Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Qupperneq 34
38 DV HELGARBLAO LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST2003
Heimsmet í kynlífi
Bestir, flestir, oftast, lengst og mest
Þótt flestir stundi kynlíf vita fáir um
kynlíf annarra. Líklegt verður að teljast
að flestir vilji vita hvernig öðrum geng-
ur og hvað er eðlilegt svo Helgarblaðið
leit á nokkrar tölur og staðreyndir um
kynlíf og skoðaði hvernig heimsmetin
standa í algengum greinum.
í frægum dægurlagatexta segir: „Allir eru
að gera það gott nema ég ... Sannarlega
brjóstumkennanleg staða ef satt er en þegar
kynlíf er annars vegar er ekki víst að þetta
eigi við alla. Þó halda áreiðanlega margir að
þeir séu kynsveltir, klaufar sem standast
engan samanburð við aðra og luma á djúp-
stæðri öfund í garð annarra á þessu sviði.
Sérstaklega eru karlmenn grunaðir um
þetta og taldir breiða yflr eigin vangetu eða
aðgerðaleysi í kynlífi með tröllasögum og
ýkjum. Konur virðast mun sfður taka það
nærri sér þótt fáir gisti ból þeirra og fer litl-
um sögum af því að þær ljúgi upp á sig fjölda
rekkjunauta.
Fáir bera sig saman við félagana eða fjöl-
skyiduna þegar afrek eða frammistaða í kyn-
lífi er annars vegar en áreiðanlega langar
alla til þess að hafa einhvern óyggjandi sam-
anburð við aðra á þessu sviði.
í því skyni að svala forvitni lesenda glugg-
aði Helgarblað DV í nokkrar tölur um þá
þætti kynlífs sem hægt er að mæla. Þarna er
einkum stuðst við samantekt tímaritsins
FHM og rannsóknir Kinsey-stofnunarinnar í
Bandaríkjunum sem hefur rannsakað kyn-
hegðun fólks í rúmlega hálfa öld. Einnig er
til stofnun sem heitir Centre for Marital and
Sexual Studies í Kaliforníu og rannsakar og
mælir rúmfarir af ýmsu tagi og finna má á
Netinu slóðir á borð við sexualrecords.com.
Hvað oft er nógu oft?
Hve oft er nógu oft? Þetta er spurning sem
eflaust hefur komið upp í huga margra, sér-
staklega þeirra sem verið hafa í sambandi
lengi. Ef spurningin vaknar aldrei þá er
vandamálið ekki vandamálið því líklega er
það of li'tið kynlíf að mati einhvers sem vek-
ur téða spurningu.
Kinsey-stofnunin í Ameríku hefur kannað
kynlíf fólks frá 1947 og þar á bæ eiga menn
pappíra frá ungum manni sem taldi sig hafa
haft samfarir 52 þúsund sinnum á 30 árum
sem er rúmlega 33 sinnum í viku. Ein kona
sagðist hafa notið kynlifs 91 sinni í einum
mánuði en Kinsey vildi ekki taka tölur henn-
ar með til að skekkja ekki niðurstöðurnar.
Gift hjón sem Kinsey hafði tal af sögðust
elskast 29 sinnum í viku.
Þetta er frávik en algengt er að hjón Iifi
hjónalífi á fjögurra daga fresti.
Hvað lengi er nógu iengi?
Nú er það alkunna að það er ekki tíðni
samfara sem skiptir höfuðmáli heldur hve
lengi þær vara og þykir flestum eftirsóknar-
vert að þær geti staðið sem lengst. Tii eru
sagnir af kínverskum embættismönnum til
forna sem eyddu mörgum klukkustundum
með hjákonum sínum og héldu jafnvel við-
skiptafundi án þess að rjúfa líkamleg tengsl
við þær.
Kvikmyndaleikkonan Mae West skýrði frá
því að hún hefði eitt sinn notið ásta með
ungum manni, Ted að nafni, sem vöruðu í
fimmtán klukkustundir. Ted var spurður út í
málið og hann kvaðst vera: „furðu lostinn en
ánægður með frammistöðu sína“.
Hve fljótt er of fljótt?
Samkvæmt rannsóknum getur einn af
hverjum 1.250 karlmönnum haft sáðlát án
snertingar aðeins með því að hugsa kynferð-
islegar hugsanir. Það kann að þykja heldur
fljótt. Rannsóknir Kinseys á ungum karl-
mönnum leiddu í ljós að rúmlega 6% þeirra
fengu fullnægingu á innan við 10 sekúndum.
Konur hafa einnig verið rannsakaðar að
þessu leyti og doktor Seymour Fisher, sem
reit bókina: The Female Orgasm eða Full-
næging konunnar, taldi að það tæki konur
að meðaltali átta mínútur að fá fullnægingu.
Ein kona sem starfaði með Kinsey-stofnun-
inni fékk hins vegar 20 fulinægingar á 20
mínútum. Hún fékk fyrstu fullnæginguna
tveimur til fimm sekúndum eftir að samfar-
ir hófust. Þetta er ekki auðvelt að toppa.
ERTU T IL f TUSKIÐ7 Flest hjón virðast samkvæmt rannsóknum elskast á fjögurra daga fresti en heimsmetið mun vera 33 sinnum í viku aðjafnaði.
Ertu tilbúinn aftur?
Karlmenn geta ekki staðið konum á sporði
þegar kemur að fjölda fullnæginga. Metið á
28 ára gamall maður sem starfsmenn á
Centre for Marital and Sexual Studies í Kali-
forníu fylgdust með. Steini lostnir rann-
sóknarmenn fylgdust með honum fá 16 full-
nægingar á einni klukkustund en flestar
þeirra án sáðláts.
Meðalskammtur afsæði er
3,2 millílítrar og er talið að
0,4 millílítrar bætist við á
hverjum degi skírlífis. Stærsti
skammtur sem mælst hefur er
15 millílítrar.
Þeir fylgdust einnig með methafanum á
þessu sviði úr hópi kvenna, en það var ung
kona sem leyfði rannsóknarmönnum að
fylgjast með sér þar sem hún fékk 134 full-
nægingar á einni klukkustund.
Er þetta allt og sumt?
Venjulega varir fullnæging karlmanns í
þrjár til átta sekúndur samkvæmt rannsókn-
um amerískra. Það er um það bil tíminn sem
það tekur karlmanninn að gleyma nafni
konunnar. Konur geta hins vegar náð sér-
stæðu stigi sem rannsóknarmenn kalla stat-
us orgasmus og mætti kalla samfellda full-
nægingu. Það fylgdi sögunni að slíkt ástand
væri alltaf afrakstur sjálfsfróunar en árið
1966 fylgdust rannsóknarmenn hjá Masters
og Johnson með konu sem fékk samfellda
fullnægingu í 43 sekúndur.
Hver dregur lengst?
Þegar karlmanni verður sáðlát ferðast
sæðið á um það bil 45 kílómetra hraða en
svífur yfirleitt ekki nema um 20 sentímetra.
Á þessu eru nokkrar undantekningar og
maður að nafni Horst Schultz er á skrá fyrir
að geta spýtt 5,7 metra sem er talsverð vega-
lengd. Hann dreif enn fremur í 3,7 metra
hæð lóðrétt og geri aðrir betur.
Meðalskammtur af sæði er 3,2 millflítrar
og er talið að 0,4 millflítrar bætist við á
hverjum degi skírlífis. Stærsti skammtur
sem mælst hefur er 15 millflítrar.
Flestir karlmenn geta haft sáðlát tvisvar
sinnum á einum til tveimur klukkustundum
en hjá Kinsey mældu vísindamenn 39 ára
mann sem hafði sáðlát 8 sinnum á tveimur
klukkustundum og stendur það met enn.
Við þetta má bæta sögunni af konunni
Michelle Monaghan, sem kom á sjúkrahús f
Los Angeles árið 1991 og kvartaði undan
innantökum, Læknar dældu 800 millflítrum
af sæði úr maga hennar og henni varð ekki
frekar meint af.
Hvað langt er of langt?
Eitt af því sem karlmenn virðast bein-
tengja við ímynd sína sem karlmenn er
vinnulengd jafnaldra þeirra og því lengri
sem vinurinn er þvf betra skal það vera. Hér
er eflaust rétt hið fornkveðna að meðalhófið
er best en meðallengd getnaðarlims fullorð-
ins karlmanns (mælt ofan á) er 15,7 sentí-
metrar en 15,9 sentímetrar meðal þeldökkra
karlmanna.
Sumir karlmenn sem hafa státað af verk-
færi sem er talsvert fram úr meðallengd
þessari hafa haft af því nokkurn starfa og
leikið í klámmyndum lungann af ævi sinni
og nokkrir þeirra hlotið af allnokkra frægð.
Sumir þessara stórleikara hafa haldið fram
lengd getnaðarlims síns sem ekki hefur sfð-
an reynst rétt við mælingar en þó eru nokkr-
ir þeirra vel yfir 20 sentímetrum á lengd.
Lengsti getnaðarlimur sem nokkru sinni
hefur mælst svo óyggjandi sé var settur á
spjöld sögunnar árið 1913, þegar læknirinn
Robert L. Dickinson fékk sjúkling til sín sem
var óvenjulega vaxinn niður. Hann reyndist
vera með lim sem mældist 34,2 sentímetrar
í fullri reisn og ummálið var um 15 sentí-
metrar. Ekki fer neinum sögum af farsælu
eða skrautlegu ástalffi þessa manns en erfitt
er að verjast þeim grun að þetta sé ef til vill
heldur mikið af því góða.
Minnsti limur sem rannsóknarmenn
Kinseys hafa rekist á við skoðanir sfnar er
tæpir tveir sentímetrar f reisn. í læknisfræð-
inni er „míkrópenis" sérstakt fyrirbæri sem
nær oft ekki einum sentímetra að lengd.
Hér mætti rifja upp hin fornu einkunnar-
orð Spartverja: Sé sverð þitt of stutt, gakk þá
feti framar.
ÞÆR ERU HEPPNAR: Fullnæging karla varir í 3 til 8
sekúndur en rannsóknir hafa sýnt að konur geta
fengið samfelldar fullnægingar sem vara í allt að 43
sekúndur.
Fljótur á fætur
Árið 1948, löngu áður en Viagra kom til
sögunnar, rannsökuðu starfsmenn Kinseys
nokkra karlmenn og könnuðu hve fljótt þeir
næðu fullri reisn. Sá tími sem það tók þann
fljótasta að komast úr hvfldarstöðu í fulla
reisn var aðeins þrjár sekúndur. Þetta getur
maður kallað að vera fljótur á fætur.
Hvað eru kúlurnar stórar?
Venjulegt eista í fullorðnum karlmanni
mun vera 2 til 2,5 sentímetrar á breidd og
sjaldan lengra en fimm sentímetrar. Þetta á
þó ekki við um þá sem þjást af elefantiasis,
sem er skuggalegur sjúkdómur sem leggst á
karlmenn í hitabeltinu. Sníkjudýr sem kom-
ast inn í sogæðakerfið geta valdið því að
eistun stækka og getur pungurinn þá orðið á
stærð við fótbolta. Hljómar sannarlega ekki
skemmtilega. po///@dv./s