Dagblaðið - 05.03.1979, Síða 8

Dagblaðið - 05.03.1979, Síða 8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. MARZ 1979. OUUUTFLUTNINGURINN HAFINN A NYIIRAN Olía flaeðir nú á nýjan leik frá íran, sem var áður en byltingin hófst annað mesta oliuútflutningsriki ver- aldar. Olían, sem er svo mikilvæg vestrænu ríkjunum, hefur ekki verið flutt út í tíu vikur. Olíuútflutningurinn hefst á ný á 12. ártíð Mohammad Mossadegh, sem þjóðnýtti oliulindir írans árið 1953 er hann varö forsætisráðherra. Við valdatöku hans varð íranskeisari að fara í stutta útlegð. íransstjórn þjóðnýtir nú olíuna á nýjan leik og hefur tilkynnt að hún muni ekki lengur skipta við þá vestrænu samsteypu, sem sá um mest allan oliuútflutninginn áður. Nú er útflutningurinn 1.6 milljón tunna af olíu á dag, en það er tæplega fjórðungur þess, sem var er mest var flutt út, en áður en verkföll í olíu- iðnaðinum hófust voru fluttar út um 6.5 mUljónir tunna af olíu á dag. íran sleit öll stjórnmálatengsl við — nemur nu um fjórðungiaf þvíeráðurvar Suður-Afríku í gær og bað s-afríska ræðismanninn í íran að yfirgefa landið. Suður-Afríka keypti 90% af allri sinni olíu í Iran. Skiðamaðurínn er óbanginn þótt flugið virðist nokkuð hrikalegt. Myndin er tekin í Jackon Hole i Wyoming i Bandarikjunum, en þar eru skiðabrekkur hvað haestar og lengstar i Bandarfkjunum. Noregur: 103 ára á skíöum Hann lætur ekki háan aldur aftra sér frá því að fara á skíði. Það er Thomas Juell sem hér spennir á sig skíðin sin, en hann er Norðmaður og 103 ára að aldrí. Það hefur viðrað vel til skíðaiðkana í Noregi i vetur og Thomas gamli hefur því oft getað dregið fram skíðin og rennt sér bunu, ungur í anda. Skiðin eru orðin gömul rétt eins og eigandinn en duga vel. Thomas ber sjálfur skiðin sin upp í brekku og kærir sig ekki um aðstoð þeirra er yngri eru. NÝJAR TILLÖGUR CARTERS Carter gerði síðustu tilraun í gær til þess að koma nýjum friðarviðræðum ísraels og Egypta af stað á nýjan leik. Á síðasta degi viðræðna sinna við Begin forsætisráðherra ísraels lagði Bandaríkjaforseti fram nýjar tillögur. Begin sendi hinar nýju tillögur þegar til umsagnar ísraelska þingsins og biður um ákvörðun þess á fimmtudag. Begin hefur lofað Bandaríkjaforseta að kanna hinar nýju tillögur vandlega, en hann vildi ekki segja álit sitt á þeim að svo stöddu. ísraelskir embættismenn segja að þessar tillögur sé nokkuð frábrugðnar þeim er Bandaríkjaforseti lagði til í upphafi viðræðna þeirra, sem hófust fyrir fjórum dögum. Einn embættis- mannanna sagði þessar tillögur stefna í mun betri átt. Carter hafði þegar að loknum viðræðum við Begin samband við Sadat Egyptalandsforseta og greindi honum frá efni tillagnanna, en þær verða ekki lagðar formlega fyrir Egypta, nema ísraelsmenn samþykki tillögurnar að nýjum samningi. Portúgal: Soares endurkjörínn formaður sósíalista Mario Soares fv. forsætisráðherra Portúgals var endurkjörinn formaður Sósíalistaflokksins í Lissabon í gær- kvöldi með miklum meirihluta at- kvæða. Forseti Portúgals Antonio Ramalho setti Soares af sem forsætisráðherra í júlí sl. Soraes var eini frambjóðandinn í formannskjörinu i gær. Hann fékk 920 af 966 greiddum atkvæðum á flokksþinginu. Flokksþingið markaði mikla stefnu- breytingu með því að samþykkja að flokkurinn geti gengið til samstarfs við aðra stjómmálaflokka eftir næstu kosningar árið 1980. Þegar Sósíalistaflokkurinn varð stærsti flokkurinn í kosningunum 1976, fyrstu lýðræðislegu kosningun- stjórna án aðstoðar annarra flokka, um í Portúgal i hálfa öld, tilkynnti jafnvel þótt flokkur hans hefði ekki Soares að hann krefðist þess að fá að náð meirihluta á þingi. Marío Soares leiðtogi sósíalista. Tékkneskur andófsmaður: „FÆ EKKIAÐ KAUPA MAT” Tékkneska andófsmanninum Vaclav Havel hefur tekizt að smygla út bréfi úr stofufangelsi sínu, þar sem hann kvart- ar yfir því aö aöstæður sínar hafi allar versnað til muna og sé honum nú t.d. meinað aö kaupa sér matvæli. Havel er félagi í baráttuhreyfingunni 77 sem berst fyrir auknum mannrétt- indum, en hann hefur verið í stofufang- elsi frá því 8. desember sl. í opnu bréfi til innanríkisráðherrans dr. Jaromir Obzina, segir Havel að stofufangelsisvistin verði stöðugt verri. Hann segir m.a.: „Þar til nýlega var mér t.d. leyft, þrátt fyrir erfiðleika og lögreglufylgd, að kaupa til heimilis- ins”. Bréfið var skrifað í íbúð hans í Pragsl. laugardag. Havel segir að frá 2. marz sl. hafi hann ekki fengið aö kaupa mat og lög- reglumennirnir sem gæta hans hafa lýst því yfir að hann megi þeirra vegna svelta til bana og muni þeir glaðir smíða kistu utan um hann. Merkur dagur í geimf erðasögunni: Voyager 1. fer fram hjá Júpiter í dag Bandaríska geimskipið Voyager 1. mun fljúga fram hjá reikistjömunni Júpiter í dag. Geimskipið er i góðu lagi og sendir frábærar myndir frá gufuhvolfi Júpiters, að þvi er dr. Ray Heacock yfirmaður áædunarinnar sagði i Pasadena í Californíu. Geimfarið er 816 kg ómannað far og flýgur fram hjá Júpiter í 172.750 mílna fjarlægð. Geimskipið hefur þá farið um 400 milljóna milna vega- lengd frá jörðu. Voyager 1. fer fram hjá Júpiter með feikilegum hraða eöa 81 þúsund mílna hraða á klukku- stund. Geimfariö sjónvarpar myndum frá reikistjörnunni um leið og það fer fram hjá, en Júpiter er 317 sinnum stærri en jörðin. Vísindamenn vonast til þess að Voyager 1. veiti mikilsverðar upplýs- ingar um gufuhvolf Júpiters og hinar miklu skýjamyndanir og ofsa- fengnu rafmagnsstrauma umhverfis hnöttinn. Þá er einnig vonazt til þess að skýringar fáist á hinum rauða eða rauðbrúna lit, sem einkennt hefur myndir frá Júpiter. Á blaðamannafundi, sem haldinn var í gær vegna ferðar Voyager 1. sagði vísindamaöurínn Laurence Soderblom að dagurinn í dag gætí orðið einn hinn merkastí i allrí geim- ferðasögunni. Annað far, Voyager 2.er einnig á sömu leið og Voyager 1., en um 50 milljónum milna á eftir. Búizt er við að Voyager 2. fljúgi fram hjá Júpiter i júlí nk., en báðar flaugarnar eru á leiö til Satúrnusar.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.