Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 05.06.1979, Qupperneq 34

Dagblaðið - 05.06.1979, Qupperneq 34
I ■ \ * DAGBLADID. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 1979. Fyrir framan og utan Pompidousafnið á Signubökkum er jafnan lif og fjör, eins og snemma i vor, þegar DB-konan Anna Theodors í París tók þessa myndasyrpu. París er stöðug veizla, er haft eftir Hemingway, þar iðar allt af lifi. Sumir spila, aðrir syngja eða dansa, sumir hetla — margir drekka dálítið rauðvin — og enn aðrir spúa eldi. Það er eins gott að einbeita sér — það er betra i svona kúnstum að gripa réttum meg- in i kyndilinn. I dósina fyrir aftan hygla vegfarendur götulistamanninn. Götuleikhús er lifandi listgrein í Paris — eins og reyndar i fleiri borgum Evrópu — og frægir eru Frakkar fyrir góða lát- bragðsleikara. X H Þessi heiðursmaður var mjög nálægt tveimur metrum á hæð, þandi spilakassa og var með apa og ógn- vekjandi hund I bandi. Þeir eru ófeimnir við að vekja athygli vegfar- enda á ýmsum skondnum hliðum lifsins, boða heimsendi eða nýtt og bjart líf — eða vinna sér fyrir súpu- skál, banana handa apanum og hálfu nauti fyrir hundinn. <f Gjörið svo vel, samborgarar góðir, hlekkjið mig fastan — ég skal vera laus eftir þrjár minútur. Ef framlög verða aukin skai ég ekki verða nema tvær minútur. i

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.