Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Side 37
LAUGARDAGUR26. JÚU2003 DV HELGARBLAD 41 Mætast á ný í Frostaskjóli KR og Fram mætast í annað sinn í sömu vikunni í ÞAÐ VERÐUR HART BARIST: Annað kvöld mætast lið KR og Fram í úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Liðin áttu síðast við um liðna helgi i bikarkeppninni og þar fór KR með sigur af hólmi, 2-0. Lokaleikur 11. umferðar úr- valsdeildar karla í knattspyrnu verður háður í Frostaskjólinu annað kvöld kl. 19.15. Þar mætast KR og Fram í leik sem skiptir miklu máli fyrir bæði liðin. Liðin mættust einnig um síðustu helgi í bikarnum þar sem KR sigraði nokkuð sann- færandi, 2-0. Liði Fram hefur ekki vegnað nægi- lega vel það sem af er tímabili og er það sem stendur á botni deildarinn- ar með átta stig, fjórum stigum á eft- ir Valsmönnum sem eru í níunda sæti. KR hefur einnig Ieikið undir getu í sumar þó svo að allt annað hafi verið að sjá til liðsins í sfðustu leikjum en í upphafi tfmabils. Með sigri á morgun getur KR komist upp að hlið Fylkis í efsta sæti en Framar- Með sigri á morgun getur KR komist upp að hlið Fylkis í efsta sæti en Framarar þurfa nauðsynlega á sigri að halda ætli þeir ekki að dragast langt aftur úr. ar þurfa nauðsynlega á sigri að halda ætli þeir ekki að dragast langt aftur úr hinum liðunum. Einn heitasti stuðningsmaður Fram-liðsins, hæstaréttarlögmaður- inn og prófessorinn Jón Steinar Gunnlaugsson, er sannfærður um sigur sinna manna í Vesturbænum á morgun. „Mér finnst hafa verið hnökrar á leik liðsins upp á síðkastið og það hefúr ekki staðið undir væntingum en ég er þess fullviss að menn muni njóta sín vel f Frostaskjólinu á morgun. Þangað förum við Framarar ekki nema til þess að sækja þrjú stig og það mun okkur takast á morgun," segir Jón Steinar kokhraustur. Hann segist hafa sótt flesta leiki liðsins í sumar en oft orðið fyrir vonbrigðum líkt og aðrir aðdáendur Safa- mýrarpiltanna. „Ég bíð eins og svo margir aðrir eftir að liðið sýni þann kraft og getu sem í því býr en mér finnst talsvert hafa vantað upp á baráttuna í sumar. Liðið mun hins vegar Ioksins blómstra á KR-vellinum á morgun og fara með sigur af hólmi, mér og öðrum Frömurum til mikjllar gleði," segir Jón Steinar. Leikurinn hefst klukkan 19.15 annað kvöld á KR- vellinum í Frostaskjóli, eins og áður hefur komið fram. agust@dv.is Þú geturfarið áhyggjulaus ífríið. Skráðu þig í úrslitaþjónustuna hjá Símanum GSM og þú missir ekki af neinu sem gerist í sportinu! Þú færð úrslitin, stöðuna, markaskorara og allt sem skiptir máli sent í símann þinn um leið og hlutirnir gerast á vellinum. Skráðu þig í úrslitaþjónustuna á vit.is og vertu með úrslitin á hreinu! Sony Ericsson Léttkaupsútborgun 1.980 kr. 1.000 kr. á mán. í 12 mán. Eingöngu fyrir GSM kort frá Simanum GSM. Með völdum CSM símum frá Símanum GSM fylgir Sumarkort eða 2.500 kr. inneign. URSUTIN A HREINU! 1 V' t' Gerðu meira með Símanum GSM sumar SIMINN 1 vit.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.