Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Page 23
DV Fókus
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 23
0***> V
r
Q
Sígild kort Þessijólakorterufráþvíum 1980-en
telja má þó að myndefnið sé sígilt og-.að þessi kort
gætu hafa gengið bæði fyrr og siðar.
„Áður fyrr tíðkaðist meira en nú er
að fólk skrifaði á jólakortin svolít-
inn annál ársins. Núna sendir fólk
hinsvegar bara tölvupóst og eyðir
honum strax eftir lestur. Þannig
glatast mikilyægar heimildir og
þvíhöfum við skjalaverðir einmitt
áhyggjur af?'
Kort frá Kjarval Nýárskort
Meistara Kjarvals til Guðjóns
Samúelssonar húsameistara.
Sent ijanúar 1949.„Heilbrigt
gott ár,"segir í kortinu sem
stílað er á listamann lista-
mannanna, það er Guðjón.
Flugvélar og Hveradalir
Þessi kort gengu um 1950. Á
neðra kortinu er mynd afDC-3
flugvél Flugfélags Islands og af
Skiðaskálanum í Hveradölum
á hinni efri. Ætli nokkur myndi
nota þetta myndefni á jóla-
kortum idag? Úliklegt.
Skrifar á búðakortin í miklum flýti
1 Heimagerð til fjölskyldunnar
„Líklega sendi ég um sextíu
kort fyrir hver jól, en þarf af teng-
ist um það bil helmingurinn
rekstri mínum. Þessi þrjátíu kort
sem ég sendi persónulega eru að
mestu leyti til sama hópsins frá
ári til árs. Þeim sem sendu mér
kort í fyrra fá frá mér í ár og síðan
nokkrir aðrir tilfailandi, svo sem
áhugavert fólk sem ég hef kynnst
á árinu og finnst vert að senda
jólakveðju," segir Jórunn Frí-
mannsdóttir hjúkrunarfræðingur
og ritstjóri vefsetursins
www.doktor.is.
Jórunn segir fjarri að einhver
sérstök jólakortahefð sé á st'nu
heimili. „Flest kortin eru keypt út
í búð og á þau skrifað í miklum
flýti. Þau sem fara hinsvegar inn-
an fjölskyldunnar eru mörg hver
heimagerð, í haust fórum við í
sumarhús með vinahjónum og þá
sat fólk og dundaði sér við að búa
til kort. Sumum þeirra látum við
fylgja útprentaðar myndir, en
annars er nú engin regla á þessu
hjá okkur," segir Jórunn.
Hún bætir því við að hjá sér og
sínum tíðkist að opna kortin jafn-
óðum og þau berast og sfðan eru
þau fest upp á snúru sem hengd
er þvert yfir í eldhúsinu.