Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIfí LAUGARDAGUR 26.JÚLÍ2003 Útlönd Heimurinn í hnotskurn Umsjón: Kristinn Jón Arnarson Netfang: kja@dv.is Sími: 550 5828 Platbók frá sjónvarpskokki NET©: Tölvupóstgabbfórá flakk um Internetið í gær. Þar var á ferð viðhengi sem var lát- ið líta út sem ný bók frá Jamie Oliver, kokkinum klæðalausa. Viðhengið var 121 blaðsíðu Word-skjal með uppskriftum og litmyndum og var það kall- að „The Naked Chef 2". Útgáfufélag Olivers, Penguin Books, sagði í gær að þarna væri á ferðinni sjóræningjaút- gáfa með samansafni af upp- skriftum sem Oliver hefur gefið út í ýmsum bókum sínum. Út- gáfan hyggst reyna að hafa uppi á þeim sem kom þessari tölvupóstsendingu af stað og kæra hann fyrir brot á höfund- arrétti. Erfitt gæti þó verið fyrir útgáfuna að stöðva útbreiðslu platbókarinnar úr þessu. Skip til Líberíu FRIÐARGÆSLA: Bush Bandaríkjafor- seti fýrirskipaði í gær að Bandaríkjaher sendi herafla til strandar Líberíu til að hægt verði að styðja friðargæslu í stríðshrjáðu landinu. Ekki kom ná- kvæmlega fram hversu mikill herafli það væri, en vitað er að herskipið USS Iwo Jima leiðir þriggja skipa flota sem er nýkominn til Miðjarðarhafsins. Ekki er því ólíklegt að skipin verði send til friðargæslu við Líberíustrendur. Forsætisrádherra Palestínu heimsækir Bandaríkin: George Bush telur öryggisgirðiiigu ísraela vandamál George Bush Bandaríkjaforseti og Mahmoud Abbas, forsætis- ráðherra Palestínu, funduðu í gær. Eftir fundinn sagði Bush að hann teldi öryggisgirðingu sem ísraelar eru að reisa á Vesturbakkanum vera vanda- mál sem flækti friðarumleitan- ir á svæðinu. „Ég tel að girðingin sé vandamál og ég hef rætt þessi mál við Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels. Það er mjög erfitt að byggja upp traust milli Palestínumanna og ísraela þegar þessi girðing liggur um allan Vesturbakkann,“ sagði Bush. Hann sagðist hins vegar ekki ætla að beita ísraelsmenn þrýstingi til að fá þá til að sleppa palestínskum föngum. „Það er ekki verjandi að biðja ísraela um að sleppa meintum hryðjuverkamönnum og leyfa þeim þannig að halda áfram iðju sinni," sagði Bush. Hann sagði að líta yrði á hvern fanga fyrir sig og ákvarða hvort rétt væri að sleppa honum lausum. ísraelar fjarlægja hermenn Á meðan Bush og Abbas funduðu tilkynntu ísraelar að þeir ætluðu að kalla hermenn sína frá tveimur bæj- um á Vesturbakkanum og ijarlægja fjölda vegatálma á svæðinu. Frétta- skýrendur telja að þetta sé gert til að reyna að draga úr áhrifamætti heimsóknar Abbas til Bandaríkj- anna. Áður hafði verið búið að til- kynna um sumar þessara aðgerða sem ísraelsmenn kynntu. Jafnframt sögðu ísraelsmenn formlega frá því að þeir hygðust láta laus hundruð palestínskra fanga. Það verður þó að öllum líkindum ekki gert fyrr en Ariel Sharon hefur sjálfur farið í heimsókn til Banda- „Það er ekki verjandi að biðja ísraela um að sleppa hryðjuverka- mönnum og leyfa þeim þannig að halda áfram iðjusinni" ríkjaforseta í næstu viku. Það varpaði jafnframt skugga á friðarumleitanir í gær að ísraelskir hermenn drápu fimm ára palest- ínskan dreng og særðu tvær systur hans, sex og sjö ára. ísraelsmenn sögðu að mistök hefðu átt sér stað, skot hefði hlaupið óvart úr vélbyssu á herbíl s'em staddur var við vega- tálma með þessum afleiðingum. FÓRNARLAMB: Palestínumaður ber burt lík hins fimm ára Mohammeds Qabha, sem ísraelskir hermenn drápu í Jenín í gær. Tals- menn (sraelshers segja að mistök hafi orðið þess valdandi að skot hlupu óvart úr vélbyssu á herbíl við vegatálma og lentu i bíl sem Qabha var farþegi í. Eins og gefur að skilja hjálpar þetta atvik ekki til við að minnka spennuna milli Palestínumanna og ísra- ela, en mjög viðkvæmar friðarumleitanir standa nú yfir fyrir botni Miðjarðarhafs. Reynt að sannfæra almenning í írak um að synir Saddams séu allir: Fréttamenn fá aðgang að líkunum Bandaríkjaher hleypti í gær 15 fréttamönnum inn í líkhús til að skoða líkin sem sögð eru vera af þeim Uday og Qusay, sonum Saddams Husseins. Þetta var gert til að reyna að eyða efasemdum margra fraka um að líkin á myndunum, sem Banda- ríkjamenn birtu í gær, hafi í raun verið lík sona einræðisherrans fyrr- verandi. í þetta sinn var búið að snyrta andlit líkanna til og skera skegg þeirra með sama hætti og synirnir höfðu gert. Krufningasérfræðingar Banda- ríkjahers sögðu að hvort lík um sig LÍKIN SÝND: Kvikmyndatökumenn taka nærmynd af líkum sem Bandaríkjaher hefur fullyrt að sé af sonum Saddams Husseins. Vonast er til að myndirnar sannfæri al- menning í Irak um að synirnir séu allir og muni ekki hrella Iraka framar. hefði verið með yfir 20 skotsár. Ekk- ert benti hins vegar til þess að bræðurnir hefðu framið sjálfs- morð, en getgátur höfðu verið uppi um það. Þó svo að sýning líkanna geti orðið til þess að margir írakar geti nú andað léttar, fullvissir um að synirnir geti ekki snúið aftur, geta enn meiri deilur sprottið vegna málsins. Til að mynda samræmist meðferð lfkanna, t.d. snyrting þeirra, ekki reglum múslíma. Enn hefur heldur ekki verið ákveðið hvernig Bandaríkjaher hyggst framkvæma útför bræðranna, sem gæti einnig valdið deilum vegna strangra reglna múslíma um slíkt. Evrópusambandið: Vill einkarétt á kampavíni Evrópusambandið hefur unnið lista yfir 35 heiti á matar- og drykkjarvörum sem það vill að framleið- endur innan sambandsins fái einkarétt á. Á listanum eru meðal annars heiti á borð við Champagne, Bordeaux-vín, Roquefort-ostur og Parmaskinka. Evrópusam- bandið segir að þar sem þessi heiti tengist ákveðnum héruð- um eða landsvæðum sé óeðli- legt að framleiðendur utan landsvæðanna geti kallað vöru sína þessum nöfnum. Framleið- endum utan ES er hins vegar ekki skemmt vegna málsins. Viögeröir Breytingar Varahlutir Aukahlutir Úrval afnotuðum Combi Camp-tjaldvögnum COMBI-CAMP ÍSLAND — Lynghálsi 10 • Reykjavfk • sími 5*17 SSSS —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.