Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Side 28
28 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST2003
Meira en þúsund orð
1. Sundmaður gengur upp úr flæðarmálinu fram hjá brimbrettamanni sem kannar öldurnar snemma morg-
uns í vikunni á hinni heimsfrægu Bondi-strönd í Sydney í Ástralíu.
2. Starfsmaður dýragarðsins í Miinchen sprautar vatni á fíl um síðustu helgi í miðri hitabylgjunni sem ríkir i
Evrópu. Hitastigið í Þýskalandi hefur farið reglulega yfir 40 gráður á Celsius í sumar.
3. Heilagir menn og naktir við helga tjörn búa sig undir heilaga baðferð í fyrsta Shahi Snan („mikla baðinu") á
helgri hátíð hindúa, Kumbh Mela. Þessi marghelga stund átti sér stað á mánudag í þorpinu Trimbakeshwar,
nærri Nasik, sem er um 180 kílómetra norðaustur af Bombay.
4. Námsmaður heldur á fána Chile meðan verkamenn flýja undan háþrýstivatnsbyssum óeirðalögreglu nærri
forsetahöllinni í Chile á miðvikudag. Fyrsta almenna verkfallið í Chile síðan 1986, á valdaárum Pinochets,
stendur nú yfir en nógu margir verkamenn mættu þrátt fyrir það til vinnu til þess að þjóðlífið lamaðist ekki
eins og leiðtogar verkfallsmanna höfðu heitið.
5. Þrjú taívönsk börn renna sér niður vatnsrennibraut í almenningssundlaug í Taipei í síðustu viku. Föstudag-
urinn í síðustu viku var heitasti dagur íTaipei síðan 1897, hitinn fór í 38,7 gráður á Celsius.
6. Þyrla losar vatn á skógareld í Sant Llorenc Savall á norðaustanverðum Spáni á mánudag. Þann dag fundust
fyrstu fórnarlömb skógareldanna - fimm manns úr sömu fjölskyldu fundust látin eftir að hafa, að því er virtist,
reynt að flýja heimili sitt sem umkringt var eldtungum. Um 1300 hektarar skógar f Sant Llorenc hafa orðið
eldinum að bráð.
7. Bugey-kjarnorkuverið á bökkum Rónar í Frakklandi. Franska rafmagnsveitan hefur dregið úr orkufram-
leiðslu þess um 4.000 megavött á síðustu dögum eftir að hitabylgjan í Evrópu olli vandamálum við kælingu í
orkuverum hennar. Franska ríkisstjórnin hefur slakað á ströngum umhverfiskröfum og leyfir nú orkuverum að
losa vatn aftur út í árnar við hærra hitastig en venjulega er leyft.
8. Kona gefur þyrstum hundi vatn að drekka við gosbrunn í Pontevedra á Norður-Spáni. Hitabylgjan er talin
hafa átt þátt í dauða næstum þrjátíu manns á Spáni.
9. Strákur kælir sig á La Misericordia-ströndinni í Malaga síðustu helgi. Hin steikjandi hitabylgja í Evrópu hélt
áfram og á að halda áfram um helgina. Fólk hefur dáið og skógar brunnið í allri álfunni og mörg önnur alvar-
leg vandamál hlotistaf hitanum.
10. Meðlimir ungverska landsliðsins í vatna-póló henda þjálfara sínum, Denes Kemeny, út laug eftir að hafa
unnið Ítalíu í úrslitum heimsmeistaramótsins í Barcelona i lok júlí.
11. Líbanskur unglingur stekkur af brú yfir Awali-ána í hafnarborginni Sidon. Hitabylgjan hefur látið finna fyrir
sér á líbönsku ströndinni.