Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 36
* 40 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 26. JÚU2003 NÝJU STRÁKARNIR Á BRÚNNI: Þeir Damien Duff og Wayne Bridge voru báðir keyptir til Chelsea í sumar og styrkja þeir eflaust liðið til muna. Chelsea hefur látið mikið að sér kveða á leikmannamarkaðnum í sumar og alls eytt um 34 milljónum punda. Ef marka má yfirlýsingar frá nýjum eiganda liðsins, Roman Abramovich, mega aðdáendur liðsins allt eins eiga von á því að sjá fleiri ný og þekkt andlit á Stamford Bridge næsta vetur. Stutt í þann enska Mörg lið mæta gerbreytt til leiks á nýju tímabili Nú styttist óðum í að keppni í ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu hefjist að nýju eftir sumarfrí. Eins og venja er taka mörg liðin talsverðum breytingum yfir sumartímann þar sem sum félög þurfa að selja leikmenn vegna fjárhagsvand- ræða en aðrir kaupa sér stórstjörnur í von um að styrkja liðsheildina. Á ýmsu hefur gengið í félagsskiptunum í sumar þótt ævintýrið í kring um Beckham hafi skyggt talsvert á umfjöllun um aðra leikmenn. Á hverju sumri eiga sér stað miklar breyting- ar í ensku úrvaldsdeildinni í knattspymu. Ný lið koma upp í deOdina en önnur falla niður, ungir leikmenn fá tækifæri en aðrir leggja skóna á hUluna og sum lið skipta jafnvel um eigendur eða þjálfara með tilheyrandi áherslu- breytingum. Mesta breytingin felst þó í félags- skiptum leikmanna sem ganga kaupum og söl- um, sérstaklega yfir sumartímann. Sum liðin neyðast til að selja leikmenn, oft þá allra mikU- vægustu og bestu, vegna íjárhagsvandræða en önnur hafa úr mildum fjármunum að moða og hafa því efni á að kaupa sér leikmenn tU þess að styrkja liðið. Á ýmsu hefur gengið á leik- mannamarkaðnum í sumar þótt salan á stór- stjömunni David Beckham frá Manchester United tU Real Madrid á Spáni hafl verið lang- fyrirferðarmest á síðum dagblaðanna. Chelsea eyðir 34 milljónum punda Þrjú ný lið munu leika í úrvalsdeUdinni á næsta ári en þau em Wolverhampton Wander- ers, Portsmouth og Leicester. Nýjum liðum fylgja að sjálfsögðu mörg ný andlit en Wolves hefur verið öflugt á markaðnun í sumar og hefur fest kaup á nokkmm nýjum leikmönn- um. Þeirra þekktastir em án efa úkrafnski vam- arjaxlinn Oleg Luzhny, sem lék síðast með Arsenal, og norski sóknarmaðurinn Steffen Iv- ersen sem keyptur var frá Tottenham í gær. Auk þeirra hafa Carlos Karemi og Isaac Okoronkwo gegnið tU liðs við Úffana. Mikið hefur verið fjaUað um lið Chelsea í sumar eftir að auðkýfingurinn Roman Abramovich festi kaup á liðinu. f kjölfar þess hafa nokkrar breytingar átt sér stað á liðinu en ftalinn smávaxni, Zola, er farinn en f hans stað hefúr írski vængmaðurinn Damien Duff verið keyptur tíl liðsins frá Blackbum fyrir 17 mUljón- ir punda. Einnig hefur Chelsea tryggt sér þjón- ustu enska landsliðsvamarmannsins Wayne Bridge, sem áður lék með Southampton, auk hins unga Glen Johnson sem keyptur var frá West Ham og Geremi sem var áður samnings- bundinn Real Madrid. AUs hafa forsvarsmenn Chelsea eytt um 34 mUljónum punda í þessa leikmenn og von er á fleiri mönnum tU liðsins ef taka á mark á yfirlýs- ingum hins nýja eiganda þess en ljóst er að Abramovich ætlar að gera Chelsea að einu stærsta liði Evrópu. Þeir sem hafa hvað mest verið orðaðir við liðið að undanfömu em Argentínumaðurinn Juan Sebastian Veron, BrasUíumaðurinn Emmerson og Kieron Dyer sem leUcur með Newcastle. Gamlar kempur til Manchester City Nýir ffamkvæmdastjórar hafa tekið við hjá tveimur liðum í úrvalsdeUdinni ffá þvf í fyrra. David O’Leary hefúr verið ráðinn tU Aston VUla og Chris Coleman, sem tók við liði Fulham undir lok síðasta keppnistímabUs, mun halda áffam sem knattspymustjóri þar. O’Leary keypti Gavin McCann tíl Aston VUla fyrr í sum- ’ ar á 2,25 mUljónir punda en fátt markvert hefur gerst hjá Fulham. Þá hefur Bolton samið við Iv- an Campo, sem lék með liðinu sem lánsmaður í fyrra, auk Stylianos Giannakopoulos og Flor- ent Laville. Liðið hefur aftur á móti misst fyrir- liða sinn, Guðna Bergsson, en hann hefur ákveðið að hætta knattspymuiðkun eins og ís- lendingum ætti að vera kunnugt um. Þá hafa nokkrir reyndir leUcmenn í ensku úr- valsdeUdinni fært sig um set og fer þar fremstur markvörðurinn David Seaman sem hefur eftir farsælan feril hjá Arsenal ákveðið að leUca næsta úmabU með Manchester City. Það sama má segja um Trevor Sinclair sem hefur snúið heim tU Manchester eftir að hafa leikið með Sum liðin neyðast til að selja leikmenn, oftþá allra mikil- vægustu og bestu, vegna fjár- hagsvandræða en önnur hafa úr miklum fjármunum að moða og hafa því efni á að kaupa sér leikmenn til þess að styrkja hópinn. West Ham síðustu ár og þá mun hinn reyndi þýski landsliðsmaður Michael Tamat einnig leika með liðinu næsta tímabU. Þá verður gaman að fylgjast með liði Birmingham þegarkeppnin hefst í ágúst en lið- ið spilaði skemmtUega knattspymu á síðasta tímabili undir handleiðslu Steve Bmce. Frakk- inn Duggary hefur samið við liðið eftir að hafa leUdð þar sem lánsmaður í fyrra en auk hans hefur David Dunn verið fenginn ffá Blackburn og mun hann án efa styrkja liðið úl muna. Þá hefúr lítt þekktur ffamherji, Luciano Figueroa að nafni, verið keyptur tU liðsins og hefur hon- um verið lýst af knattspymustjóranum Bmce sem næsta Baústuta. Aðdáendur Tottenham ættu einnig að geta glaðst yfir því að tveir efnUegir leikmenn, þeir Helder Postiga og Bobby Zamora, em komnir tU liðsins og munu þeir vonandi hjálpa því að komast upp úr meðalmennskunni sem hefúr einkennt það síðustu ár og ná að koma liðinu aðeins ofar á töfluna. Litlar breytingar á stóru liðunum Englandsmeistarar Manchester United hafa haft hægt um sig á leikmannamarkaðnum í sumar en eins og kunnugt er var David Beck- ham seldur frá félaginu úl Real Madrid. Liðið kemur því að mestu óbreytt inn í næsta tíma- bU þótt Beckham skilji óneitanlega eftir sig skarð. Fátt hefur einnig gerst í leikmannamálum Arsenal fyrir utan að áðumefndir Luzhny og Seaman em farnir frá félaginu. Arsenal sár- vantar markvörð fyrir næsta úmabil og hefur Þjóðverjinn Jens Lehmann, sem leUcur með Dortmund, oftast verið nefndur sem arftaki Seaman. Af„stóru liðunum" hefur Liver- pool verið einna duglegast við leikmannakaup í sumar effrá er talin 34 milljóna punda inn- kaupaferð Chelseamanna. Þá hefur Sir Bobby Robson, stjóri hjá Newcasúe, tryggt sér ólátabelginn Lee Bowyer en þessi sterki miðjumaður mun án efa styrkja liðið. Af „stóm liðunum” hefur Liverpool verið einna duglegast við leikmannakaup í sumar ef frá er talin 34 mUJjóna punda innkaupaferð Chelseamanna. Liverpool fékk hinn ástralska Harry KeweU fyrir liúar 5 miUjónir punda en áður hafði Steve Finnan komið ffá Fulham. Þá hafa hinir ungu Frakkar Anthony Le Tallec og Florent Sinama-PongoUe hafið æfingar með Liverpool en þeir vom keyptir fyrir nokkmm ámm en látnir æfa áfram í Frakklandi að ósk Houllier knattspyrnustjóra. Þeir em báðir taldir með efnUegri knattspymumönnum Frakklands og verður gaman að fylgjast með hvort þeir fá tækifæri í vetur. agust@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.