Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1979. 3 fíkhnds? Raddir lesenda t fyrra voru þaö aðallega kfnverskir rfkisborgarar sem hraktir voru frá Vfetnam. Nú hafa yfirvöld I Vfetnam ráði/l til atlögu gegn vfetnömskum rfkisborgurum. Erum við menntil að hjálpa? Tryggvi Helgason flugmaöurskrifar: Eins og öllum er kunnugt ur frétt- um, þá er gífurlegur straumur flótta- fólks frá ýmsum löndum í Asíu. Þetta fólk á í skelfilegum erfiðleik- um, og það á ekki annarra kosta völ en að biðja umheiminn um hjálp. Og þá kemur hér spurning sem mig langar til að varpa fram til almenn- ings: Erum við íslendingar menn til þess að hjálpa, þó ckki væri nema ör- fáum af þessu fólki? Með tilliti til þess að við flytjum inn árlega tugi eða hundruð manna til þess að vinna við fiskvinnslu, þá er það álit mitt að við ættum að leyfa landvist nokkru af þessu flóttafólki, eða allt að þvi sem svarar einum af þúsundi landsmanna, eða 230 manns. Það mætti þá láta þetta fólk vinna við þá vinnu scm aðrir útlendingar hafa unnið til þessa, i það minnsta fyrst í stað, meðan það er að aðlagast kringumstæðum. Eftir þvf sem maður bezt veit er þetta fólk yfirleitt mjög duglegt til vinnu og nægjusamt og gott að lynda við það. Er þvi ekki ástæða til að ætla að erfiðleikar skapist hér um- fram það sem gerist meðal annarra þjóða sem hafa tekið við þessu fólki. Þá lit ég svo á að vera þessa fólks hér verði í reynd timabundin, því þegar um hægist í þeirra heimshluta muni margir snúa aftur til síns heima, ellegar flytjast héðan til annarra suð- lægari landa. Gamall nas-r istaáróður Kona hringdi: Ég sé í blaðinu hjá ykkur að til ykkar hafi hring tómir andstæðingar víetnömsku flóttamannanna. Mér finnst til skammar ef til eru málsvar- ar kynþáttaofsókna hér. Ef við eigum að heita almennilegt fólk, þá eigum við að deila vandamálum heimsins með öðrum. Ég trúi því tæpast að á íslandi finnist fólk sem er sama um að fólk sé sent i hópum á haf út, í opinn dauðann. Ég hef kynnzt mörgu lituðu fólki um ævina og get ekki séð neinn mun á því og hvítu. Mér ofbýður að fólk skuli taka sér í munn gamlan nasista- áróður opinberlega gegn þessu ógæfusama fólki. Mowí stað Carlton Reykingamaður hringdi: Ég sá í blaðinu innlegg frá lesanda, þar sem rikisstjórninni var þakkað fyrir að hækka ekki Carlton-sigar- ettur um leið og áfengi og tóbak var hækkað síðast. Carlton var sagt milt tóbak. Þar sem ég er reykingamaður sem gjarnan vil draga úr reykingum ætlaði ég að prófa Carlton. En vandamálið er að finna tegundina í bænum! Ég fór búð úr búð og ekkert gekk. Er Carlton ekki lengur til á markaðnum? Svava Bernhöft, innkaupastjóri hjá ÁTVR: Það er rétt að Carlton-sigarettur hækkuðu ekki síðast, vegna þess að við vildum selja upp gamlar birgðir. Þetta merki hefur lítið hreyfzt hjá okkur og verður ekki flutt inn meira. Hins vegar geta Carlton-unnendur í staðinn notað Mow-sígarettur, sem eru mildar eins og Carlton. Mow eru víða seldar í búðum. Carlton voru reyndar ekki einu sígaretturnar sem hækkuðu ekki síðast. Fjórar tegundir, sem lítið sem ekkert seljast, og einstaka vindlateg- urtdir hækkuðu ekki. V FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 AKRANES Verzlunin Bjarg BORGARNES Kaupfélag Borgfirðinga STYKKISHÓLMUR Haraldur Gislason ISAFJÖRÐUR Verzl. Kjartan R. Guðmundss. BOLUNGARVÍK Verzlun Einars Guðfinnssonar DECCA LITSJONVARPSTÆKJUM MÁ TREYSTA - eru heimsþekkt fyrir myndgæöi og góöan hljóm. - eru búin in-line myndlampa. - eru samansett úr einingum fyrir mynd og tal og eru þvi sérlega auöveld i viðhaldi.. - nota aðeins 130-200 watta orku eftir stærð. - eru búin 3ja watta RMS hátalara með tónstilli fyrir bassa og diskant. - eru þrautprófuð i heilan sólarhring áður en þau fara frá verksmiðju, auk þess sem nákvæmt eftirlit er haft með framleiðslunni á öllum stigum. - eru til frekara öryggis yfirfarin og stillt áður en þau eru afhent úr verzlun okkar. - eru framleidd af einum alreyndasta framleiðanda heims, en Decca verksmiðjurnar hófu framleiðslu sjónvarpstækja á árinu 1938. - fást með 20", 22" og 26" skjám. ÚTSÖLUSTAÐIR ÚTI Á LANDI: 3ja ára ábyrgð á myndlampa - 12mánaða ábyrgð á öðrum hlutum tækisins. Varahluta- og viögerðarþjónusta á staðnum - Hagstætt verð. BLÖNDUÓS Kaupfélag Húnvetninga SIGLUFJÓRÐUR Verzlunin Rafbær AKUREYRI Raftækni HÚSAVÍK Bókaverzl. Þórarins Stefánss. EGILSTAÐIR Verzlunin Skógar SEYÐISFJÖRÐUR Stálbúðin ESKIFJÖRÐUR-Rafvirkinn STÖÐVARFJÖRÐUR Verzl. Guðmundar Björnssonar HÖFN HORNAFIRÐI Kaupfélag Austur-Skaftfellinga HELLA Verzlunin Mosfell VESTMANNAEYJAR Stafnes Spurning dagsins Hver verður íslandsmeistari í knattspyrnu í ár? I.árus Einarsson: Ég býst \ið að það verði Akrancs. Annars held ég með KA. Gísli Ólafsson: Valur, alveg klárt, ég held rneð þeim. Sigmundur Eliasson: Ætli það verði ekki bara Valur. Ég er alveg viss um það. Kristjana Ragnarsdóttir: Það hef ég ekki hugmynd um, ég hef engan áhuga á þessu. Magnús Garðarsson: Ég gizka á Val, annars veit ég það ekki. Runólfur Sigurösson: Vikingur — vegna þess að ég held með þeim.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.