Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 45
OV Sport
LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 45 ’
Nágrannaslagurinn í Manchester er leikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Liðin mætast í hádeginu í ^
dag og getur United komist á toppinn með sigri. City hefur ekki unnið á Old Trafford síðan 1974 og í fram-
haldi af slæmu gengi liðsins óttast jafnvel bjartsýnustu stuðningsmenn liðsins skell í dag.
Stórleikur ensku úrvaisdeildarinnar
um helgina er örugglega nágrannaslagur-
inn í Manchester þar sem „litla liðið" f
borginni reynir að enda 30 ára bið eftir sig-
urleik í leikhúsi draumanna, Old Trafford.
Manchester City hefur átt í miklum
vandræðum að undanförnu og hefur ekki
unnið í síðustu sjö leikjum. Markaþurrðin
í þessum leikjum hefur ekki orðið til að
lífga upp á sálartetfið hjá framvæmda-
stjóranum, Kevin Keagan.
City-liðið hefur aðeins gert tvö mörk frá
því í október og umræða um brotthvarf
Keagans, slæmt gengi liðsins og miklar
skuldir eru ekki besti nesúspakkinn í
heimsókn til stóra bróður og það er hætt
við því að jafnvel bjartsýnustu stuðnings-
menn liðsins óttist skell gegn nágrönnun-
um í dag. Það hefur margt breyst í
Manchester á einu ári og í rauninni á síð-
ustu tveimur mánuðum því gengi City hef-
ur hrunið eftir mjög góða byrjun á tímabil-
inu og ágætt gengi í fyrra.
Aðeins eitt stig í fyrra
í fyrra náði United aðeins einu stigi út úr
leikjum liðanna og þótti að margra maú hepp-
ið með að fá þetta eina stig þar sem mark var
dæmt af City á lokamínútum leiksins á Old
Trafford.
Fyrri leikinn vann Man. City á sannfær-
andi hátt og menn þóttust þó lesa þau skila-
boð að City-liðið væri nú loksins að verða al-
vöru andstæðingur fyrir United, tilheyrði ekki
lengur flokknum yfir lið sem gæfu United sex
auðveld stig í baráttunni um enska meistara-
titilinn.
Það eru ekki breyúngarnar á leikmanna-
hópum, sem em þó United í hag í ár; þeir hafa
misst bæði David Beckham og Juan Veron á
sama tíma og Steve McManaman og Claudia
' Reyna hafa verið keyptir til City. Manchester
United á hins vegar harma að hefna eftir ófar-
inar gegn nágrönnunum í fyrra og það auð-
veldar City ekki verkefni dagsins.
Verðum að vera tilbúnir
„Ég veit að þeir vilja endurtaka leikinn
frá því í fyrra," segir Ruud Van Nistelrooy,
framherji Man. Utd., sem hefur skorað 15
mörk í 21 leik á tímabilinu. „Við ætlum að
halda uppteknum hætti og halda áfram að
spila vel eins og við höfum gert bæði í úr-
valsdeildinni og meistaradeildinni. Við
megum samt ekki gleyma að derby-slagur
er sér á báti og við verðum að mæta tilbún-
ir,“ sagði Nistelrooy fyrir leikinn.
Það hjálpar City að liðið hefur endur-
heimt þrjá sterka miðjumenn í vikunni,
Paul Bosvelt, Antoine Sibierski og Eyal
Berkovic, en sá síðastnefndi hefur aðeins
byrjað einu sinni inná í vetur eftir að hafa
lent í deilum við Keagan í sumar.
Berkovic lék vel gegn United í fyrra og er
líklegur til að spila þennan leik enda þarf
City tilfinnanlega meiri ógnun fram á við
eins og sést á því að liðið hefur ekki skorað í
365 mfnútur í úrvalsdeildinni.
Þegar kemur að United-liðinu vita
menn að þeir hafa alla burði til að vinna
nágrannana á sannfær
andi hátt.
Hælspyrna Dennis Law
Alex Ferguson hefur fengið
Paul Scholes aftur inn eftir meiðsl og
það ætti að hjálpa honum til að vinna
fyrsta nágrannaslaginn gegn City með
Kevin Keagan við stjörnvölinn.
City-menn dreymir hins vegar enn
um hælspyrnu Dennis Law sem tryggði
liöinu sigur á Old Trafford í aprílmán-
uði 1974 en síðan hafa 22 ferðir liðsins í
leikhús drauma oftast verið matröð ein
enda hefur liðið tapað 13 leikjum og að-
eins fengið níu stig á Old Trafford á
þessum tæpu 29 árum.
ooj&dv.is
City-liðið hefur aðeins
gert tvö mörk frá þvíí
október og umræða
um brotthvart Keag-
an, slæmt gengi og
miklár skuldir eru
ekki besti nestis-
pakkinn í heimsókn
til stóra bróðurs.
FagnarKeagan
lokslns marki?
Kevin Keagan,
framkvæmdastjóri
Manchester City, hefur
mátt horfa upp á
markaleysi i 365
minútur hjá sinu liði í
ensku úrvalsdeildinni.
Meiðsl Eiðs Smára koma væntanlega í veg fyrir að hann
spili með Chelsea í jólaleikjum ensku úrvalsdeildarinnar.
Eiður í jólaköttinn
Eiður Smári Guðjohnsen er ekki
bjartsýnn á að verða orðinn leikfær
fyrir leikjatörn Chelsea um jólin.
Eiður Smári meiddist á ökkla á
æfingu hjá Chelsea fyrir tveimur
vikum eftir viðskipti við
Hollendinginn Mario Melchiot og
telur sig vera heppinn að hafa ekki
farið verr.
Lán í óláni
„Þetta var mjög slæm tognun þar
sem ég sneri ansi illa upp á ökklann.
Ég var eiginlega bara heppinn að
það var ekki alvarlegra en tognun og
því má eiginilega segja að þetta hafi
verið lán í óláni," sagði Eiður Smári í
samtali við vef Skysports í gær.
Hann sagðist ekki vera bjartsýnn
á að spila með liðinu fyrir áramót.
„Að vera meiddur hefur aldrei
verið einn afmínum styrkleikum.
í hreinskilni sagt verð ég
afskaplega pirraður og erfiður í
umgengni þegar ég er meiddur."
„Ég er ekki enn búinn að jafna
mig en vonast til að geta
byrjað að æfa eftir viku eða f'
tfu daga. Eins og staðan er í
dag lítur út fyrir að ég
missi af leikjum liðsins
yfir jólahátíðina, sem er
mjög leiðinlegt. Að vera
meiddur hefur aldrei
verið einn af mínum
styrkleikum. í hrein-
skilni sagt verð ég
afskaplega pirraður og
erfiður í umgengni þegar
ég er meiddur en þetta er
víst hluú af knattspyrnunni
sem maður verður að sætta
sig við," sagði Eiður Smári.
oskar@dv.is
r
Húsbréf
Innlausn
húsbréfa
Frá og með 15. desember 2003 befst innlausn á
útdnegnum húsbréfúm í eftirtöldum flokkum:
4. flokki 1992 - 40. útdráttur
4. flokki 1994 - 33. útdfáttur
2. flokki 1995 - 31. ðtdráttur
1. og 2. flokki 1998 - 22. ötdfáttur
Innlausnarverðið er að finna i Morgunblaðinu
laugardaginn 13. desember.
Innlausn husbréfa fer firam hjá íbúðalánasjöði, i bönkum,
sparísjóðum og verðbréfafyrírtækjum.
íbúðalánasjóöur