Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1979. DB á ne ytendamarkaðí HAFNARFJÖRÐUR: Mjólkurverkfallið breytti matarvenjum A.G.F. Hafnarfirði: Ég má til með að skrifa smávegis með þessum seðli mínum. Þegar ég fór að leggja upphæðirnar saman fannst mér útkoman harla óraun- veruleg: Matvara fyrir 16.548, en þann 29. labbaði ég í Kostakaup og Fjarðarkaup og keypti þá ýmislegt fyrir 35.031 krónu. Þetta ýmislega var ekkert sem mig vanhagaði um í augnablikinu. Matvara er því alls í maí-mánuði 51.579 (3 í heimili). Breyting á mataræðinu var anzi mikil þennan mánuð, eins og líklega hjá fleirum. Þegar skrúfað var fyrir allar mjólkurvörur varð ég að hugsa um annan hádegismat. Nú voru súpur, brauð og ávextir. Ég tek það fram að 3 lítrar af mjólk voru okkur gefnir í verkfallinu og í einni langri biðröð náði ég í 2 lítra. Maimánuður einkenndist af þvi að ég fór hreinlega ekki í búðir og notaði því það sem til var á heimil- inu. Matvöru sá frystikistan um. „Annað” er dálítið á reiki því það virðist að gleymzt hafi að skrifa allt niður vegna anna. REYKJAVÍK: AKRANESa Húsbyggingin fer með verðið upp úr öllu A.H. Akranesi: Ég sendi ykkur enn einu sinni upp- lýsingaseðil ef það er ekki orðið of seint. Mig langar að taka það fram að „annað” er þarna víst æði mikið. Það hefur sennilega slæðzt þarna með kostnaður út af byggingu, því við erum að byggja við húsið okkar. Annars er matur og hreinlætis- vörur ekki svo hátt miðað við hvað við erum mörg. Jæja, það er bezt að stoppa í þetta sinn. Ég vona að þiðgetið lesið þetta. E. G. Reykjavík: Ég veit ekki hvort það þarf að vera fastur áskrifandi til þess að geta verið með í þessum samanburði. Blaðinu var svo oft stolið úr póstkassanum hjá mér að ég sagði því upp og kaupi þaðsíðan í lausasölu. Hér fylgir með seðill fyrir mai- mánuð og er hann í hærra lagi því að ég keypti skrokk seint í mánuðinum. Eins var ég með barnaaf mæli. í liðnum „annað” er meðal annars hluti af fasteignagjöldum og svo var ýmislegt keypt sem ekki er keypt mánaðarlega. Þess vegna er upphæð- in svona há. MOSFELLSSVEIT: Mosfellingar fá ekki gefins f isk H.H. í Mosfellssveit: Hæ, Neytendasíða. Las ég það ekki rétt fyrir um það bil mánuði að þér virtist dýrast að lifa í Mosfellssveit? Ef svo er er það kannski ekki nema von, við erum ekki i sjávarplássi og fáum ekki fisk gefins. Nú, kannski við borðum flott- ari mat en aðrir á landinu. Væri ekki gaman ef þið hjá Neyt- endasiðunni gerðuð samanburð á þessum tveim verzlunum hér, K.K.Þ. og Kjörvali, og verzlunum í Reykja- vík. Það gæti orðið fróðlegt að sjá verðmismuninn ef hann er. Seðlamir streyma inn VEST- MANNA- EYJAR: OGBREFMEÐ Olían að verða óbærilega dýr Okkur berast nú seðlarnir til upp- lýsingar á heimiliskostnaði frá öllum landshornum. Margir hafa sent okkur línu með og fara nokkur bréfanna hér á eftir. A.A. í Vestmannaeyjum: Ég ætla að senda ykkur nokkrar línur með upplýsingaseðlinum að vanda. Liðurinn matur og hreinlætis- vörur í maí-mánuði er nokkuð hár enda frystikistan að verða tóm (hún er ekki sjáiffyllandi hjá mér). Ég keypti I hana 2 kassa af kjúklingum, 2 skrokka af kindakjöti og töluvert af .kálfakjöti og vona ég að þetta endist mér á annan mánuð. Liðurinn , ,annað’’ varð svo hár að ég endurreiknaði allt tvisvar sinnum. En komst ekki að neinni betri niður- stöðu. Olíufj. . . fyrir 1 1/2 mánuð var 93.005 en þessi hluti heimilis- haldsins er að verða alveg óbærileg- ur. Húsaleiga kr. 35.000, rafmagn 16.168, bensín 20.795, trygging á bílnum 51.595, slökkvitæki 17.100, viðgerð á þvottavél 15.100, barna- gæzla 1/2 mánuð 25.000 (ég vinn hálfan daginn) og fatnaður á börnin 78.135. Ég keypti útsæði og áburð og setti það undir liðinn annað enda ekki útséð um hvort nokkrar kartöfl- ur koma upp í haust. Það verður bara að vona hið bezta. Útsæðið kostaði 2.800 og áburðurinn 6.700. Upphæð- in er ekki það há að það skipti höfuð- máli í hvorum liðnum hún er reikn- uð.Kærarkveðjur og þökkfyrir góða síðu. SKR0KKUR SEINT f MÁNUDINUM

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.