að hefja guðfræðina á stall, yfir
allt hið veraldlega, upp á „æðra plan". f þeirri
mynd var guðfræðin eiginlega aðeins á færi
sérfræðinga. Hins vegar gætti frjálslyndari
viðhorfa um að guðfræðin yrði til í grasrótinni
og sprytti af reynslu fólks í leit að guði og upp-
lifun þess á hinum guðdómlega eða æðri
mætti.
Guðfræðin er pólitísk
„Hlutverk guðfræðingsins hlýtur alltaf að
vera túlkunarhlutverk, að túlka forna texta í
samræmi við nýjar aðstæður og nýja tíma, en
oft hefur guðfræðin verið skrifuð þannig að
hún hefur orðið óaðgengileg fyrir aimenning.
Latína varð snemma aðaltungumál guðfræð-
innar; aðeins þeir sem hana kunnu gátu skilið
fræðin og stundað þau. Enn lengra var gengið
þegar guðsþjónustan fór fram á latínu; þá
skildi fólk ekki hvað var verið að segja og gera
í kirkjunni."
- Má þá segja að með því að reyna að brjóta
niður kynjamúra guðfræðinnar séuð þið
einnig að reyna að opna hana á öðrum svið-
um, að skref í frjálslyndisátt á einu sviði leiði
til tilslökunar á fleiri sviðum?
„Já. Þessi vígi hafa náttúrlega fallið eitt af
öðru í gegnum tíðina. Ég var búin að nefna að-
gang kvenna. í byrjun sextándu aldar kom
Lúther með harða gagnrýni á kirkjuna sem
valdastofnun og vildi færa hana nær fólkinu.
Bara það að messa á móðurmáli fólks og þýða
Biblíuna voru rosalega róttækar hugmyndir.
Með aðgangi fólks að ritningunni og guðs-
þjónustunni getur það bæði skilið og tekið
þátt en þarf ekki bara að þiggja. Um leið getur
það lagt eigin skilning í hlutina, gagnrýnt og
efast ef svo ber undir. Öll upplýsing gerir við-
fangsefnið aðgengilegra og gerir mönnum
ókleift að þykjast einir handhafar sannleik-
ans.“
- Er kvennaguðfræðin þá fyrst og fremst
valdapólitísk? Snýst hún um valdabrölt og tog-
streitu innan kirkjunnar frekar en túlkun á
textunum sjálfum og vangaveltur um trúar-
lega stöðu konunnar?
„Ég get ekki gert greinarmun þar á. Fyrir
mér er guðfræðin pólitísk, pólitísk í þeim
skilningi að hún hefur áhrif út í samfélagið og
hefur alltaf haft, ekki í neins konar flokkakerf-
um heldur hefur hún áhrif á skilning okkar á
manninum, einstaklingnum, samfélaginu og
samfélagslegri ábyrgð okkar. Kvennaguðfræð-
in gagnrýnir að mismunun þrífist í skjóli krist-
innar trúar. Kvennaguðfræðin er í eðli sínu
pólitísk, líkt og svört guðfræði og frelsunar-
guðfræði, og ekki svo gömul, varð eiginlega til
sem fræðigrein á sjötta áratug sfðustu aldar þó
að hún eigi sér mun dýpri rætur."
- Mér verður hugsað til syndafalisins, Eden,
Evu, eplisins og höggormsins. Ég spyr Arnfríði
hvort kvenfyrirlitning í kristinni trú - eða að
minnsta kosti sú tilhneiging að kenna kon-
unni um það sem miður fer og er - eigi sér ekki
dýpri rætur en 1' kirkjunni sem stofnun, hvort
þetta sé ekki meginstef og beinlínis undirrót
mannlegrar ógæfu samkvæmt sjálfri bók
bókanna.
„Biblían er náttúrlega bókasafn, alls 66
bækur. Þær urðu til í ákveðnum menningar-
heimi," segir Arnfríður og nær í biblíu upp í
hillu. „Svo spannar riturnartími Biblíunnar
margar aldir. Textarnir endurspegla samfélag-
ið sem þeir urðu til í. Það er bara útópía að
kemur svo sagan um rifbeinið. Hún gerir skýran greinarmun á
orðið til fyrr en rifið var tekið úr manninum. Fram að því var mi
þýðir manneskja en stundum líka karlmaður."