Dagblaðið - 05.03.1979, Page 15

Dagblaðið - 05.03.1979, Page 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. MARZ 1979. 15 N Loikfólag Grindavikur: Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson. Leikstjóri: Höskuldur Skagfjörö. Fjalla-Eyvindur er margslungið leikrit. Trúlegt er að höfundurinn hafi nálgast verkefnið í upphafi með rómantískar hugmyndir en er líða tekur á það hverfa þær og við tekur nöturleg lýsing á lifi útlaganna. Niðurstaðan virðist sú sama og hjá Tolstoj í önnu Karenínu: móðir sem missir barn eða börn sín missir um leið fótfestu i lífinu. Jóhann Sigur- jónsson var maður andstæðnanna. Fjalla-Eyvindur er hans höfuðverk. Guðveig Sigurðardóttir og Ástbjörn Egilsson. Þótt Halla eigi að vera eldri en Eyvindur þá finnst ntér aldurs- munur þeirra fullmikill. Framan af er leikur þeirra Guðveigar og Ástbjarn- ar í daufara lagi, sérstaklega fannst mér skorta hita í ástarsenurnar. örbirgð og sturlun En þetta fór batnandi í öðrum þætti og þriðji og síðasti þátturinn fannst mér dágóður. Ástbjörn hefur örugga sviðsframkomu. Guðveig var góð í átökunum vjð Arnes og i síðasta þættinum, þegar örbirgð og sturlun eru að gera út af við hana, fer hún á kostum. Arnes leikur Lúðvík Jóelsson. Hann er reyndastur leikara i Grindavík og sýndi mjög góðan leik. Svipað má segja um Sigmar Sævaldsson sem holdsveika mann- inn. Einnig var umtalsverð frammi- staða Valgerðar Þorvaldsdóttur i hlutverki Guðfinnu. Hreppstjórinn, leikinn af Hauki Guðjónssyni, var hressilegur. Smalinn, ungur piltur, Eiríkur Dagbjartsson, vakti ætíð at- hygli og Gunnar Tómasson sem sýslumaðurinn var raddsterkur. Leik- tjöld og búningar voru smekklegir. Ég vil óska Leikfélagi Grindavikur til hamingju. Það er gleðilegt, þegar tekist er á við erfið verkefni. Á Hilmar Jónsson Suðurnesjum starfa nú fjögur leikfé- lög og öll eru með sýningar i undir- búningi. Grindvíkingar voru fyrstir. Ég vona að þeir hljóti umbun fyrir sitterfiöi. Hilmar Jónsson. Úr sýningu Fjalla-Eyvindar í Grindavík. Hópatriði I öðrum þætti. Djúpt, Ijóðrænt og hrikalegt. Það er eitt af hátindunum i leikbókmenntum heimsins. Það er mikið í ráðist hjá áhugaleikhúsi að færa það á svið. Það hafa Grindvikingar glímt við nú um sinn undir stjórn Höskuldar Skagfjörð. Frumsýningin var á laug- ardaginn í samkomuhúsi Kvenfélags- ins. Leikfélag Grindavíkur hefur starfað af allmiklum krafti hin síðari ár. Flest verkefni þess hafa verið af léttara taginu. Hér er því sótt á bratt- ann. Vonandi kunna Suðurnesja- menn að meta þá viðleitni. Aðalhlut- verkin, Höllu og Eyvind, leika |A Arngrímur holdsveiki (Sigmar Sævaldsson), Halla (Guðveig Slgurðardóttir) og Kári (Ástbjörn Egilsson). Ertu farinn að hugsa hlýtt til sumarsins? Hvað á að gera í fríinu? Hvertskal halda? Verður farið til útlanda með fjölskylduna? Á að taka bílinn með til Norðurlanda eða fljúga suður til sólarstranda? Sjaldnast eru auraráðin of mikil ef ætlunin er að gera góða reisu. En nú er orðið auðvelt að bæta úr því. Það gera IB-lánin. Með reglubundnum mánaðar- legum sparnaði og IB-láni geturðu tryggt þér umtalsvert ráðstöfunarfé. Og ef makinn er með - tvöfaldast möguleikarnir. Er þettaekki lausn sem þér líkar? Leitið upplýsinga um IB-lán, fáið bækling Banki þeirra sem hyggja að framtíðinni * Iðnaðarbankinn Vantar lán í Land og syni ,,Málið er enn óljóst, það er ekki ljóst hvort bankar eru til með að lána svona fuglum," sagði Indriði G, Þor- steinsson rithöfundur í viðtali við Dag- blaðið, en fyrirtækið ísfilm sf. hefur undanfarið kannað möguleikana á því að kvikmynda skáldsögu Indriða, Land Indriði G. Þorstcinsson rithöfundur. og sy ni. „Ágúst Guðmundsson kvikmynda- gerðarmaður hefurgert prýðilegt hand- rit, en hann og við Jón Hermannsson stöndum að þessu fyrirtæki,” sagði Indriði ennfremur. „Samkvæmt áætl- un myndi kvikmynd þessi kosta um 40—50 milljónir og eins og ég sagði er framhaldið á málinu algjörlega háð þvt að við fáum einhver lán.” -HP. SÓn A BRATTANN Leiklist Gleðilegtsumar, gott er nú blessað veðrið!! Bæklingur til um „Multiple sclerosis” Heimilislæknir DB vildi koma þvi Ti| er |itiu bæklingur um MS, þar á framfæri vegna svars við spurningu sem bjegt er að fá allar upplýsingar um sjúkdóminn MS i DB si. föstu- um sjúkdóminn. Hann fæst hjá dag, að til er félag MS sjúkiinga. MS ólöfu Ríkarðsdóttur Hátúni 12 eða í er skammstöfun á heitinu „Multiple bóksölustúdentaogerókeypis. sclerosis” eða mænusiggi.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.