Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 40

Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 40
FRÍHÖFNIN OPÍN Á NÝ —samkomulagnádistseintígærkvöldi, samþykkt með 32 atkvæðum gegn 3 Fríhöfnin í Keflavík hefur veriö opnuð á nýjan leik. Samkomulag náöist seint í gærkvöldi í deilu BSRB og fjármálaráðuneytis um kjör tíu sumarmanna á staðnum. Starfsmenn samþykktu samkomulagið með 32 atkvæðum gegn 3. Haraldur Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri BSRB, sagði í samtali við DB í morgun að bandalagið hefði náð fram þeirri kröfu sinni að samningar væru virtir. Starfsmenn- irnir tiu yrðu ráðnir í hálft starf, en þar sem þeim hefði verið iofað 70% vinnu fengju þeir yfirvinnu sem svaraði mismuninum. í samkomulaginu felst að aðilar falla frá viðurlögum eða skaða- bótum, en dregið verður af launum starfsmanna fyrir óheimilar fjar- vistir. ..Aðalatriðið er að deilan er leyst og við getum nú farið að vinna aftur,” sagði Þórður Magnússon, frí- hafnarstjóri, í samtali við DB i morgun. Hann kvað þá lausn sem fengizt hefði verið ódýrari en það fyrirkomulag sem stóð tii að taka upp. Þórður kvað augljóst að frihöfnin hefði orðið fyrir töluverðu fjárhags- legu tjóni vegna deilunnar, en hafði engar tölur um það handbærar. -GM Frfhöt'nín á Ketlavfkurflugvelli um helgina: lokað og umferð engin — en farþegar margir hverjir heldur óánægðir. DB-mynd: Ragnar. Snóksdalskirkja: Predikun- arstóll veldur deilum „Þetta er arfur frá þeirri guðfræði- stefnu, sem vildi meina, að orðið væri æðra sakramentinu og þess vegna ætti predikunarstóllinn að vera ofar altarinu,” sagði sr. Skírnir Garðars- son, sóknarprestur í Búðardal i samtali við blaðamann DB um predikunarstól- inn i Snóksdalskirkju. Á ferð sinni um Snæfellsnes fyrir skömmu skoðuðu DB-menn nokkrar kirkjur en endur- byggingar hafa staðið yfir á mörgum kirkjum á Snæfellsnesi að undanförnu. Mesta athygli þeirra vakti kirkjan í Snóksdal. Hún var endurbyggð á árunum 1975—78. Var kirkjan þá byggð frá grunni og var leit n við að láta hana halda upphaflegu svipntóti. Að sögn sr. Skírnis spruttu miklar deilur upp af staðsetningu predikunar- stólsins, og er að sögn hans ekki enn séð fyrir endann á þeim. Kirkjuyfirvöld Vildu láta breyta staðsetningu stólsins en heimamenn vildu ekki sætta sig við það. Stóllinn skyldi vera á sínum fyrri stað. Ekki er ljóst, hvern enda þetta mál fær þar sem kirkjuyfirvöld munu ekki hafa sagt sitt siðasta orð i málinu eftir þvi sem sr. Skírnir segir. -GAJ- CSmBMMM Predikunarstóllinn f Snóksdalskirkju er ofan á altarinu eins og myndin sýnir. DB-mynd Árni Páll. ' Bílþjófar inn og út hjá lögreglunni Bflþjófar voru athafnasamir um helgina, og þar voru gamlir kunningjar lögreglunnar á ferð. Fyrst voru þeir handsamaðir á föstudagskvöld á stolnum bfl og aftur voru þeir teknir að sumbli i sumarbústað Hákonar Bjarnasonar við Hvalvatn á sunnu- daginn og höfðu þá stolið fjórum bflum og valdið skemmdum á sumarbústaðnum. Einn bilanna vantar R-33551 gul Cortina árgerð 1971. Fyrír handtökuna höfðu þeir farið i kappakstur á Eiliðavatnsvegi og stórskemmt stolnu bflana. Myndin var tekin þegar lögreglan náði í skottið á bllþjófunum. DB-mynd: Sv. Þorm. Rainbow Warríor: Héldu sig sigla i fullum rétti Hvalaverndunarmenn um borð í Rainbow Warrior reyndu ennþá einu sinni að komast úr höfn nú um helgina. Seinni hluta dags á laugar- dag báðu þeir tollgæzluna að koma um borð svo þeir gætu haldið til hafs. Varð tollgæzlan ekki við þeirri beiðni og héldu Greenpeace menn úr höfn um sexleytið á laugardag. Hjá Land- helgisgæzlunni lá fyrir beiðni um það frá Dómsmálaráðuneytinu að ef Rainbow Warrior reyndi að halda úr höfn ætti að ná í skipið aftur og færa það til hafnar. Hélt varðskip því út og stöðvaði Rainbow Warrior ekki langt fyrir utan. Var þeim gefið merki með fiöggum og ljósmerkjum og héldu þeir á ný til hafnar. Komu þeir aftur til Reykjavíkur milli kl. tvö og þrjú aðfaranótt sunnudagsins. Greenpeace menn álitu sig í fullum rétti að mega sigla úr höfn, þeir hefðu skilið eftir fullt umboð hjá lögmanni sínum í landi og þar með væri grundvöllurinn fyrir farbanni því sem á þeim hefur hvílt brostinn. Var hlutaðeigandi yfirvöldum hér á landi tilkynnt um þessa ákvörðun Greenpeace manna með skeyti frá Herði Ólafssyni lögmanni þeirra svo að þvi loknu álitu hvalafriðunarmenn sig í fullum rétti til að sigla. En allt kom fyrir ekki, eins og fyrr greindi og þeir færðir aftur til hafnar. Á morgun rennur út frestur sá er Greenpeace menn áskildu sér til að safna gagna í málinu sínu svo þá fellur farbannið einnig niður. -BH. : Í Í í i i i MÁNUDAGUR 25. JÚNl 1979 Slydduhríð áSiglufirði! Siglfirðingar kynntust óvenjulegu sumarveðri á laugardaginn. Þá gerði hríðarveður eins og um hávetur og jörð varðvíðahvít. Að sögn Björns Árnasonar, frétta- ritara DB á Siglufirði, var búið að sleppa ám og lömbum frá bæjum í ná- grenninu út en féð hraktist undan veðrinu til byggða. Svolítið kalt var á Siglufirði í gær, en bæjarbúar telja sig hafa góða von um að Vetur kóngur ónáði þá ekki frekar að sinni. Slíkar heimsóknir hljótt að teljast heldur betur ósæmilegar þegar þess er gætt að komin er tíunda vika sumars. Áfengisútsal- anfelldmeð4 atkvæðum Sauðkræklingar gengu að kjörborð- inu um helgina og greiddu atkvæði um, hvort opna skyldi áfengisútsölu á staðnum. Úrslit urðu þau, að tillagan var felld. 414 greiddu atkvæði gegn tillögunni en 410 greiddu atkvæði með henni. 3 seðlar voru auðir. Kosninga- þátttaka var 64,3%. Þrátt fyrir, að til- lagan hafi verið felld en ljóst, að fylgj- endur áfengisútsölu hefur fjölgað mikið á Sauðárkróki. í kosningunum 1974 var slík tillaga felld með miklum mun nú munaði hins vegar svo litlu að telja varð tvívegis. -GAJ/TA, Sauðárkróki. Stórskemmdu stolinn bíl Tveir ölvaðir Selfyssingar stálu bíl á Selfossi á laugardagsmorguninn og hugðu á ökuferð. Sú ferð þeirra vakti athygli lögreglunnar og var þeim veitt eftirför sem varð allrósótt. Áður en tókst að stöðva bílþjófana höfðu þeir stórskemmt stolna bílinn, sem var af Chevrolet Vega gerð og höfðu þeir komizt á Hvolsvöll áður en tókst að hefta frekari för þeirra. -ASt. Setztápott með heituvatni Þriggja ára barn brenndist nokkuð illa í sumarbústað i Grímsnesi um helgina. Mun barnið hafa setzt á pott með heitu vatni og pottlokið spor- reistst. Ekki var sjóðandi vatn í pottin- um en barnið hlaut brunasár á neðri hluta baks og á rasskinnum. Barninu líður eftir atvikum vel, að sögn lækna á Landspítalanum og er ekki í lífshættu. -ASt. I í t Í i i i i i I I i i í i i i i i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.