Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 13.12.1978, Qupperneq 16

Dagblaðið - 13.12.1978, Qupperneq 16
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1978 Tekur Karl stefnu á Belgíu eða Holland? m m jr w W ■ ■ W ■ ■ ■ - ■ w ■ ■ ■ * — Landsleikir við Dani á sunnudag og mánudag „Þeir eru ekki á heppilegum tima fyrir okkur landsleikirnir við Dani á sunnu- dag pg mánudag — en því varð ekki breytt. En þvi lofa ég að strákarnir munu leggja sig alla fram til að sigra Dani — það er alltaf mikill metnaður íslenzkra landsliðsmanna að sigra Dani,” sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, landsliðsþjálf- ari, á blaðamannafundi HSÍ i gær. Valsmenn leika við Dynamo Búkarest í þessari viku í Rúmeníu — og koma heim aftur á laugardag. Axel Axelsson og Ólafur H. Jónsson, sem leíka í ísl. liðinu, eiga erfiðan leik með Dankersen gegn Gummersbach á laugardag og koma heim þremur klukkustundumfyrir fyrri leikinn við Dani, sem verður á sunnudagskvöld kl. 21.00 i Laugardalshöllinni. Vikingur leikur þá i Ystad i Evrópukeppninni — og landsliðsmenn félagsins koma heim á mánudag í síðari leikinn, sem verður á mánudagskvöld kl. 21.00. Danir urðu í fjórða sæti í siðustu heimsmeistarakeppninni og koma með alla sina beztu leikmenn — eins og áður hefur verið skýrt frá í DB — nema þá Anders-Dahl Nielsen og Michael Berg. Það er lítið miðað við þau forföll, sem orðið hafa hjá okkur, og að ýmsu leyti nýtt landslið með þekktum nöfnum, sem Jóhann Ingi valdi í landsleikina við Dani. Einn nýliði er í liðinu, Atli Hilm- arsson, hinn bráðefnilegi leikmaður í Fram. Þrír „útlendingar” verða í lands- liðinu, auk Axels og Ólafs, Gunnar Einarsson, markvörður hjá Aarhus- KFUM, sem talinn er í hópi beztu mark- varða i 1. deildinni dönsku. Fyrri leikurinn verður á sunnudags- kvöld í Laugardalshöll og þá verða þessir leikmenn i baráttunni gegn Dönum: Jens Einarsson, ÍR, 6 Gunnar Einarsson, KFUM, 54 StefánGunnarsson, Val, 47 Þorbjörn Jensson, Val, 14 Bjarni Guðmundsson, Val, 34 Þorbjörn Guðmundsson, Val, 39 Steindór Gunnarsson, Val, 16 Gústaf Björnsson, Fram, I Atli Hilmarsson, Fram, 0 Axel Axelsson, Dankersen, 70 Ólafur H. Jónsson, Dankers., 104 Hörður Harðarson, Haukum, 3 Stefán Gunnarsson verður fyrirliöi fyrri leiknum, en í síðari leiknum Árni Indriðason, sem verður fyrirliði lands- liðsins i vetur. í síðari leikinn bætast þessir fimm leikmenn við: Árni Indriðason, Viking, 45 Páll Björgvinsson, Víking, 31 Ólafur Jónsson, Víking, 8 Viggó Sigurðsson, Viking, 36 Ólafur Benediktsson, Val, 81 Mikið stendur til framundan hjá is- lenzka landsliðinu og landsleikirnir við Dani fyrstu leikirnir i miklu æfingapró- grammi fyrir B-keppni á Spáni síðast í febrúar — forkeppni ólympíuleikanna i Moskvu 1980. Landsleikir verða við Bandaríkja- menn 28. og 29. desember næstkomandi hér heima. 6. og 7. janúar verða lands- leikir við Pólverja í Laugardalshöll. Þá tekur ísland þátt í Baltic-bikarkeppninni 9.—14. janúar. Þeir Axel Axelsson og Ólafur H. Jónsson munu ef að líkum lætur leika þar með islenzka landsliðinu svo og í leikjunum gegn Bandarikjunum og Póllandi. Hafa fengið leyfi frá Dankersen. Axel á að vísu við meiðsli nú að stríða — en sem betur fer er það ekki eins alvarlegt og talið var. Blóð i ökkla- — Karl Þórðarson ræðir við Heiman, stjóra La Louviere í dag „Já, ég er aö fara með Akraborginni „Það er ýmislegt að ske — ég þarf að Excelsior, sem einnig er i Rotterdam og í núna til Reykjavíkur og ég mun ræöa hugsa málió og athuga hvað er bezt,” nánu sambandi við Feyenoord. Gylfi viö Heiman, framkvæmdastjóra La sagði Karl ennfremur. Hann var á ætlar að ræða betur við Stephan vegna Louviere í Reykjavík I dag,” sagöi Karl Keflavíkurflugvelli í gærdag og tók þar á þeirrar breyttu stöðu, sem er komin upp Þóröarson, landsliðskappinn snjalli I móti Gylfa Þórðarsyni, formanni Knatt- — og það verður fljótlega,” sagði Karl knattspyrnunni, þegar DB ræddi við spyrnuráðs Akraness, sem var að koma ennfremur. Karl fer upp á Akranes aftur hann á Akranesi í morgun. Eins og áöur frá Hollandi með viðkomu í London. í kvöld — en hvort stefnan verður tekin hefur komið fram hér i blaðinu hefur „Gylfi kom með tilboð frá Stephan, á Belgíu eða Holland eftir það kemur Karl fengið tilboð frá La Louviere um að framkvæmdastjóra Feyenoord, til mín væntanlega í ljós, þegar líður á daginn. gerast þar atvinnumaður — mjög girni- — en það er ekki í sambandi við Feyen- „Þú hefur í hendi þér að gerast at- legt tilboð af þvi er DB hefur frétt. oord heldur annað hollenzkt félag, vinnumaður í knattspyrnu — ekki satt?” Karl Þórðarson spurðum við Karl í morgun. „Jú, það er rétt — og þetta er allt saman ákaflega spennandi,” sagði Karl en vildi skiljan- lega ekki úttala sig um málið. „Bezt — ég þarf að athuga vel hvað er bezt í þess- um málum,” sagi Karl að lokum. Man. City féll í Southampton Southampton sló Man. City út í enska deildabikarnum í gær og er því komið i undanúrslit keppninnar. Þeir Phil Boyer og Evans skoruðu fyrir Dýrlingana — mark i hvorum hálfleik, en eina mark Man. City var sjálfsmark Chris Nicholl. (Jrslit á Englandi i gærkvöld: Deildabikarinn Southampton—Man. City 2—1 2. deild MESTA ÚRVAL AF BARBIE VÖRUM FÁIÐ ÞÉR í Iþróttir Iþróttir 1 ÍV- “ i f pp* ■ ■ * já ádmik. ' Lt L L LEIKFANGABÚÐINNI LAUGAVEG111 OG 72 SÍMAR15395 OG 26045. SENDUM Í PÓSTKRÖFU UM ALLT LAND Preston—Charlton 6—1 Ensk-skozki bikarinn Burnley—Oldham 0—1 Þetta var siðari leikur liðanna i úrsiit- um. Burnley vann samanlagt 4—2.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.