Dagblaðið - 05.03.1979, Síða 20
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. MARZ 1979.
Iþróttir
gþróttir
Týr heldur
sínu striki
— Í3. deild karla
Týr heldur áfram sigurgöngu sinni í
3. deild karla í handknattleik. Um
helgina sigraði Týr lið Dalvíkinga 23—
20 eftir að hafa haft yfir i leikhléi 11—
7. Týr hafði ávallt undirtökin og verð-
skuldaði sigur.
AC Mflanó
með fjögurra
stiga forustu
á Ítalíu
AC Mílanó hefur nú fjögurra stiga
forustu á Ítalíu eftir 3—2 sigur í Fior-
cntina. Af efstu iiðum sigraði aðeins
Perugia, 1—0 gegn Aveelino. Inter
Mílanó og Tórínó mættust i Mílanó og
þar varð markalaust jafntefli, 0—0.
Juventus og Bolognía skildu jöfn, 1—1
í Tórínó.
Staðan á ítaliu er nú:
ACMílanó 20 14- 4 2 34-12 32
Perugia 20 8 12 0 22-10 28
Tórínó 20 9 9 2 29-14 27
Inter Mílanó 20 7 12 1 29-14 26
Juventus 20 8 9 3 23-14 25
I
Björn Borg — fékk morðhólun frá
Rauðu herdeildinni á Ítalíu.
Borghótað
lífláti
— af Rauðu herdeildinni
á Ítalíu
Kauða herdeildin á Ítalíu hefur
,,dæmt” Sviann Björn Borg til dauða.
Á dreifimiðum, sem útbýtt var í Sví-
þjóð var Birni Borg hótað lífláti þegar
hann leikur á Ítalíu í næsta mánuði,
tekur þar þátt í tennismóti í Ramazz-
otti.
En Bjöm Borg hefur ekki óskað
verndar lögreglu og ítalskir sérfræðing-
ar i skæruhernaði borgarskæruliða
telja að ekki beri að taka mark á bréf-
unum, sem send voru. Þau voru skrif-
uð á sænsku og ensku og send út i Sví-
þjóð. Ástæðan fyrir „dóminum” var,
að myndir birtust í sænskum blöðum af
Borg í ísraelskum hermannabúningi
þegar hann heimsótti ísrael síðastliðið
haust.
í Memphis, Bandaríkjunum sigraði
helzti keppinautur Jimmy Connors á
miklu tennismóti þar. Hann sigraði
Arthur Ashe í úrslitum bandaríska
meistaramótsins í tennis innanhúss.
Þar með varð Connors annar maðurinn
í langri sögu meistaramótsins til að
sigra fimm sinnum, hinn var C. Grant
en hann sigraðj á árunum 1903—1912.
Jón Sig. meiddist og KR
beið skipbrot f Njarðvík
—Jón Sigurðsson meiddist í upphitun og Njarðvíkingar
sigruðu KR í úrvalsdeildinni
Jón Sigurðsson, snillingur íslenzks
körfuknattleiks varð fyrir þvi óláni að
meiðast i upphitun fyrir leik Njarðvik-
inga og KR-inga suður í Njarðvíkum.
,,Eg fékk sting í bakið og gat ekld beygt
mig. Fékk svipað í fyrra og þetta leiðír
frá hrygg út í brjóstkassann,” sagaði
Jón Sigurðsson. KR-ingar reyndu mjög
að fá Jón í gagnið og Þorseinn Geir-
harðsson nuddaði hann en allt kom
fyrir ekki. Jón gat ekki beygt sig og
Njarðvíkingar unnu sigur á KR í úr-
valsdeildinni, 93—84.
Þar meö hafa Njarðvíkingar tapað
tveimur stigum meir en KR ásamt Vals-
mönnum. Það var mikil stemming suð-
ur í Njarðvíkum, fjöldi KR-inga fór
suður með sjó en heldur lækkaði í þeim
hljóðið þegar ljóst varð að Jón lék ekki
með meisturum KR. Njarðvíkingar
mættu ákveðnir til leiks og komust í
6—0 en eftir það náðu KR-ingar upp
góðri baráttu og voru betri í fyrri hálf-
leik. Flest gekk upp hjá KR á meðan
flest gekk á afturfótunum hjá UMFN,
utan það að John Hudson gekk erfið-
lega að finna leiðina i körfuna með
nokkur skota sinna. En KR-ingar
höfðu undirtökin og í leikhléi var
staðan43—39. i
En leikurinn breyttist í siðari hálf-
leik. Njarðvíkingar tóku nú leikinn í
sínar hendur, flest gekk upp hjá þeim á
meðan sóknarleikur KR-inga beið skip-
brot — þar söknuðu KR-ingar stjóra
síiisi, Jóns. Njarðvíkingar jöfnuðu
fljótt og komust yfir. Þeir létu síðan
ekki af þessari forustu og sigruðu
örugglega, 93 —84. Það var greinilegt
að þegar á móti blés þá brotnuðu KR-
ingar, eins og þeir tryðu ekki á sigur án
Jóns. En það var líka eins og úthald
KR-inga brysti á meðan Njarðvíkingar
efldust með hverri mínútu.
Bandarikjamennirnir tveir — John
Hudson og Ted Bee voru óvenjuóhittn-
ir í Njarðvikum á laugardag. Gekk
erfiðlega að ftnna leiðina i körfuna
með skotum sínum en Ted hafði legið í
flensu og ef til vill hefur það háð
honum. En Ted Bee var engu að síður
stigahæstur Njarðvíkinga, skoraði 20
stig. Jónas Jóhannsson átti mjög góðan
leik, sterkur í vörn þar sem hann tók
fjölda frákasta. Gunnar Þorvarðarson
átti góða spretti, skoraði 15 stig, Guð-
steinn var og mjög góður, baráttu-
maður bæði í vörn og sókn. Þá voru
ungu strákarnir mjög góðir, Júlíus og
Árni.
John Hudson skoraði langmest KR-
inga 32 stig og var þeirra beztur en
Garðar Jóhannsson sýndi einnig mjög
góðan leik og skoraði 19 stig. Þá er vert
að geta Birgis Guðbjörnssonar og Áma
Guðmundssonar en aðrir féllu niður í
leik sínum og Einar Bollason var alveg
heillum horfinn, skoraði aðeins 2 stig.
H. Halls.
Þ0R FALLINN
— eftir ósigur gegn Stúdentum
norðuráAkureyri
Staða Þórs er nú vonlaus i úrvals-
deildinni í körfu eftir ósigur gegn
Stúdentum norður á Akureyri í gær,
99—85. Þórsarar hafa einfaldlega ekki
verið nógu góðir í körfunni í vetur og
ávalit átt á brattann að sækja um að
halda sæti sínu i úrvalsdeildinni.
Stúdentar voru betri norður á Akur-
eyri og verðskulduðu sigur. Þeir höfðu
yfir í leikhléi, 47—40. Með þá Trent
Smock og Bjarna Gunnar sem beztu
menn sigruðu þeir siðan örugglega,
99—85. Mark Christiansen var stiga-
hæstur Þórsara að venju með 34 stig og
Eiríkur Sigurðsson skoraði 20 stig.
St.Á.
íþróttir
Hneyksli í Hagaskóla
— Valsmenn biðu þar lægri hlut gegn ÍR eftir að stigataf lan hafði sýnt Valssigur,
81-80. Valsmenn héldu knettinum síðustu 49 sekúndurnar og f ögnuðu sigri.
En þegar skýrslan var skoðuð kom í Ijós að ÍR hafði sigrað 82-81
Hneyksli — svivirða voru orð sem
ómuðu víða um iþróttahús Hagaskóla i
gær þegar íR sigraði Reykjavíkurmeist-
ara Vals 82—81 í úrvalsdeildinni. Og
var furða þó menn væru hneykslaðir,
því þegar 49 sekúndur voru til leiksloka
stóö á töflunni 81—80 Val í vil. Vals-
menn höfðu með öðrum orðum stig
yfir og lögöu þvi allt kapp á að halda
knettinum. Það tókst þeim. ÍR-ingar
gerðu örvæntingarfullar tilraunir til að
ná knettinum en allt kom fyrir ekki.
Valsmenn léku af skynsemi og sekúnd-
urnar tifuðu hver af annarri. Og svo
gall flauta tímavarðar — leikurinn var
búinn. Valsmenn fögnuðu innilega.
Þeir höfðu sigrað — tvö dýrmæt sti{> til
Vals eftir harðan og jafnan leik við IR.
Síðan fóru dómarar, þeir Erlendur
Eysteinsson og Þráinn Skúlason að at-
huga leikskýrslu. Og þá kom i Ijós að
ÍR-ingum höfðu verið vanreiknuð tvö
stig — þeir voru því sigurvegarar. í
kjölfarið fylgdi mikil rekistefna þar
sem féllu stór orð og jafnvel slagsmái
en þar voru áhangendur Vals, sem áttu
erfitt að sætta sig við úrslitin. „Það er
vart hægt að reikna okkur sigur,”
sagði Jón Jörundsson ÍR-ingur. En
ekki þýðir að deila við leikskýrsluna.
Þar stóð svart á hvitu að ÍR-ingar
höfðu sigrað með einu stigi þegar betur
var að gáð — Valsmenn skrifuðu ekki
undir skýrsluna og hyggjast kæra.
Sjálfsagt kemur ekkert út úr þeirri
kæru og vonbrigði Valsmanna skiljan-
leg. Þetta er ekki í fyrsta sinn að slíkt
mál kemur upp í vetur. Óreyndir ungl-
ingar settir í erfið störf, sem eru tíma-
varzla og að fylla út leikskýrslur. Það er
alls ekki hægt að setja út á störf þeirra í
sjálfu sér, eða kenna þeim um. Þeir
reyna sitt bezta — það er hneykslanlegt
að unglingar skuli settir í jafn ábyrgð-
armikil og erfið störf. Já, þetta er ekki i
fyrsta sinn. Þegar betur var að gáð í
skýrslu eftir leik KR og Njarðvíkinga
þá kom í ljós að Njarðvíkingum hafði
verið vanreiknað eitt stig. Eftir
venjulegan leiktíma stóð á ljósatöflu
103—103 og KR sigraði í framlengingu.
En þá hefði átt að standa 104—103
Njarðvíkingum í vil.
Og nú standa KR-ingar í þeirri
óskemmtilegu stöðu að andstæðingum
þeirra hafa verið vanreiknuð stig. Val
tvö, Njarðvíkingum tvö — og KR-ing-
um ofreiknuð tvö stig. Svo eru menn að
leggja.hart að sér við æfingar, eyða
miklu fé aðeins til að slíkt sé lagt í rúst
af klaufaskap. „Mannleg mistök,” var
sagt eftir leik KR og UMFN, og einn af
forystumönnum í körfunni sagði það
sama eftir leikinn. Það er ekki einleikið
hvað þessi „mannlegu mistök” henda
oft. Hér er heldur um að ræða skipu-
lagsleysi, og skipulagsleysið er nú
körfuknattleiknum fjötur um fót á ís-
landi í dag.
í sjálfu sér er fátt að segja um viður-
eign ÍR og Vals. Slakur leikur, lítill
hraði og leikurinn einkenndist meir af
því hve Bandaríkjamennirnir í liöunum
reyndu mikið upp á eigin spýtur, jafn-
vel svo að íslendingarnir virkuðu sumir
hverjir sem statistar. ÍR hafði yfir í
leikhléi, 48—40 en Valsmenn byrjuðu
síðari hálfleik af miklum krafti og það
var ekki fyrr en á þriðju mínútu að ÍR
skoraði sína fyrstu körfu, 50—47 ÍR í
vil. Skömmu síðar hentu mistökin — á
ljósatöflunni stóð 54—52 Val í vil en
átti að vera 54—54. Áfram hélt leikur-
inn og á 17. mínútu háfði Valur náð 5
stiga forustu, 79—74. Og þegar ein
mínúta var eftir skildi aðeins eitt stig,
81—80 Val í vil — eða svo héldu allir.
Valsmenn fengu knöttinn þegar 49
sekúndur voru eftir og lögðu allt kapp
á að halda knettinum. Það tókst þeim
— en þegar þrjár sekúndur voru eftir
fékk Þórir Magnússon knöttinn frír,
skammt frá körfunni. Skaut en hitti
ekki, Valsmaður fékk knöttinn aleinn
undir körfunni en þá gall flautan og
Valsmenn fögnuðu — en fögnuður
þeirra átti eftir að breytast í vonbrigði.
í sjálfu sér má segja að hefði Þórir hitt,
eins og hann hefði gert í 90% tilvika þá
hefði ekki komið að sök. En auðvitað
er ekki hægt að setja dæmið þannig
upp — Þórir hélt auðvitað að sigur
væri i höfn.
Stigahæstur IR-ingur var Paul Stew-
art með 36 stig, Kristinn Jörundsson
25. Hjá Val var Tim Dwyer efstur með
27 stig, Kristján Ágústsson skoraði 20
stig.
H.Halls.
Stenmark vann
í Lake Placid
— í heimsbikarnum í stórsvigi en Peter
Luscher hef ur nánast tryggt sér titilinn
eftir að hafa hafnað í þriðja sæti
Sviinn Ingcmar Stenmark sigraöi í
stórsvigi í Lake Placid í Bandaríkjun-
um í gær — varö næstum tveimur
sekúndum á undan næsta manni, Hans
Enn frá Austurriki. Þetta var sjöundi
sigur Stenmark í stórsviginu — heíur
unnið allar stórsvigskeppninar í vetur.
En þrátt fyrir sigur á Stenmark engan
möguleika á sigri í heimsbikarnum —
Peter Luscher, Sviss nánast tryggði sér
titilinn en hann varð þriðji í Lake
Placid.
„Þegar Stenmark er í svona stuði er
vonlaust að sigra hann,” sagði Luscher
eftir stórsvigið í Lake Placid en hann
hafði forustu eftir fyrri umferðina. í
siðari umferðinni sýndi Stenmark allar
sínar beztu hliðar og sigraði með yfír-
burðum. Hann fór fyrri umferðina á
1:19.42 og síðari á 1:19.51 — saman-
lagt 2:28.93. Enn varð annar á 2:41.01
og þriðji varð Peter Luscher á 2:41.10.
Þessi árangur nánast tryggði honum
sigur í heimsbikarnum vegna reglna
sem vakið hafa mikla furðu. Það sem
gerði útslagið í Lake Placid var að
annar maðurinn í stigakeppninni um
heimsbikarinn, Bandaríkjamaðurinn
Phil Mahre féll illa og fótbrotnaði,
rakst illa á hlið. Staðan í stigakeppni
heimsbikarsins er nú:
Peter Luscher Sviss 184
Phil Mahre USA 155
Andreas Wenzel, Lichterstein 153
Ingemar Stenmark, Svíþjóð 149
L. Stock, Austurríki 137
Pierr Gros, Ítalíu 117
í Lake Placid fór fram á föstudag
keppni í bruni og þar sigraði Peter
Wrinsberger, Austurríki á 1:42.88.
Annar varö Peter Muller, þriðji David
Murray og fjórði Leonard Stock. Hinn
átján ára gamli ítali, Leonardo David
er vakið hefur mikla athygli í vetur féll
illa, kastaðist um 100 metra niður
brekkuna og yfir marklínuna. Hann
reyndi að standa á fætur en féll niður,
meðvitundarlaus.