Dagblaðið - 05.03.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 05.03.1979, Blaðsíða 5
5 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. MARZ 1979. Eiga skattborgarar að greiða skemmdu gaffal- bitana í Rússiandi Þær endurteknu yfirlýsingar for ráðamanna Sölustofnunar lagmetisá ilslandi að flytja eigi heim skemmdu gaffalbitana frá Sovétríkjunum og Iselja þá á öðrum mörkuðum sem 2 flokks vöru, hafa vakið furðu og umtal sérfróðra manna í sjávarútvegi og leikmanna. Einn háttsettur maður innan sjávarútvegsins fullyrti við DB að verið væri að leita að einhverri opinberri stofnun og forráðamaður eða forráðamenn hennar ættu að taka á sig sökina varðandi gaffalbita- framleiðsluna til þess að ríkissjóður bæri það 300 milljón króna tjón sem af skemmdri útflutningsvöru hefði hlotizt ásamt þeim birgðum af skemmdri síld sem eftir væru vegna of lítils salts í 13000 tunnum af síld sem saltaðar voru fyrir K. Jónsson & Co. á Akureyri á Hornafirði 1977, en þar ákváðu forsvarsmenn fyrir- tækisins á Akureyri saltmagnið og var það nokkuð undir þeim mörkum sem lágmark telst. Fullyrt hefur verið við DB að hvergi sé stafkrók að finna í lögum að Framleiðslueftirlit sjávarafurða eigi að fylgjast með framleiðslu eins og gaffalbitum. Hins vegar sé það í lögum varðandi Sölustofnun lagmetis að annastslikt. Bent hefur verið á nýjar reglugerðir sem gætu hugsanlega breytt málunum í þessum efnum, en lögfræðingar segja, að ekki sé hægt að gefa út reglugerðir nema þær séu innan ramma laga sem í gildi séu. Nýjar reglugerðir varðandi þetta mál séu þvi lögleysa. Sölustofnun lagmetis hefur á und- anfömum ámm fengið digra sjóði til meðferðar. Um fimm ára skeið, í byrjun, fékk stofnunin fast framlag sem talið er samsvara allt aö milljarði á ári nú. Stofnunin hefur fengið út- flutningsgjöld af allri sinni sölu til eigin ráðstöfunar, hún hefur fengið útfiutningsgjöld af grá- sleppuhrognum til eigin meðferðar og nú síðast hefur hún fengið út- flutningsgjöld af sykurhrognum til eigin meðferðar. Af þessu sést að stofnunin ætti að ráða yfir nokkru fé til skakkafalla og ekki þurfa að hengja saklausa fyrir þau mistök sem hafa orðið í lag- metisiðnaðinum. Mætti þó jafnvel enn fleira til nefna sem fallið hefur til Sölustofnunar lagmetisins, eins og t.d. gengishagnað. Komið hefur fram í blöðunum að fyrirtækið Triton hefur selt lagmeti fyrir um 250 milljónir króna það sem af er árinu og geri selt enn meira. Hjá þvi fyrirtæki starfa tveir og hálfur starfskraftur. Hjá lagmetinu starfa að því er fullyrt er 14 menn. Salan er lítil sem engin og markaðurinn að mestu bundinn við Rússland. Nú er honum stefnt í voða með skemmdri vöru og kann að verða úr sögunni. -ASt. Hnífaslagur í heimahúsi stöðvaður f tíma — mikið um akstur undir áhrifum áfengis um helgina Slagsmál i heimahúsi í Reykjavik, þar sem gripið var til hnífa, urðu stærsta mál lögreglunnar um helgina. Svo skjótt var sá leikur skakkáður að ekki kom til stórmeiðsla en tveir menn voru teknir í vörzlu lögreglunnar á laugardagsnótt og sleppt er af þeim var bráð. Eftrirleikur málsins var lítill sem enginn, annar en sá að allir voru reynslunni ríkari. Töluvert kvabb var á Reykjavíkur- lögreglunni um helgina vegna áfengis- neyzlu en fyrsta helgi hvers mánaðar er oftast litrikust í þeim efnum, því þá er buddan fyllst. Allmikið var um akstur undir áhrifum áfengis á öllu Stór-Reykja- víkursvæðinu og verður sá þáttur mála ýmsum dýr og eftirminnilegur. Var t.d. um 7 tilfelli að ræða hjá Hafnar- fjarðarlögreglu, en það nálgast met. Á Hallærisplani varð allmikill sam- söfnuður unglinga og margir teknir úr umferð. Annars hamlaði ófærð fólki frá þátttöku í leikjum helgarinnar svo sennilega hafa margir kosið „heima- völl” um helgina. -ASt. Umferðavika JC Reykjavík: Vangeta gagnvart nýjum tækni- viðhorfum Félagið Junior Chamber í Reykja- vík gengst fyrir umferðarviku í Reykjavík um þessar mundir. Hún hófst í gær og stendur næstu sex daga eða til 10. marz. Á dagskránni þessa daga verður alls kyns fræðsla uppi höfð í fjölmiðlum og áróðurs- spjöldum dreift. Þá hefur Junior Chamber einnig gengizt fyrir rit- gerðasamkeppni i 9. bekk grunnskólanna í Reykjavík, þar sem nemendum gefst kostur á að skrifa um þrjú efni tengd umferðinni. Meðal þeirrar fræðslu sem félagið gengst fyrir, er norsk sjónvarpskvik- mynd um það hvernig umferðar- merkin urðu til. Þá verða hugleiðing- ar um málefni tengd umferðinni í dagblöðum, svo og auglýsingar í út- varpi og blöðum. Þá verða áróðurs- spjöld á strætisvögnum Reykjavíkur og Kópavogs tengd umferðarvikunni út allan marzmánuð og einnig hefur áróðursspjöldum verið dreift í verzlanir og opinberar stofnanir í Reykjavík. í greinargerð frá Junior Chamber í Reykjavík segir meðal annars að umferðaröryggi sé sá málaflokkur, sem nú á dögum sé orðinn verulegur þáttur í daglegu lífi okkar. „Tækni- framfarir og fjöldi farartækja gera það að verkum að umferðin verður stöðugt flóknari og umfangsmeiri. Vegalengdir hafa aukizt í öfugu hlut- falli við tímann, sem menn telja sig hafa til að sinna erindum sínum. Vangeta okkar gagnvart þessum m nýju tækniviðhorfum speglast í óhugnanlegum slysa- og dánartölum. Þessar staðreyndir hrópa á nauðsyn þess að umferðaröryggismálum sé veitt stöðugt athygli ogumræða ”-XT.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.