Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 42
46 DV HELGARBLAD LAUGARDAGUR 23.ÁGÚST2003 » ^ Nýr umboösmaöur OV í | Njarövík frá 1. ágúst er ^ Oddný Stefánsdóttir, Fífumóa 20 ^ Nýr umboösmaöur DV í ^ Grindavík frá 1. ágúst er | Sigbjörn Jóhannsson, ^ Ásbraut 3 g Sími 426 7922 og 693 0375 ^ Nýr umboðsmaöur DV í ^ Bolungarvík frá 1. ágúst | er Signý Ástmundsdóttir, í Traöarlandi 1 | Sími 456 7035 og 893 7035 Ef þú kaupir smáauglýsingu á HáPPDRÆTTIS- Aðalvinningurinn, flugmiði frá lceland Express er dreginn út 2. september Svo er einnig hægt að vinna bíóveislu - miða, gos snakk og prinsessu-súkkulaðikassa, auk þess sem að allir vinníngshafar munu fá fría áskrift að DV www.smaar.is Stick'n' Sushi Thorvaldsen Café Sólon Galileo Jóa útherja Sjónvarpsmiðstöðinni Heildversluninni Hvítum stjörnum r • jMt T MiIMJi BJI fij iTMifl T| i H%x c g Skák Umsjón: Sævar Bjarnason Spennandi skákþing að hefjast Það er margt á döfinni í skákheim- inum sem endranær. Hér heima ber hæst að Skákþing Islands, landsliðs- flokkur, hefst á morgun í Hafnarfirði. Teflt verður í iista- og menningar- miðstöð bæjarins í Hafnarborg. Um- ferðirnar heljast kl. 13 um helgar en kl. 17 á virkum dögum og eru skák- áhugamenn hvattir til að fjölmenna í Fjörðinn! Keppendur eru eftirtaldir í alþjóðlegri Elo-stigaröð: 1. Hannes Hlífar Stefánsson SM 2.560, 2. Þröst- ur Þórhallsson SM 2.444, 3. Jón Vikt- or Gunnarsson AM 2.411, 4. Stefán Kristjánsson AM 2.404, 5. Bjöm Þor- fmnsson FM 2.349, 6. Sigurður Daði Sigfusson FM 2.323, 7. Ingvar Ás- mundsson FM 2.321, 8. Davíð Kjart- ansson FM 2.320, 9. Róbert Harðar- son FM 2.285, 10 Guðmundur Hall- dórsson 2.282, 11. Sævar Bjarnason AM 2.269, 12. Ingvar Þór Jóhannes- son, 2.247. Þrír keppenda hafa orðið fslandsmeistarar í skák, þeir Hannes H. Stefánsson, sem er handhafi titils- ins, Jón Viktor Gunnarsson og Ingvar Ásmundsson, sem varð Islands- meistari 1979 og hefur ekki teflt í landsliðsflokki síðan! En Ingvar hef- ur, eftir að hann settist í helgan stein í atvinnuiífinu, sinnt skáklistinni mikið og vel. Ingvar, sem verður sjö- tugur á næsta ári, sýnir, eins og margir aðrir, að það er hægt að tefla skák á nær öllum aldursstigum. Það em aðeins böm í vöggu sem vegna þroska síns geta ekki teflt. Keppnin kemur væntanlega til með að standa á milli fjögurra þeirra stigahæstu og er Hannes Hlífar að sjálfsögðu sigur- stranglegastur. En allt getur gerst í skákinni! Yngsti stórmeistari kvenna Hin 13 ára Kateryna Lahno varð efst á stórmeistaramóti í bænum Kramatorsk í Úkraínu. Hún er yngst kvenna til að ná stórmeistaraáfanga í karlaflokki og nær væntanlega titlin- um innan tíðar. Judit Polgar var að- eins 16 ára þegar hún náði titlinum og sló á sínum tíma met Roberts nokkurs Fischers sem náði einnig titlinum 16 ára 1958, en hann er eldri í árinu en Judit. Yngstur til að ná stórmeistaratitli er Sergei Karjakin, einnig ffá Úkra- ínu, sem var aðeins 12 ára þegar titil- inn var í höfn. Kateryna sigraði á mótinu í Kramatorsk með 9,5 v. af 13 en annar varð stórmeistarinn Zahar Efimenko, heilum vinningi á eftir. Það má mikið vera ef Kateryna á ekki eftir að láta mikið að sér kveða í fram- tíðinni en hún þykir mikið efni. Það er athyglisvert hversu margir góðir skákmenn spretta upp í Úkraínu. Þaðan er til dæmis heimsmeistari FIDE, Ponomariov, en f september mun hann reyna að verja titil sinn gegn Kasparov í Jalta á Krímskaga, þeim sögufræga stað. Pútín Rúss- landsforseti verður þá í heimsókn í Úkraínu og mun setja einvígið svo að næsta víst er að það verði haldið. Hins vegar er enn allt á huldu um einvígi þeirra Kramniks og Lekos. Kramnik krefst a.m.k. milljón dollara verðlaunasjóðs en þeir kappar þykja báðir tefla ákaflega traust og gera mikið af tíðindalitlum jafnteflum þannig að það gengur illa að fá aðila til að halda einvígið. Þýska borgin Dortmund hefur verið nefnd en ekk- ert hefur enn verið ákveðið. Það get- ur þvf farið svo að fyrirhugað samein- ingareinvígi um heimsmeistaratitil- inn í skák dragist enn um sinn. Einvígi Kasparovs og tölvunnar Tölvur og tölvuforrit eru að verða enn meira áberandi í skákinni og það var í fréttatímaritinu Newsweek 10. ágúst sl. að tilkynnt var um fyrirhugað einvígi Garys Kasparovs og tölvuforritsins Fritz. Einvígið verður í New York í nóv- ember, eða skömmu eftir einvígi Kasparovs og Ponomariovs á Krím- skaga. Kasparov tefldi á sfðasta ári einvígi við tölvuforritið Deep Junior Þeir voru þungbúnir stórmeistararnir sem urðu að lúta í lægra haldi fyrir hinni þrettán ára Katerynu Lahno. Kateryna Lahno er eitt af undrabörnun- um (skákinni. sem mun vera skilgetið afkvæmi Dimmblárrar (Deep Blue) sem Kasparov tapaði fyrir í sögulegu einvígi 1997 í Tvíburaturnunum sálugu í New York. Hann gerði jafn- tefli við Deep Junior í fýrra eftir að hafa náð frumkvæðinu. Það sem er athyglisvert við þetta einvígi er að Fritz mun koma mönnum fýrir sjónir í sýndarveruleika og þrívídd. Skákborðið sem teflt verður á mun fljóta um í loftinu en að vísu skilst mér að menn verði að nota sérstök gleraugu! Ekki er að efa að þarna verður merkur atburður á ferðinni sem e.t.v. mun valda straumhvörf- um í framtíðarsýn mannsins. Tölvusviðið er í stöðugri þróun þó að ekki hafi enn verið þróað skák- tölvuforrit sem tæmir leyndardóma skáldistarinnar endanlega. Lítum aðeins á hvemig þrettán ára stúlkubarn mátar reyndan skák- meistara! Hvftt: Kateryna Lahno (2439). Svart: CHeg Kulicov (2460). Nimzowitsch-byijun. Kramatorsk (2), 30. júlí 2003. 1. e4 Rc6 2. Rf3 d5 3. exd5 Dxd5 4. Rc3 Da5 5. d4 Bg4 6. Bb5 0-0-0 7. Bxc6 bxc6 Ekki kann ég mikil skil á þessari byrjun, veit aðeins að hún er kennd við skákhugsuðinn mikla Aron Nimzowitsch og að Tony heitinn Miles tefldi þessa byrjun oft. En stúlkan þekkti þessa stöðu og byrjun- ina vel og vissi að það hefði teflst skák eins og þessi. Hún mundi eftir skák á milli þjálfara síns, Sulypa, og skák- mannsins Zajamyi frá árinu 2000 og hafði skoðað hana rækilega með honum. Sulypa, sem hefur til dæmis þjálfað Vassilij Ivanchuk, Úkraínu- manninn snjalla, vann eiginlega þessa skák fyrir mig, sagði stúlkan hæversklega eftir skákina! 8. h3 Dh5 9. De2 Bxf310. gxf3 e611. Be3 Bb412. 0-0-0 Bxc3 13. Da6+ Kd7 14. bxc3 Dxf3 Þessi staða er um það bil í jafn- vægi. En hvítur kemur hrókum sín- um í spilið! 15. Hhgl Re7 16. c4 g6 Svartur virðist vera með teflan- /t/:____________________‘ÆL____ lega stöðu en stúlkan lumar á „klassísku" gegnumbroti. 17. d5! exd5 18. cxd5 cxd5 Svo mikið mundi Kateryna af rannsóknum sínum! Nú þurfti hún að styðjast við hyggjuvitið. 19. Db5+ Kc8 20. Da6+ Kd7 21. Da4+ Kc8 22. Bg5 Hhe8?? Síðasti leikur svarts var ómögu- legur, eftir 22. -f6 getur svartur e.t.v. varist en staðan er erfið eftir 23. Da6+ Kd7 24. Bxf6 Df4+ 25. Hd2. Nú finnur Kateryna þvingaða vinnings- leið. 23. Hgel! f6 24. Da6+ Kd7?? Styttir skáJdna og kvölina en eftir 24. -Kb8 25. He3 er öll nótt senn úti. Hún verður mörgum skákmannin- um erfið í framtíðinni, hún Ka- teryna! 25. De6+ og mát! Islandsvinurinn mikli, Ivan Hún eryngst kvenna til að ná stórmeistara- áfanga í karlaflokki og nær væntanlega titlinum innan tíðar. Sokolov, var grimmur við Svíþjóð- armeistarann í ár og núverandi Norðurlandameistara á opna skák- mótinu í Mainz. Ivan deildi þar öðru sæti en sigurvegari mótsins var Alexander Grischuk. Hvítt: Ivan Sokolov (2693). Svart: Evgenij Agrest (2605). Nimzo-indversk vöm. Mainz (7), 17. ágúst 2003. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 d6 5. e3 c5 6. Bd3 Rc6 7. Rge2 0- 0 8. Bd2 cxd4 9. exd4 d5 10. cxd5 exd511.0-0 h612. a3 Bd613. fi He8 14. Hael a6 Ivan teflir byrjunina nokkuð hægfara og svartur jafnar taflið auðveldlega. 15. Dcl Be6 16. Khl Rh517. g3 Df618. Be3 Had819. H£2Ra5?? Þeir leika sem betur fer stundum af sér Svíarnir ... Nauðsynlegt var 20. -De7 og staðan hefði verið nokkum veginn í jafnvægi. Nú veg- ur Ivan mann og annan! 20. g4! Dh4 21. gxh5 Bf5 22. Bxfi Rb3 23. Ddl Hxe3 24. Hg2 Hxfi 25. Hfl Rd2 26. Hfgl Rc4 27. Hxg7+ KfB En nú mátar hvítur í 2. leik! 28. Hg8+ 1-0 Eftir 28. -Ke7 er mát eftir 29. Rxd5+
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.