Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Síða 10
10 SK08UN LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST2003 Umhverfisslys sem varað var við Um 2.800 eldislaxar af norskum stofni sluppu síðastliðinn miðvikudag úr bráðabirgðasjókví við höfnina í Neskaupstað. Versti ótti veiðiréttarhafa og laxveiðimanna var því ekki ástæðulaus. Fátt í mannlegum mætti getur komið í veg fyrir eitt versta náttúru- og umhverfisslys síðustu áratuga hér við land. Aðeins náttúran sjálf getur hugsanlega tekið til sinna ráða. Laxveiðimenn og veiðiréttarhafar hafa lengi varað við sambýli náttúrunnar við kvíaeldi á laxi. Óttinn við að eldisfiskur gangi í íslenskar veiðiár og gangi smátt og smátt en örugglega af íslenska laxinum dauðum er raunverulegur. Slysið í Neskaupstað staðfestir aðeins þennan ótta - gerir hann raunverulegan. Þeir sem mest hafa varað við sjókvíaeldi hafa verið sakaðir um að mála skrattann á vegginn og viðvörunarorð þeirra höfð að vettugi. í fróðlegri grein, sem birtist hér í DV árið 2001, var fjallað um reynslu Skota af eldislaxi. Á aðeins tveimur árum hafði fjöldi laxa sem slapp úr eldiskvíum fimmfaldast. Árið 1988 er talið að 95 þúsund fiskar hafi sloppið en árið 2000 var fjöldinn kominn upp í 491 þúsund fisk. Fjórir af hverjum fimm löxum sem stangaveiðimenn veiða í skoskum ám eru eldisfiskar sem sloppið hafa úr kvíum. í norskum ám eru níu af hverj- um tíu löxum sem veiðast eldisfiskar. Því miður virðist vera beint samhengi milli uppbyggingar í laxeldi og hnignunar skoskra laxveiðiáa. Árið 1983 gáfu árnar af sér 1.220 tonn af villtum laxi en 4.000 tonnum af eldislaxi var slátrað. Sex árum síðar var afrakstur eldis- Slysið í Neskaupstað sannar að sambýli náttúrunnar við kvíaeldi á laxi er sambýli þar sem stöðugt er teflt á tvær hættur. Við íslendingar höfum ekki efni á því að taka slíka áhættu. Fáirættu að skilja það betur en Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. stöðvanna 127 þúsund tonn en veiði úr ánum var aðeins 200 tonn - sex sinnum minna en 1983. Við vesturströnd Skotlands, þar sem kvía- eldið er mest, skilar aðeins 1% af laxi sem geng- ur í sjó sér í árnar aftur. Á austurströndinni, þar sem eldið er miklum mun minna skila sex sinn- um fleiri sér aftur í árnar til að hrygna. Verndun íslenska laxins er verkefni sem skipt- ir íslenskt þjóðfélag gríðarlega miklu - ekki að- eins vegna náttúruverndar heldur einnig vegna þeirra fjármuna sem í húfi eru. Um eða yfir 1200 bújarðir hafa meiri eða minni tekjur af lax- og silungsveiði. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra hefur lýst því yfir að ekkert stuðli frem- ur að því að halda landinu í byggð en þessar „veiðijarðir, hvort sem um er að ræða silungs- eða laxveiði, og sú góða löggjöf og félagshyggja sem hefur ríkt í kringum veiðiskapinn. Bændur verða að leita allra leiða til að hafa sem mest út úr þeirri auðlind sem veiðiárnar eru.“ Veiðileyfamarkaðurinn veltir vel á þriðja milljarð króna á hverju ári og stór hluti fer til veiðiréttarhafa. Þegar þessum hagsmunum er ógnað hljóta bændur að grípa til sinna ráða og krefja stjórnvöld um aðgerðir til að verja hags- muni þeirra. Veiðiréttarhafar eiga heimtingu á því að landbúnaðarráðherra taki sjókvíaeldi til gagngerrar endurskoðunar með hliðsjón af slysinu í Neskaupstað. Ekki er nægjanlegt að fram fari rannsókn á orsökum slyssins. Það geta veiðiréttarhafar og stangveiðimenn ekki sætt sig við. Slysið í Neskaupstað sannar að sambýli nátt- úrunnar við kvíaeldi á laxi er sambýli þar sem stöðugt er teflt á tvær hættur. Við Islendingar höfum ekki efni á því að taka slfka áhættu. Fáir ættu að skilja það betur en Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Mjög óheppilegt HrsTJðftiMMftir ÓlafurTeitur Guðnason blaðamaður - olafur@dv.is „Sá siður er til dæmis hér og víða um lönd að dómarar í Hæstarétti byrja daginn á því að heilsast með handa- bandi." Frá þessu sagði Guðrún Erlends- dóttir, sem nú er forseti Hæstarétt- ar, í grein í Tímariti lögfræðinga í ársbyrjun 1995 eða þar um bil. Sagði hún dómarana viðhafa þenn- an sið til þess að staðfesta að allur ágreiningur og sárindi, sem kynnu að hafa verið fyrir hendi daginn áður, væru gleymd og grafin og þess vegna ekkert að vanbúnaði að takast á við verkefni dagsins. Þetta er vafalaust ágætur siður; það er gott að vita til þess að dreng- lyndi og sátt einkenni æðsta dóm- stól landsins. En um leið minnir til- hugsunin um dagvissan handa- bandsfund dómaranna óneitan- lega á lokaðan klúbb, jafnvel fóst- bræðralag. Sjálfskipaður Hæstiréttur Harðlega hefur verið gagnrýnt að dómsmálaráðherra skyldi ekki skipa annan hvorn þeirra í stöðu hæstaréttardómara sem Hæstirétt- ur taldi sjálfur að væm „heppileg- astir". í öllum hamaganginum og hneykslaninni virðast menn ekki hafa gefið sér tíma til að átta sig á því að í þessari gagnrýni felst sú skoðun að Hæstiréttur eigi sjálfur að velja dómara en ekki ráðherra. Um þetta er ekki hægt að deila enda getur Hæstiréttur allt eins gefið það álit að aðeins einn um- sækjandi sé „heppilegastur" og ráðherra væri þá - samkvæmt þessu - skylt að fara eftir því. Það ætti að blasa við að einhver versta aðferð við að skipa Hæsta- rétt er að hafa hann sjálfskipaðan enda þekkjast líklega engin dæmi þess. Slíkt ríki í ríkinu er nánast óhugsandi. Eitt er að líklega yrði dómurinn með tímanum skipaður mjög einsleitum hópi manna með mjög einsleitar skoðanir, til dæmis á því hvert væri hlutverk dómstól- anna, en um það hefur verið tals- vert deilt sem kunnugt er. Hitt skiptir þó miklu meira máli: val á dómurum yrði ábyrgðarlaust. Ráð- herrar eru háðir endurnýjuðum stuðningi kjósenda og ríkisstjórn þeirra á yfir höfði sér vantraust Al- þingis. Ef Hæstiréttur ætti á annað borð að ráða þessu - þ.e. án þess að ráðherra eða Alþingi gætu skipt sér svo mikið af að ekkert raunverulegt vald væri eftir - þá væri hann ekki ábyrgur gagnvart neinum nema sjálfum sér. Slíkt fyrirkomulag væri vægast sagt mjög óheppilegt, ekki síst í ljósi þess að Hæstiréttur hefur sýnt í verki að hann tekur því illa að sæta aðhaldi frá framkvæmdavaldinu. Þegar ný dómstólalög voru sett 1998 mótmælti Hæstiréttur því harðlega að komið væri á laggirnar sérstakri nefnd um dómstóla, sem hefði vald til að veita hæstaréttar- dómurum áminningu. Hæstiréttur sagði í umsögn um frumvarpið að þetta væri mjög óeðlilegt; enginn nema forseti Hæstaréttar ætti að geta áminnt hæstaréttardómara. Sex útilokaðir Samkvæmt lögum á Hæstiréttur að gefa ráðherra umsögn um hæfi og hæfni umsækjenda. Hæstiréttur hefur ekki neitunarvald nema í tveimur tilvikum: í fyrsta lagi ef hann telur að umsækjandi sé ekki hæfur til að gegna embættinu í ljósi starfsferils síns og lögfræðilegrar þekkingar og í öðru lagi ef hann tel- ur að umsækjandi hafi gerst sekur um refsivert athæfi sem telja megi svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem geti rýrt það traust sem dómari verði að njóta. Þetta er vald Hæstaréttar í málinu. Að öðru ieyti er ráðherra ekki bundinn af umsögn hans. Hvergi er í lögunum talað um að Hæstiréttur eigi að leggja mat á KLÚBBURINN: Sumir virðast telja æskilegt að Hæstiréttur ráði því sjálfur hverjir eru skipaðir dómarar en þannig yrði að öllum líkindum til ábyrgðarlaus og einsleitur klúbbur. hvaða umsækjandi sé „heppileg- astur". Samt hefur Hæstiréttur nú gert það að meginniðurstöðu sinni að tveir af átta umsækjendum séu heppilegastir. Það er gert með tilliti til þess „hverrar reynslu og þekk- ingar er helst þörf, eins og Hæsti- réttur er skipaður". Með þessu er Hæstiréttur f raun- inni að segja að verið sé að skipa í eitthvert afmarkað starf innan Hæstaréttar - rétt eins og ef ráða Það getur varla talist sanngjarnt gagnvart öðrum hæfum umsækj- endum að á grundvelli sjónarmiða sem lúta að öðru en hæfni þeirra skuli þeir nánast útilok- aðir frá embætti. Það er vægast sagt mjög óheppilegt fyrir þá. þyrfti fréttamann á fjölmíðil með sérþekkingu á viðskiptum. Ef sú væri raunin hefði auðvitað þurft að taka það fram þegar embættið var auglýst. Og þá væri umsækjandi með slíka sérþekkingu að sjálfsögðu hæfari en sá sem hefði hana ekki. En þetta er ekki tilfeliið. Enda segir Hæstiréttur að allir umsækj- endur séu hæfir. Að vísu er sagt að greina megi á milli þeirra hvað hæfni varðar, t.d. varðandi mennt- un, en hvergi er sagt berum orðum að einhverjir tilteknir séu „hæfast- ir“. Og eins og komið hefur fram ráða önnur atriði en hæfni um- sækjendanna mestu um það að tveir eru teknir út úr. Það er þess vegna með engu móti hægt að líta svo á að Hæstiréttur telji að þeir tveir, sem hann segir heppilegasta, séu hæfastir. Það getur varla talist sanngjarnt gagnvart öðrum hæfum umsækj- endum að á grundvelli þessara sjónarmiða - sjónarmiða sem lúta að öðru en hæfni þeirra - skuli þeir nánast útilokaðir frá embættinu. Það er vægast sagt mjög óheppilegt fyrir þá. En þeir geta huggað sig við að ráðherra er ekki skylt að fara eft- ir þessum tilmælum Hæstaréttar. Það er hans - ekki Hæstaréttar - að meta hverjir séu heppilegastir tii starfans. Dómarar í eigin sök Vissulega má telja skynsamlegt að í Hæstarétt veljist dómarar með fjölbreytta sérfræðiþekkingu. Margir kunna að telja að Hæstirétt- ur sé best til þess fallinn að meta hvar skórinn kreppi í þeim efnum. En er það svo? Hvað með sérsvið sem einhver dómaranna hefur tals- verða þekkingu á en lögmenn og lagaprófessorar hafa áhyggjur af að sé ekki nægjanlega góð eða yfir- gripsmikil? Er Hæstiréttur sjálfur líklegastur til þess að viðurkenna að svo sé? Auðvitað ekki. Og ekki þarf að vera um það að ræða að efast sé um kunnáttu sitjandi dómara heldur hitt að æskilegt sé að í Hæstarétti séu fulltrúar andstæðra sjónarmiða í einhverju af ágreiningsmálum lögfræðinnar. Hæstiréttur sjálfur er auðvitað líklegastur til þess að velja skoðanabræður til liðs við sig. Og það er ekki heppilegt. í framhjáhlaupi má líka spyrja þá sem hafa gagnrýnt það þegar konur hafa ekki verið skipaðar í Hæstarétt hvort þeir telji að framgangur kvenna hefði orðið greiðari ef þessi karlaklúbbur hefði fengið að ráða eftirmenn sína sjálfur. Klúbbvæðing Að Hæstiréttur skuli beita fyrir sig röksemdum sem lúta að öðru en hæfni umsækjenda er ekki til þess fallið að kæfa efasemdir sem menn kunna að hafa um hvort ein- göngu málefnaleg sjónarmið hafi ráðið umsögn hans. Þvert á móti verður það mönnum tilefni til að rýna nánar í niðurstöðuna. Þá rifja menn upp að annar heppilegi um- sækjandinn var til margra ára ná- inn samstarfsmaður eins dómar- ans sem stóð að umsögninni. Og að hinn heppilegi umsækjandinn hef- ur í meira en tuttugu ár verið í briddsklúbbi með öðrum hæsta- réttardómara. Þegar það bætist svo við að Hæstiréttur - einn dómari eða fleiri - beinlínis hvatti annan þessara manna til að sækja um embættið hljóta menn að spyrja hvort við- komandi dómari (eða dómarar) sé hæfur til að skrifa umsögn um hæfni umsækjenda, hvað þá að meta hvort þeir séu heppilegir eða ekki. Það er ágætur siður að hæstarétt- ardómarar takist í hendur í upphafi hvers vinnudags. En það er mjög óheppilegt að slík handsöl hefjist áður en þeir eru skipaðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.