Dagblaðið - 05.03.1979, Side 4

Dagblaðið - 05.03.1979, Side 4
4 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR5. MARZ 1979. Öfugmælum um_______ Heilsuhæli NLFÍ svarað Heilsuhælið i Hveragerði. Björgunar og hjálparsveit á Reykjavíkursvæðinu vill bæta við dugmiklum og áhugasömum félögum. Æskilegt er, að umsækjendur hafi reynslu í ferðalögum og útiveru. Lágmarksaldur er 20 ár. Þeir, sem hafa áhuga, eru vinsamlegast beðnir að leggja inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 10. marz upplýsingar um nafn, atvinnu, aldur, heimilisfang, síma og fleira, sem gæti skipt máli, merkt „Sjálfboðaliðar”. Tíl sölu Mini árg. 77 ekinn 12.500 km. Ný sumar- og vetrardekk fylgja. Upp- lýsingar í síma 21871 eftir kl. 18 á kvöldin. HÁRTOPPAR fyrir karlmenn frá hinu heimsþekkta fyrirtæki Trendman. Komið, skoðið og athugið verð og gæði. Verið ungir og glæsilegir eins lengi og hægt er. VILLIRAKARI Miklubraut 68, sími 21575 Varð að hættanámi Námsniaður hringdi: Alltaf eru þeir samir við sig, bless- aðir vinstri mennirnir, þegar þeir komast til valda og metorða. Þeir hafa ráðið Lánasjóði islenzkra náms- manna um hríð, eins og lýðum mun ljóst, og hafa nú komið því til leiðar að úthlutunarreglum sjóðsins hefur verið breytt. Ég átti von á a.m.k. 300 þús. króna láni núna í marz en eins og alltof fáir vita eru námslánin óhagstæðustu lán þjóðfélagsins, þ.e. vísitölutryggð. Þegar ég hugðist sækja lánið var það ekki komið og þegar ég grennslaðist fyrir um ástæð- ur þess kom á daginn að ég átti ekki að fá eina einustu krónu vegna þess að úthlutunarreglunum hafði verið Háskóli íslands. Nú hefur úthlutun- arreglum námslána til þeirra er þar stunda nám og í öðrum helztu menntastofnunum landsins verið breytt. Bréfritari er óánægður með þær breytingar. DB-mynd RagnarTh. Sig. breytt. Ekki nóg með heldur fékk ég að heyra að ég mætti eiga von á bréfi þar sem ég yrði krafinn um endur- greiðslu á þvi láni sem ég fékk í haust. Það var sem sé greinilegt að nýju úthlutunarreglurnar áttu að verka aftur fyrir sig og þurfti e.t.v. engum að koma á óvart sem þekkir til vinnubragða vinstri manna, nægir þar að minna á afturvirk skattalög ríkisstjórnarinnar. Að mínu áliti og fleiri er slík afturvirkni argasta sið- leysi og raunverulega ekkert nema þjófnaður. Þessar kveðjur lánasjóðs- ins til mín i vetur þýða það að ég verð að hætta námi í vetur. Þökk sé vinstri mönnum. V Kata og Kobbi úr Stundinní okkar. Óánægðir með Stundina okkar Kjartan Guðbrandsson og Heimir Björgvinsson skrifa: Oft hefur margt gott komið í sjónvarpinu en líka lé- legt. Nú keyrir um þverbak í Stund- inni okkar. Okkur, sem eru 12 og 13 ára gamlir, finnst efnið vera sérstak- lega væmið og ekkert sem er við okk- ar hæfi. Teljum við mjög auðvelt fyrir stjómendur sjónvarps að breyta þessu. Björn L. Jónsson skrifar: 1 Dagblaðinu i dag birtist grein eftir einhverja önnu Guðmundsdótt- ur. Höfundur er að vísu ekki það kjarkmikil að segja deili á sér, nema með nafnnúmeri, en fyrri hluti þess er 0333, og af tilviljun er mér kunn- ugt um hvað það þýðir. Það er vafa- samur heiðarleiki að skrifa þannig undir grein af þessu tagi. Ég vil hér svara í stuttu máli nokkrum atriðum varðandi starfsemina í hælinu í Hveragerði. Það er rétt að geta þess, að grein önnu hefir birst i Þjóðviljanum og Tímanum og þetta svar mitt sent báðum þeim blöðum. Vænti ég þess að Dagblaðið sjái sér fært að gefa les- endum kost á að lesa það einnig. 1. Anna Guðmundsdóttir dáist að þeim „nýja anda sem þar nú ríkir (þ.e. í heilsuhælinu) og hversu hinn nýi forstjóri hefir getað breytt and- rúmslofti þessa stóra hælis á svo skömmum tíma”. Hér er um furöulegt öfugmæli að ræða. Undir stjóm Árna Ásbjarnar- sonar hafði alla tíð ríkt hin ákjósan- legasta eindrægni innan hælisins, aldrei orðið neinir alvarlegir árekstr- ar. Hinn „nýi andi” og „breytt and- rúmsloft” lýsir sér m.a. í því, að for- stjórinn hefir kallað yfir sig einróma mótmæli á fjölmennum starfsmanna- fundi, sem hann hafði ekki kjark til að mæta á til að standa fyrir máli sínu. Ágreiningurinn gekk það langt, að minnstu munaði, að til verkfalls kæmi. Þetta stóð í sambandi við upp- sögn Heimis Konráðssonar rafvirkja- meistara, eins þarfasta iðnaðarmanns hælisins, og verður það mál seint þaggað niður til fulls. Og með þeim aðgerðum hefir forstjórinn fyrirgert þeim vinsældum, er hann hafði aflað séríupphafi. 2. Ekki er mér kunnugt um að í hælinu sé „allur annað aðbúnaður á þeim sjúklingum sem þurfa á læknis- þjónustu að halda”, það er hreinasti tilbúningur Önnu. Eina breytingin á læknisþjónustu upp á síðkastið er ráðning aðstoðarlæknis, og var hún gerð að ósk minni. Að öðru leyti mun ég ekki svara æsingaskrifum Önnu. Raddir lesenda Vegamál ílnnri- Njarðvíkum: Slæleg virííiu- brögð við snjó- mokstur- inn „Njarðvíkingur” hringdi: Mér finnst rétt að vekja athygli yfirvalda hér í Innri-Njarðvík á óánægju okkar íbúanna með ákaf- lega slæleg vinnubrögð í sambandi við snjómokstur. Þeir eru með einn traktor í þessu með lítilli tönn og hann getur þvi ekki skafið nema blámiðju vegarins. Þetta veldur þvi að bilar geta illa mætzt, allar innkeyrslur stíflast og ef vind hreyfir skefur snjóinn í skafla við bðrðin. Auk þess er mál manna, sem á hafa horft, að verkvit traktorsstjór- ans sé með eindæmum lítið og fé al- mennings sóað illa á þennan hátt. Raunar má segja að öll vegamál hér á svæðinu séu í miklum lamasessi og hafa menn haft við orð að þeir viti nú varla orðið hvernig veghefill lítur út. Misrétti i úthlutun dreifbýlis- styrkja Óánægður nemandi í Iðnskólanum skrifar: Samkvæmt minni beztu vitund hafa verið sett sérstök lög um dreif- býlisstyrk til iðnskólanema. Þeir sem eru fæddir árið 1958 eða eru eldri fá engan dreifbýlisstyrk vegna aldurs en í staðinn eiga þeir kost á námslánum, nema þeir séu á 1. ári. Þeir sem eru komnir á 2. ár eða lengra fá heldur engan dreifbýlisstyrk, hversu gamlir sem þeir eru. Þeir eru sem sagt sviptir styrk sem nemur 140—200 þús. krónum og fá í staðinn lán sem i þokkabót eru vísitölutryggð. Okkur var sagt að búið væri að samþykkja þetta á Alþingi. Er það satt? Hvers vegna fá menntaskólar, fjölbrauta- skólar, Ármúlaskólinn og fleiri skól- ar styrki? Nemendur þessara skóla fá styrki án þess að tekið sé tillit til ald- urs eða á hvaða önn þeir eru. Þctta er ósanngjarnt. „Þeir eru lánshæfir en það eruð þið ekki .” Þetta fengum við framan i okkur þegar við spurðumst fyrir um þessar breyting- ar. Getur menntamálaráðherra og aðrir sem þessu eru tengdir gefið skýringu á þessu ranglæti? Kannski fyrrverandi ráðherra geti það. Hvað eru mörg prósent nemenda sviptir þessum styrk? Hvers vegna endilega nemendur Iðnskólans sem er verk- námsskóli? Er verið að reyna að koma því ínn í kerfið að eftir fáein ár fái enginn styrk? Gerið þið ykkur grein fyrir því að nemendur í iðn- skóla þurfa líka að lifa og að þeir þurfa líka að borga dýra húsaleigu eins og aðrir? Þeir þurfa einnig að borga minnst 240 krónur á dag i strætisvagna sem nemur í kringum 4800 krónur á mánuði. Eiga dreif- býlisnemendur kost á strætóstyrk eins og Hafnfirðingar frá sinni heimabyggð? Ég vona innilega að þið sem svarið þessu gefið greinargóð svör og reynið að breyta þessu. Þetta gengur ekki svona. Gerið aldrei svona upp á milli nemenda og skóla. Með fyrirfram þökk.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.