Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 31
f
_______________________________________ LAUGARDAGUR 26. JÚÚ2003 DV HELGARBLAÐ 35 '
honum upp heldur gefur það bara augaleið; þá hefur hann verið brotinn og er einskis virði."
DV-myndir GVA
„Við metum það svo af okkar hálfu að það
sé ástæðulaust að reka þetta mál í fjölmiðlum,
og ekki bara ástæðulaust heldur skaðlegt. Ég
sé ekki betur en Bandaríkjamenn meti það
með svipuðum hætti."
- f dag er liöinn réttur mánuöur frá því aö
íyrsti ogeini samningafundurinn varhaldinn.
Eru viöræðurnar íhnút?
„Þótt aðeins einn formlegur viðræðufundur
hafi verið haldinn hafa farið fram fleiri fundir.
Aðstoðarutanríkisráðherra kom hér og menn
hafa auðvitað verið í símasamtölum við hina
og þessa. Ég á von á að formlegur fundur verði
einhvern tímann á næstunni og það er miklu
betra að undirbúa það en að koma á fundi
sem líklegt er að yrði árangurslaus."
- Þú áttir nýveriö samtal við Condoleezzu
Rice, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjafor-
seta. Sýnistþér máliö eitthvaö vera aö þokast?
„Það væri of mikið að segja það. Við höfum
átt samtöl við ýmsa og samtalið við dr. Rice var
ítarlegt og vinsamlegt. Það er ekki hægt að segja
að þar með sé málið leyst en það samtal lýsir
því þó að Bandarikin taka þetta mál alvarlega
og vilja koma því í þann farveg að þetta séu
tvær vinaþjóðir að ræða saman en byggist ekki
á þeim atburðum sem urðu 2. maí."
„[Ríkissaksóknari] ætti að
skrifa utanríkisráðuneytinu
og biðja um afstöðu [til fram-
sals á máli hermannsins]. Það
er hin rétta aðferð. Og að
mínu viti ætti í langflestum til-
vikum að taka mið afþeim
ráðleggingum."
Varnarsamningur í hættu
- Nú hafa íslendingar, eftir því sem næst
veröur komist, ekki skilgreint sjálfir vamar-
þörf landsins út frá hreinum herfræðiiegum
sjónarhóli. Með hvaða rökum er þá hægt að
halda þvífram að það sénauðsynlegt að hafa
hér fjórar orrustuþotur þegar stærsta her-
veldi heims segir að svo sé ekki?
„Það er náttúrlega algjörlega ljóst að það er
óþarft fyrir þá og það er það sem við teljum
að liti viðræðurnar. En þótt kalda stríðinu sé
lokið og Sovétrfkin séu hrunin er það nú
þannig að enn þá hafa menn Atlantshafs-
bandalag af einhverjum ástæðum. „Hver er
óvinurinn?" gætu menn spurt - það er dálítið
sérkennileg spurning að vísu, en þannig má
spyrja ef menn vilja.
Ekkert NATO-ríki hefur lagt niður sinn
flugher. Það er verið að stækka NATO og rík-
in sem fyrir eru gera kröfu til þess að í nýjum
aðildarríkjum sé byggður upp flugher. Hol-
lendingar eru að fækka þotum sfnum úr 130
minnir mig niður í 100. Ekki man ég hvað
Danir hafa margar flugvélar en það eru tugir.
Þar er ekkert meiri vá en hjá okkur. Þeir eru jú
nær öðrum bandalagsþjóðum en við erum,
hér úti á reginhafi.
Um flugumferðarsvæði okkar fara milljón-
ir farþega á hverju ári og Keflavíkurflugvöllur
er mikilvægur í því sambandi. Það er meira
að segja nefnt að ef hann væri ekki fyrir hendi
væri líklega erfiðara að byggja á flugi yfir
Atlantshafið á tveggja hreyfla flugvélum. Og
Keflavfkurflugvöllur er varaflugvöllur fyrir
skutlurnar þegar þær fara af stað í Flórída við
tUteknar aðstæður. Þannig að það er þýðing-
armikið að þessi flugvöilur sé varinn - og ekki
bara varinn heldur sjáanlega varinn.
„Meira að segja þingmenn
hér, sem ættu nú að skamm-
astsín, fullyrtu að börn væru
að deyja hundruð þúsunda
saman afþví að Vesturlönd
væru með innflutningsbann d
írak."
Það er nefrit að NATO eigi að vernda aðild-
arþjóðirnar. Það er út af fyrir sig ágætt en það
dugar ekki og er ekki látið duga neinum öðr-
um þjóðum. Þannig að þetta er ósköp einfalt
f okkar huga.“
- Þú sagðir fyrir um tveimur árum að það
þjónaði að þínu mati litlum tilgangi að hafa
hér herstöð yfirhöfuð ef þoturnar færu. Ertu
enn þeirrar skoðunar? >