Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Page 21
LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 DV HELGARBLAÐ 21 að velta alvarlega fyrir mér að reyna að fá hann hingað til Islands þegar hann dó, blessaður karlinn." Þórshamar: Ekki bara karate Það er ekki bara í dag sem ís- lenskar hljómsveitir herja á erlend- an markað og reyna fyrir sér á er- lendri grund. Hljómar komu sér upp hinu þjóðlega nafni Thor’s Hammer á ensku og voru með ein- hverjar þreifmgar í útlöndum. Þó að hinir svokölluðu íslensku bítlar hafí kannski aldrei lagt undir sig metsölulistana eins og ensku fyrir- myndirnar skal það tekið fram að meðal grúskara og költ-áhuga- manna um tónlist er Thor’s Hammer í nokkrum hávegum höfð. Lög eftir sveitina má finna á stöku safnplötu og í plötubúðum sem höndla með gamlar plötur er sums staðar hægt að finna plötur þeirra, oft ansi hátt prísaðar. „Það má segja að ég sé búinn að taka næturlíf- ið frá öllum hliðum; uppi á sviði, úti í sal og svo keyrandi fólkið heim á eftir. Enda er ég búinn að fá mig fullsaddan á því." Til að mynda segir Erlingur mér að safnarar í Svíþjóð hafi valið Thor’s Hammer bestu óþekktu hljómsveit sjöunda áratugarins. „Rúnar fylgist dálítið með þessu og hann sýndi mér þetta. Eftir þessu að dæma höfum við verið eitthvað yfir meðallagi.” Að sögn Erlings var hljómsveitin þó alltaf frekar heimakær. „Alla vega ég, ég vil helst ekki fara neitt,” segir hann kíminn. „Og þetta Thor’s Hammer dæmi, við fylgdum því ekkert eftir að ráði. Hefðum kannski komist lengra þá. Við vorum aldrei neitt sérstaklega samtaka. Við vorum mjög samtaka á sviðinu en þegar komið var ofan af því vorum við allir tvist og bast. Við erum ólíkir og lítið samrýndir nema á sviðinu. Eigum ekkert sér- staldega mikið sameiginlegt en þegar komið er á svið erum við sem ein heild.“ Eins og lesendur taka eftir erum við skyndilega komnir yfir í nútíð- ina og fullkomnum þar með tíma- flakkið, fram og til baka. Hljómar eiga fertugsafmæli 3. október, þ.e. í næstu viku, og ætla að gefa út plötu og spila stíft næstu vikur til að fagna þeim merka áfanga, sem fáum hljómsveitum auðnast að ná. Afmælið er miðað við fyrstu tón- leika Hljóma, sem haldnir voru í Krossinum í Njarðvík 3. október 1963. Hljómsveitin hljóp í skarðið fyrir band úr Reykjavík sem forfall- aðist á síðustu stundu og síðan hafa menn ekki litið til baka. Fyrr en nú, og þeim og samtímafólki er vor- kunn þótt það fyrsta sem upp í hugann kemur sé: Vá, maður! Er virkilega svona langt síðan? fin@dv.is KIAJ^ rekstrarleigu * M Erlingur aftur á sviö: Erlingur Björnsson stígur aftur á svið með Hljómum á næst- unni þegar hljómsveitin verður 40 ára. Hann vék úr hljómsveitinni fyrir 35 árum og segist ekki sjá eftir neinu. DV mynd: Hari ar hættu og hvað Erlingur tók sér fyrir hendur, vindum við talinu aft- ur í tímann og ég spyr Erling um dálítið sem ég hjó eftir í Hljómabók- inni: Þegar hann og Engilbert Jen- sen hittu Paul McCartney á nætur- klúbbi í London. „Þetta var í einni af upptökuferð- um okkar til London. Við vorum á klúbbi þegar hann kom inn með hópi af fólki og lífvörðum, minnir mig, og settist við borð. Engilbert vatt sér yfir til hans og spurði hvort við mættum tylla okkur og spjalla við hann. Hann féllst á það og við spjölluðum smástund. Hann bauð okkur reyndar að koma í Apple- studios en við gátum því miður ekki þegið það boð. Vorum á leið heim daginn eftir, áttum pantað flugfar svo það varð ekkert af því. Það hefði kannski breytt einhverju fyrir Hljóma að geta þegið þetta boð Pauls," segir Erlingur og glottir í kampinn. Þetta kvöld varð Erlingi eftir- minnilegt því auk McCartneys hitti hann í sama klúbbnum gítargoðið Jimi Hendrix og Bill Wyman, þá bassaleikara Rolling Stones. „Það vantaði eiginlega bara Lennon. Ég hitti hann kannski bara hinum megin," segir Erlingur og hlær. „En ég spjallaði heillengi við Hendrix. Það var alger tilviljun, maður var nú ekkert að ofsækja þessa kalla. Ég fór á snyrtinguna, niðri í kjallara, og rakst eiginlega á hann í röðinni. Hann stóð við hlið- ina á mér og við tókum tal saman. Eftir að ég sagði honum að ég væri frá Islandi og væri í hljómsveit réð hann eiginlega ferðinni og ég komst varla að. Hann sagði að sig langaði að koma til íslands, vinur sinn hefði verið hér í hernum og hann hefði sagt sér að það væru svo sætar steip- ur á íslandi. Svo við töluðum um Is- land, stelpur og tónlist. Ég spurði hvort honum væri alvara með að koma til Islands og hann játaði því, bað mig bara að hringja í umboðs- manninn sinn og koma því í kring ef ég hefði áhuga á að hafa milligöngu um það. Satt að segja var ég farinn KIA RIO Rekstrarleiga kr. 24.800* Á mán. í 3 ár Verð frá kr. 1.325.000 KIA CARNIVAL Rekstraleiga kr. 39.000* Á mán. í 3 ár Verð frá kr. 2.490.000 *Smur, og þjónustuskoðanir eru innifaldar í verði rekstrarleigunnar. ‘Rekstrarleiga er háð breytingum á gengi erlendra mynta og vöxtum. Kynntu þér nánari skilmála hjá sölumönnum KIA KIA ísland ehf. Flatahrauni 31, Hafnarfirði. Sími 555 6025. www.kia.is KIA SORENTO Rekstrarleiga kr. 49.500* Á mán. í 3 ár Verð frá kr. 3.190.000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.