Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 40
% 44 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLl2003 Sakamál HVAÐ GERÐIST7 Morð á þrem börnum. HVAR? Worcesterumdæmi á Englandi. HVENÆR? Árið 1973. FÓRNARLÖMBIN: Börnin þrjú sem myrt voru vegna þess að yngsta systirin gat ekki sofið fyrir kvölum af völdum misþyrminga. > Barnamorð vekja ávallt mikla athygli enda eru þau yfirleitt með öllu tilgangs- laus. Börn eru auðveld fórnarlömb, þau eru varnarlaus og eiga bágt með að átta sig á vonsku heimsins. Oftast er erfitt að átta sig á hvað vakir fyrir barnamorð- ingjum og þegar þeir nást eiga margir þeirra bágt með að útskýra gjörðir sínar. Hér á eftir segir af morði á þremur börn- um á Englandi og er ekki annað að sjá en að illskan ein hafi stjórnað gjörðum morðingjans. Það var um miðjan apríl 1973 að þriggja barna móðir í bænum Worcester fór að heiman síðdegis. Hún var á leið í kvöldvinn- una. Eiginmaðurinn var þá kominn heim úr sinni vinnu og leit eftir börnunum sem fóru * snemma í háttinn. Mörgum klukkustundum síðar skrapp eig- inmaðurinn eftir konu sinni, þegar hennar vinnutíma var lokið, og óku þau beint heim. Þótt móðirin væri þreytt fór hún upp á aðra hæð til að líta á börnin sín, fjögurra ára dreng og tvær yngri systur hans, en rúmin voru auð og börnin horfln. Konan hrópaði á mann sinn og hann þaut upp stigann til að aðgæta hvað gengi á. Hjón- in leituðu í húsinu en fundu börnin hvergi. Þá var hringt á lögregluna. Von bráðar kom lögreglubíll og var einn maður í honum. Þegar hann áttaði sig á hvernig komið var sagði hann að liðsauka I þyrfti. Innan tíðar komu fleiri lögreglumenn j og hófu þegar leit í nærliggjandi görðum. Lýst var með sterkum vasaljósum inn í hvert skúmaskot og undir runna og á flesta þá staði sem hugsanlegt var að börnin væru í felum. Nágrannar voru komnir á stjá og sáu að : eitthvað var að. Einkennisklæddur lögreglu- þjónn bankaði upp á í næsta húsi og bað konuna sem kom tU dyra leyfls að leita í bak- garðinum hjá henni. Það var auðsótt mál og bauð hún manninum að ganga gegnum hús- ið og út um garðdyrnar. Lögreglumaðurinn beindi ljósi sínu út í horn og undir runna og heyrði félaga sfna leita í öðrum görðum. Það var ekki fyrr en hann beindi ijósgeislanum upp á við að leitin bar árangur. Hræðileg sjón Eins og önnur hús í nágrenninu var þetta girt járnrimlum og stóðu hvassir oddar upp úr girðingunni. Við sjónina sem við blasti brá lögregluþjóninum svo að hann var í fyrstu ófær um að kalla á aðstoð. Innan skamms komu fleiri leitarmenn að og sáu að lík barn- anna þriggja héngu á spjótlaga oddum girð- ingarinnar og stóðu broddarnir gegnum smágerða líkama þeirra. Tjaldað var yfir girðinguna og var frum- rannsókn hraðað eftir megni til að hægt yrði að fjarlægja líkin sem fyrst. Að því loknu voru Iíkin tekin af girðingunni og flutt í líkgeymslu sjúkrahúss þar sem nánari rannsókn fór fram. * Yfirmaður rannsóknarlögreglunnar á staðnum tilkynnti foreldrum barnanna hvernig komið var. Lögreglukona var skilin eftir hjá móðurinni á meðan faðirinn fór með lögreglunni að bera kennsl á líkin. Þá var eng- um vafa undirorpið að týndu börnin voru fundin. Fyrstu yfirheyrslur fóru fram í stofu þeirra hjóna. Fyrst var faðirinn spurður hvort þau hjónin og börn þeirra þrjú hefðu búið ein í húsinu. Þá upplýstist að þau hefðu tekið inn leigjanda mánuði fyrr og byggi hann í her- bergi á efri hæðinni. Hann hét David McGreavy og var um þetta leyti um tvítugt, < hávaxinn og sterkbyggður, með axlasítt hár. Hann var atvinnulaus. Aðspurður hvort leigjandinn væri heima neitaði faðirinn því en taldi að hann hefði ör- ugglega verið í húsinu fyrr um kvöldið. Þegar spurt var hvort nokkuð væri farið úr skorðum í húsinu eftir að maðurinn fór að ná í konu sína neitaði hann þvf. En í svefnherbergi barnanna var allt á tjá og tundri. Faðirinn hafði ekki tekið eftir því áður en tók fram að konan sín væri mjög reglusöm og bæri heim- ilisbragurinn því vitni. Hann mundi glöggt að allt var í stakasta lagi í barnaherberginu þeg- ar hann leit þar inn áður en hann fór að sækja frúna í vinnuna. Lögreglan í Worcesterumdæmi fékk skip- un um að leita að David McGreavy og var lýs- ingu á honum komið á framfæri. Allt tiltækt lögreglulið tók þátt í leitinni. Um þrjúleytið um nóttina fundu lögreglumenn mann á gangi og svaraði útlit hans til lýsinga á þeim sem þeir leituðu að. Þeir tóku hann upp í bíl- inn og spurðu að nafni. David McGreavy var svarið. Aðspurður hvenær hann hefði síðast séð börnin sagðist hann ekki skilja spuminguna. Þegar hann var minntur á að hann leigði í húsi foreldra þeirra var svarið aðeins að hann héti David. Sá handtekni svaraði öllum spurningum um börnin út í hött og sagðist ekkert um þau vita né hvar þau væm niðurkomin. Honum kæmu þau yfirleitt ekkert við. Þá var ekið með hann á lögreglustöð þar sem yfirheyrsl- ur héldu áfam. Undarlegar slysfarir Húsið sem börnin bjuggu í var rannsakað nákvæmlega. Síðasta herbergið sem leitað var í var upp í risi; þar leigði David. Hann hafði ekki slökkt ljósið þegar hann fór. Rúm- fötin vom ötuð blóði og blóðlifrarnar vom enn óstorknaðar. Úti í horni í eldhúsinu fannst öxi með blóð á blaðinu. Sönnunar- gögnum var safnað saman og þau send á lög- reglustöðina þar sem David var haldið. MORÐINGINN: David fékk leigt hjá barnafjölskyldu vegna þess hve hændur hann var að börnum. Þangað var einnig send skýrsla réttar- meinafræðingsins sem rannsakað hafði líkin. Þar gat að líta lýsingu á dauða barnanna. Drengurinn, fjögurra ára, hafði verið kyrktur með vír, skorinn á háls og höggvinn með öxi áður en hann var þræddur upp á oddhvassa girðinguna. Systur hans, tveggja ára og átta mánaða, höfðu fengið sömu útreið nema hvað þær höfðu verið kyrktar með bemm höndum. Morguninn eftir morðin bámst tíðindin til slysavarðstofu í nágrenninu. Þar könnuðust læknar við nafn annarrar stúlkunnar. Hún hafði komið í aðgerð daginn fyrir dauða sinn. Af gögnum þótti sýnt að hún hefði verið send heim eftir aðgerð, aðeins nokkmm klukku- stundum fyrir voðaatburðinn. Móðir hennar kom með hana snemma morguns og sagði að barnið væri slasað eftir að hafa dottið. Einn læknanna sem gert hafði að meiðslum stúlkunnar skrifaði í skýrslu sfna að hún væri alvarlega slösuð. En einhverra hluta vegna varð skýrslan viðskila við barnið og læknirinn sem útskrifaði það síðdegis sá hana aldrei og vissi ekki hve slæm meiðslin vom. Ella hefði hún verið áfram undir læknishendi og ekki verið send heim. Þess í stað hefði lögreglan verið látin vita af meiðslum barnsins. Þegar móðirin var yfirheyrð bar hún að kvöldið áður hefði maðurinn hennar sótt hana í vinnuna eins og vant væri. Þau komu við á heimleiðinni til að fá sér fisk og fransk- ar. Þau vom ekki að flýta sér því að David var heima og hafði tekið að sér að líta eftir börn- unum þar til þau kæmu. Þegar hjónin komu heim var David skrið- inn upp í rúm en kom niður til að fá sér fisk og franskar með húseigendunum. Þá sagði hann að blætt hefði úr munni litlu stúlkunn- ar. Móðirin hljóp upp og sá að andlit barns- ins var þakið rispum og marblettum og að tönn hafði verið rifin úr henni. Þegar hún tók barnið upp var annar handleggurinn mátt- laus. Læknarnir á slysavarðstofunni sögðu henni að hann væri brotinn. Eins og önnur hús í nágrenn- inu var þetta girt járnrimlum og stóðu hvassir oddar upp úr girðingunni. Við þá sjón sem við blasti brá lögregluþjónin- um svo að hann var í fyrstu ófær um að kalla á aðstoð. Innan skamms komu fleiri leit- armenn að og sáu að lík barn- anna þriggja héngu á spjót- laga oddum girðingarinnar og stóðu broddarnir gegnum smágerða líkama þeirra. Móðirin sagðist ekki hafa spurt David neins eftir að hún kom að barni sínu svona illa leiknu kvöldið áður en öll börn hennar vom myrt. Hún sagðist hafa minnst á meiðsl- in við mann sinn en hann svaraði því aðeins til að barninu hefði verið illa misþyrmt. Hún sagðist ekki hafa fengið af sér að segja það upp í opið geðið á David að hann hefði mis- þyrmt barninu. Morguninn eftir fór hún með það á slysvarðstofuna til að láta gera að meiðslunum. Hún fór síðan heim til að ann- ast hin börnin tvö. Þegar hjónin fóm síðdegis að ná í litlu stúlkuna kom leigjandinn með þeim. „Hann var eins og faðir þeirra,“ sagði móðir- in, „hann gat setíð klukkustundum saman með stúlkurnar á hnjánum." Afdrifarík öldrykkja David var haldið í gæsluvarðhaldi og neitaði sífellt að vita eitt eða neitt um afdrif barnanna sem hann lofaði að líta eftir. Ekkert hafðist upp úr honum við yfirheyrslur og var hann látinn í friði með hugsunum sínum og gæslumanni þegar leið á daginn. Um síðir fór hann að umla eitthvað og kallaði gæslumaðurinn þá á yfir- mann rannsóknarlögreglunnar. Hann kom | nær samstundis og spurði David hvort hann vildi tjá sig um eitthvað. Fanginn sagði í fyrstu að hann væri saklaus. Verknaðurinn væri alltof hræðilegur til að hann gæti hafa unnið hann, sagði hann, en bætti við að telpan hefði ekki hætt að gráta. Þá hefði hann lagt lófann yfir andlit hennar og þannig hefðu ósköpin byrjað. Lögreglumaðurinn bað David að halda ró sinni og skýra satt og rétt frá atburðum. Þá kvaðst hann hafa skroppið út á krá um kvöldið og fengið sér nokkra bjóra en neitaði að hafa verið illa dmkkinn eða misst stjóm á sér. Þegar heim kom eftir krárferðina var hann beðinn að líta eftir börnunum meðan faðir þeirra fór að sækja konu sína í vinnuna. Eftir það fór litla stúlkan að gráta og þeim mun meira þegar hann reyndi að hugga hana. Þá tók hann fyrir andlit hennar og áttaði sig ekki á hvað hann væri að gera fyrr en hún var hætt að anda. Þá fór hann inn í baðherbergið og náði í rakvélarblað sem hann skar svo barnið með. Þá náði hann í öxina og eitt leiddi af öðru þar til hann bar líkin út og þræddi þau upp á girðinguna. David kvaðst enga grein geta gert sér hvað réði gjörðum hans og hefði hann oft spurt sjálfan sig að þvf án þess að fá svar. Þótt David væri ungur að ámm hafði hann stundað mörg störf en ávallt verið sagt upp eft- ir skamman tíma vegna hyskni og sam- starfsörðugleika. Þegar hann fékk risherbergið á leigu var það ekki síst vegna þess hve hænd- ur hann var að börnum, að eigin sögn. David var úrskurðaður sakhæfur að lokinni geðrannsókn en tekið fram að hann yrði snar- ruglaður þegar hann neytti áfengis. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi og meinað að sækja um náðun fyrstu tuttugu árin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.