Dagblaðið - 07.05.1979, Side 5

Dagblaðið - 07.05.1979, Side 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. MAl 1979. 5 Bakdyramegin og bindislaus Jæja, hann hefur ætlað að komast inn hússins við Nóatún. Mun hann hafa bakdyramegin og bindislaus, sagði ein ekið á umferðarskilti við Nóatúnið og starfskona veitingahússins Þórskaffis, við það misst vald á bifreiðinni, sem þegar hún sá hver lokin höfðu orðið á fór i gegnum járngirðingu og fram af ökuferð manns nokkurs, sem endaði steyptri brúninni. Bakkus var talinn ofan í gryfju við austurhlið veitinga- hafa verið með í för. DB-mynd Sv. Þ. r ' " Steingrímur Hermannsson landbúnaðarráðherra: „Ég hef ekki bakkað með neitf'... „Það er ekkert annað en tómur misskilningur, að ég sé búinn að „bakka” með stóran hluta landbún- aðarfrumvarpsins, eins og Dagblaðið hefur haldið fram,” sagði Steingrímur Hermannsson landbún- aðarráðherra í viðtali við DB fyrir helgi. í dag verður lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum nr. 101 frá 1966 um Framleiðsluráð landbúnaðarins. Heildarútgáfa laganna, landbúnaðar- laganna, sem verið hafa til umræðu í vetur, var 60 greinar en frumvarpið í dag er aðeins fjórar greinar og er þar aðeins gert ráð fyrir breytingum á skipun Sexmannanefndar þannig, að ríkisstjórnin tilnefni þrjá menn í hana í stað samtaka launþega, eins og gert er ráð fyrir í gildandi lögum. Það var skipuð ráðherranefnd sem vinna skyldi að gerð þessara laga i samræmi við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar,” sagði Steingrím- ur. „Eftir 2ja mánaða vinnu við gerð þeirra vildu alþýðuflokksmenn alls ekki samþykkja stóran hluta þessa frumvarps, sem þeir voru þóbúnir að taka þátt í að semja. Þeir skipuðu þá tíu manna nefnd til þess að ræða frumvarpið. Þegar ég fór á fund til þeirra fyrir tíu dögum kom í ljós, að þeir höfðu ekki kynnt sér málið neitt af viti og skildu ekki allt , sem i því stendur. Því var horfið til þess ráðs að fresta gildistöku ýmissa ákvæða þess, svo að þeir geti áttað sig á þessu yfir sumarið. En að ég sé búinn að ,,bakka” með nokkurn skapaðan hlut þarna er misskilningur. Ég hef barizt fyrir því að fá útflutnings- bætur lagðar niður eftir 5 ár og fékk samþykki fyrir því, með semingi þó, á aukafundi Stéttarsambandsins. Þær verða því ennþá við lýði vegna þessarar frestunar.” Beinir samningar ,,Ég legg á það höfuðáherzlu, að samkomulag hefur orðið um að koma á beinum samningum milli ríkisvalds og bænda um samdrátt i landbúnaðarframleiðslunni. Alls kyns tæknileg atriði um hvernig því verður háttað hef ég eftir- látið bændum sjálfum og vil í því - sambandi minna á, að Samband eggjaframleiðenda fór fram á það í bréfi, að stjórn Stéttarsambands bænda kannaði, hvernig koma mætti skipulagi á sölumálin á eggjamarkað- inum. Því er alls ekki rétt, að ég eða rikisstjórnin sé að koma á fót ein- hverju einkasölukerfi. Ég vil einnig minna á það, að egg eru seld án eftir- lits í stigagöngum. Þess vegna, m.a., getum við ekki selt egg á Kefiavíkur- flugvelli, því Bandaríkjamenn gera miklu str’angari heilbrigðiseftirlits- kröfur um egg en við. Landbúnaðarlögin eru sum hver frá þvi 1932,” sagði Steingrímur. ,,Við erum að vinna að heildarendur- skoðun á þeim og bætum inn í þau ýmsum nýmælum. Að hér sé verið að efia eða koma á fót nýjum miðstjórn- arstofnunum er alls ekki rétt. Ég er þess fullviss, að ef þeir menn, sem hæst hafa látið um landbúnaðarmál, meina eitthvað með því að ná land- búnaðarframleiðslunni niður og komaskipulagi á þessi mál, muni þeir samþykkja lögin í þeirri mynd að mestu leyti, sem þau voru lögð fyrir í vetur,” sagði Steingrímur að lokum. -HP

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.