Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 25

Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1979. 25 Hér sést Kcith Carradine í hlutverki d’Hubert. Heiður aðveði Háskólabíó sýnirnúEivígiskappana Heiti: The Duellists Loikstjóri: Ridley Scott Handrit: Gerald Vaughan-Huges, byggt á sög- unni The Duel eftir Joseph Conrad Kvikmyndur: Frank Tidy Klipping: Pamela Power Gerð í Bretlandi 1977 Sýningarstaður: Háskólabló Aöalhlutverk: Keith Carradine Harvey Keitel Albert Finney Edward Fox Cristina Raines Leikstjórinn Ridley Scott mun vera tiltölulega óþekktur meðal kvik- myndahúsagesta hér á landi. Einvígiskapparnir er fyrsta mynd hans en áður hafði hann starfað lengi fyrir breska sjónvarpið og unnið við gerð auglýsingamynda. Á sínum yngri árum hóf Ridley Scott listnám en endaði sem hönnuður sviðsmynda fyrir sjónvarpið. Eftir að hafa unnið við það starf um tíma ákvað hann að gerast leikstjóri. „Maður hefur alltaf trú á að geta gert hlutina betur en náunginn”, var haft eitt sinn eftir Scott, „þangað til maður er sjálfur kominn bak við kvikmyndatökuvél- ina”. Eftir að hafa komið undir sig fótunum með auglýsingamyndum (hann hefur gert yfir 3000 stykki) stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki til framleiðslu kvikmynda. Og sinn stóra sigur vann hann þegar Einvígis- kapparnir var kosin besta frumraun leikstjóra á kvikmyndahátíðinni í Cannes 1977. Siðan hefur hann gert eina mynd til viðbótar sem ber heitið Alien og fjallar eins og nafnið ber með sér um furðuverur utan úr geimnum. Um þessar mundir vinnur hann að kvikmyndun á sögunni um Tristan og isold. Róleg byrjun Einvígiskapparnir gerist á fyrri hluta átjándu aldar og hefst áeinkar rólegan máta. Við fylgjumst með lítilli stúlku sem er að reka gæsahóp á undan sér úti í kyrrlátri náttúrinni. Allt i einu mætir hún hermanni og þar sem stígurinn endar út á engi sjáum við tvo herramenn heyja einvígi. Sá yngri, sem er liðsforingi að nafni Feraud hefur undirtökin enda virkar andstæðingur hans bæði hræddur og klaufskur. Að lokum fer svo að sá fyrrnefndi særir and- stæðing sinn hættulega. En and- stæðingur hans reyndist vera frændi borgarstjórans og því varð úr þessu meira mál en á horfðist. Hershöfðinginn sendir ungan liðs- foringja d’Hubert til að hneppa Feraud í varðhald. En Feraud litur á þetta sem móðgun þar sem hann hafði talið sig hafa gilda ástæðu til að heyja einvígið. Frændi borgarstjór- ans hafði talað niðrandi um Bona- parte. Þetta endar með því að Feraud* skorar á d’Hubert á hólm á staðnum. En þar sem Feraud særist fljótlega geta þeir ekki lokið einvíginu. Myndin segir síðan frá samskiptum þeirra Feraud og d’Hubert næstu sextán árin og sífelldum einvígjum þeirra til að reyna að binda endi á deiluatriðið sem þeir telja snerta heiður sinn. Aðeins dauðinn virðist veralausnin. Falleg fyrir augað í heild virkar myndin mjög vönduð. Kvikmyndatakan er oft á tíðum frábær og notar kvikmynda- tökumaðurinn skuggana á einkar áhrifaríkan máta. Lýsing og yfir- bragð myndarinnar minnir óneitan- lega á Barry Lyndon en þar notaði Stanley Kubrick mikið náttúrlegt ljós. Sérstaklega erönnur skylmingar- viðureign þeirra d’Hubert og Feraud lík einvíginu i Barry Lyndon enda var sviðsmyndin mjög svipuð. Mikil vinna hefur verið lögð í að ná raun- veruleikablæ yfir myndina. Búningar og umhverfi er einkar vel valið þegar tillit er tekið til þess að sögusviðið er 1800—1816. Og svo má ekki gleyma skylmingunum, sem þeim Carradine og Keitel útfæra mjög vel. Þeir virðast sniðnir í hlutverk þeirra Feraudog d’Hubert. Heiður En þá er komið að efni myndar- innar sem er byggt á bókinni The Duel eftir Joseph Conrad. Að mínum dómi fjallar þessi mvnd um hugtakið heiður. Merking þessa orðs hefur gegnum árin tekið nokkrum breyt- ingum. Áður fyrr, eins og kemur fram í myndinni, voru menn tilbúnir að hætta lífi sínu ef heiður þeirra var í veði. Ég er hræddur um að afstaðan til heiðurs og þá aðallega hvað það sé sem teljist óvirðing sé orðinn allt önnur. Aftur á móti kemur ekki vel í Ijós í myndinni hvað það var sem Feraud taldi ógna heiðri sínum. Þegar fer að síga á seinni hluta myndarinnar er þetta stríð þeirra orðið að áráttu og raunveruleg orsök að baki illdeilnanna skiptir ekki lengur máli. Einvígiskapparnir er mjög góð mynd ef tekið er tillit til þess að þetta sé fyrsta mynd leikstjórans. Að vísu sést á handbragðinu að leikstjórinn hefur lært ýmislegt meðan hann starfaði hjá sjónvarpinu. Þótt myndin sé dálítið langdregin á köflum bætir myndataka og leikur það upp svo útkoman er dágóð. Kvik myndir Baldur Hjaltason ALÞJ0ÐLEGT T0N- LISTARNÁMSKEIÐ IREYKJAVIK Rætt við Paul Zukofsky í síðustu viku var hér á ferð banda- ríski fiðlusnillingurinn og hljómsveitar- stjórinn Paul Zukofsky, en hann er góðvinur margra íslendinga og hefur undanfarin tvö ár stjórnað tónlistar- námskeiðum fyrir íslenska og erlenda hljóðfæraleikara. í ágúst verður þriðja námskeiðið af þessu tagi haldið i Tón- listarskólanumí Reykjavík og er búist við inikilli þátttöku. DB hitti Zukofsky að máli og ræddi við hann um tilhögun þessara námskeiða og íslenska tónlist. „Ég kom hér fyrst fyrir einum fimmtán árum og þá kynntist ég mörgum íslenskum tónskáldum og tón- listarmönnum og hélt sambandi við þá. Síðan kom ég hingað til að stjórna á Ung Nordisk Musik árið 1976 og þá kom til tals milli okkar Jóns Nordal, Þorkels Sigurbjörnssonar, Þorgerðar Ingólfsdóttur og fleiri að hér þyrfti að setja á fót tónlistarnámskeið á sumrin með alþjóðlegu sniði. Paul Zukofsky (Ljósm. Arni Páll). Veikur fjárhagur Þetta tókst okkur svo að gera strax árið eftir og þá voru fimmtán manns á námskeiðinu. Nú í ár er allt útlit fyrir að um sextíu manns taki þátt í þessu með okkur, m.a. frá Englandi og öllum Norðurlöndunum.” Við spurðum um fjármálahliðina. „Þar ríðum við á tæpasta vaðið. Fjárstuðning höfum við nær engan fengið og því reynum við að koma öllum þátttakendum fyrir í heima- húsum. Sjálfur fæ ég aðeins eigin kostnað en Flugleiðir gáfu flugfar mitt. Þátttakendur greiða svo smáupphæð, svona tiLmálamynda.” Á efnisskrá námskeiðsins nú sem endranær eru einvörðungu tuttugustu aldar tónverk. Við spurðum Zukofsky um ástæðuna fyrir því. Uppreisnarmaðurinn Cage „Á námsskrá tónlistarskóla, hér sem annars staðar, hefur ævinlega verið lögð megináhersla á eldri tónlist, — af skiljanlegum sögulegum ástæðum. Á móti þessu vil ég sporna og kynna nýrri tónlist fyrir yngra tónlistarfólki. Þegar það venst henni, fer það að njóta hennar og hún verður auðveldari viðfangs.” Blaðamaður hjó eftir því að á efnis- skrá námskeiðsins í ár eru ekki aðeins „sigildir” nútímamenn eins og Stra- vinsky, Bartok, Webern og Schoen- berg, heldur einnig einn helsti uppreisnarmaður í tónlist síðari tíma, John Cage, — en hann verður væntan- lega gestur á næstu Listahátíð, fyrir tilstilli Zukofskys. „Cage er án efa einn mikilhæfasti tónlistarmaður núlifandi og verður mikill fengur að fá hann hingað,” sagði Zukofsky. „Við flytjum í ár eitt af eldri verkum hans sem nefnist „The Seasons” og það er allt á nótum og ætti ekki að vera erfitt.” Æfing í samspili Við spurðum Zukofskv um skoðun hans á íslenskri tónmennt. „Það er margt gott um hana að segja, en einn stór galli er þó á henni. Hann felst í því að þið sendið nýút- skrifaða tónlistarnema utan til náms í hópum, í stað þess að koma þeim fyrir strax í Sinfóníunni eða öðrum stærri hljómsveitum og æfa þá í samspili. í staðinn verðið þið svo að flytja inn fjölda erlendra hljóðfæraleikara.” Og hver er svo staða íslenskrar tónlistar í dag? „Ég á erfitt með að koma auga á sér- stök íslensk einkenni í henni. Hún er afar alþjóðleg í eðli sínu. Innblástur hennar er kannski íslenskur — cins og þetta verk eftir Atla Heimi sem ég er að taka upp í útvarpinu og nefnist Hreinn- SÚM, en útfærslan fær á sig alþjóðlega mynd og höfðar þvi líka til hlustenda annars staðar.” Með það kvaddi Paul Zukofsky, en hann verður ekki aðeins hér með námskeið í ágúst, heldur mun liann koma til að stjórna Sinfóniu- hljómsveitinni í vetur. -A.l. G0LFTEPPI fyrir heimili—stigahús—skrif stof ur Alltaf eitthvað nýtt í hverri viku - AXMINSTER, ANNAÐ EKKI - AXMINSTER - GRENSASVEGI8 - SIMI82499 LITSJOIMVARPSTÆKI 20" kr. 440.000.- 22" kr. 530.000.- 26" kr. 575.000.- SJÓNVARPSBÚÍDIN BORGARTÚNI 18 REYKJAVIK SIMt 27099

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.