Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Síða 18
18 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST2003 Kraftur smæðarinnar í félagi við Freud Alfred Adler var austurrískur gyðingur og sálfræðingur, fæddur 1870 í Vín. Hann nam læknisfræði við háskólann í Vín og starfaði sem augnlæknir fyrst eftir að hann útskrif- aðist en skipti svo yfir í almenn læknisstörf. Hann setti á fót læknastofu í lágstéttahverfi Vínar, beint á móti skemmtigarði og fjöl- leikahúsi. Flestir sjúklinga hans voru sirkus- fólk. Adler rannsakaði óvenjulega og oft sér- hæfða líkamlega getu þeirra og veikleika og það veitti honum innsýn í það sem hann kallaði síðar „organ inferiority theory“ og þýða má á ófullkominn hátt sem kenning- una um vanmátt líffæra eða líkamshluta. Hann komst í kynni við kenningar Freuds og gagnrýni á þær og fann sig knúinn til að svara gagnrýninni og koma til varnar Freud. í kjölfarið skrifaði Freud honum og stakk upp á samstarfi þeirra tveggja. Adler varð hluti af innsta hring Freuds, einn fjögurra stofnfélaga sálgreinifélags Freuds. Þeir voru vinir og félagar í 10 ár en smám saman fór þá að greina á um meira og meira. Adler skrifaði m.a. ritgerð um árásarhvöt sem Freud hugnaðist ekki og enn frekari gjá varð á milli þeirra með útgáfu ritgerðar Adlers um vanmátt líkamshluta og andlegri til- Allar framfarir manna, vöxtur og þróun koma til vegna lát- lausra tilrauna til að bæta fyr- ir vanmátt þeirra, hvort sem hann er raunverulegur eða ímyndaður. Þegar þessar til- raunir ganga oflangt er lík- legt að kalla megi það blússandi vanmáttarkomplex. MINNIMATTARKENND: Jobbi Daldóni, höfuðand- stæðingur Lukku-Láka í teiknimyndasögunum frægu, er að vlsu skáldsagnapersóna en sem slík holdgerv- ingur vanmáttarkenndarinnar, illgjarn og lævís og skaphundur hinn mesti. Samkvæmt kenningum austurríska sái- fræðingsins Alfreds Adlers er drifkraft- urinn bak við allar gerðir mannanna - góðar eða slæmar - stanslaus viðleitni til að sigrast á vanmáttarkenndum sem rætur eiga einhvers staðar í lífi þeirra. Þegar sú viðleitni gengur út í öfgar verður til vanmáttarkomplex og þá er oft voðinn vís. Helgarblaðið skoðaði nánar kenningar Adlers og mátaði þær sérlega óvísindalega við einn áhættu- hóp af mörgum: lágvaxna. Það er vel þekkt að þeir sem bera höfuð og herðar yfir aðra á einhverjum sviðum upp- skera oft öfund og baknag fólks sem stendur skör neðar, frekar en að litið sé upp til þeirra. í stað þess að velta vöngum yfir ástæðum þessarar fremur neikvæðu en óneitanlega mannlegu tilhneigingar er hér staldrað við orðalag fullyrðingarinnar. Hin- ir ómissandi „glöggu lesendur" - hvar væru blaðamenn staddir án þeirra? - taka kannski eftir því að mælikvarð- inn á árangur í lífinu er myndlíkingar grund- vallaðar á hæð. Hetjurnar eru samkvæmt þessu hávaxnar á meðan hálfdrættingar og þaðan af meiri peð standa varla út úr hnefa. Líkingin segir vitanlega sína sögu um raunveruleikann en engin tilraun verður þó gerð til að grafast fýrir um ástæðuna fyrir meintu mikilvægi þessara sentímetra til eða frá, ekki frekar en hvers vegna meirihluta fólks virðist þykja æskilegra en ekki að vera grannur, vel hærður, vel tenntur, fallegur o.s.frv. Slíku er í besta falli vandsvarað. Einhverra hluta vegna er staðan einfald- lega sú á Vesturlöndum a.m.k. að það að vera hávaxinn þykir eftirsóknarverðara en að vera lágvaxinn. Innst inni vilja fæstir vera minni maður og margir líða sálarkvalir vegna smæðar sinnar, stundum að því er virðist fullkomlega órökrétt. Minni maður en hvað? - kynni einhver að spyrja, og kalla eftir samanburðinum sem miðstigið boðar. Þá vandast málið því enginn almennur sam- anburður er til, nema eitthvað sem heitir meðalmaðurinn, sem ku vera 180 cm á hæð en óvíst er hversu vísindaleg sú niðurstaða er. Það er því erfitt að finna út í eitt skipti fyrir öll hvar mörkin milli meðalmannsins og lágvaxna mannsins eru og kannski eina viðmiðið að það er ekkert viðmið. Fyrir utan þá sem einfald- lega leiða ekki hugann að svona löguðu er dá- lítið persónubundið hvort og þá hversu hlutfallslega lágvaxið fólk upplifir sig, vita- skuld innan augljósra marka sem náttúran ein setur, kannski fyrir utan sérfræðinga í lengingaraðgerðum og framleiðendur vissra tegunda af skófatnaði. Það er allavega þekkt stærð að lágvaxnir menn geta verið haldnir stórmennskubrjál- æði - rétt eins og aðrir - og hávaxnasta fólk getur verið afskaplega „lítið í sér“. í staðinn fyrir „lágvaxinn" og „hávaxinn" og önnur orð sem snúa að hæð fólks má svo setja öll önnur orð sem hafa að gera með eitthvað sem mögulega getur valdið fólki til- fmningaflækjum og sálarangist, þ.e. van- máttarkennd (e. inferiority feeling). Hæð er hér aðeins tekin sem dæmi enda vita hinir áðurnefndu glöggu lesendur að smæðin sem vísað er til í fyrirsögn getur verið óeigin- leg merking, t.d. þannig að átt sé við sálina í manninum. Sem leiðir okkur að Alfred Adler. (JÖbbij iaíað 1,8 m— 1.7 m 1,6 m 1,5 m Mm i.Jm 1,2 m 1.1 m 1,0 m 0.9 m _ 0.8 m _ 0,7 m _ 0,6 m _ 0.5 m _ 0.4 m _ 0.J m _ 0,2 m _ 0,lm _ Q *O i-: rsbuJc/app1 Ttíannftatiir Ö1 B>ra 3/r ! a#, ■Striéa merf trefur ÞraHUeinii Þanrr íuk/eu-Láti Þomid v í/V veuar.., 1—- —V-—r -------- TT —l— _—í—i— -------------------ÆMMm-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.