Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 27
 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1979. 27 Átök einkafyrirtækja og hins opinbera um rafeindavæðingu ífiskiðnaði: Hagkvæmnm er augljós, samn- ingurinn er tilbúinn en Raunvísindastofnun segir NQ Raunvisindastofnun Háskólans hefur unnið að hinum margvislegustu verkefnum á sviði rafeindatækni. Hér sjást starfsmenn stofnunarinnar við eitt verkefnanna. Að frumkvæði Rannsóknaráðs ríkisins var á siðasta hausti efnt til nokkurra funda með fulltrúum frá opinberum stofnun ogeinkafyrirtækj- um til að ræða möguleika á samstarfi þessara aðila um átak til að hraða og bæta rafeindavæðinu í fiskiðnaði hér á landi. Fyrir liggur að slík tækni er mjög hagkvæm og getur leitt til verúlega aukinnar framleiðni í hrað- frystiiðnaði. Þeir aðilar sem hér um ræðir eru m.a. Raunvísindastofnun Háskólans, Vélsmiðjan Völúndur hf. í Vest- mannaeyjum, Póliinn hf. á ísafirði, frystihús Sambandsins og Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna. Fundir þessir voru haldnir nokkrum sinnum fram að áramótum en þá slitnaði skyndilega upp úr. Reynt hefur verið að efna til nýs fundar en það hefur ekki tekizt. Væntanlega verður þó haldinn fundur að frumkvæði Rannsókna- ráðs innan fárra daga, en óvíst er að allir aðiiar mæti þar. Samkomulag hafði náðst Á fundunum fyrir áramót hafði náðst samkomulag um hvernig haga skyldi samstarfmu í megindráttum og átti aðeins eftir að undirrita samning þar að lútandi. Samstarfsgrund- völlurinn var byggður á stöðluðu norrænu samningsformi sem mikið hefur verið notað þegar um svo viða- mikla samvinnu opinberra aðila og einkafyrirtækja hefur verið að ræða. í samningi þessum er verkefnið skilgreint sem samhæfing á þróunar- aðgerðum um rafeindavæðingu i fiskiðnaði. Um markmið segir orð- rétt: ,, 1. Að þróa rafeindabúnað og til- heyrandi vélræn tæki til að flokka og vigta fisk sem tekinn er til vinnslu í fiskiðnaði og fylgjast með nýtingu hans og vinnslu. 2. Að stuðla að 5l.j >ui framleiðslu, markaðskynningu og .-olu á þeim búnaði sem þróaður verður. 3. Að stuðla að skjótri markaðs- setningu slíks búnaðar erlendis, um leið og reynsla er fengin og fram- leiðslugeta leyfir " Verkefnisnefndin Ákvörðunarvald varðandi verk- efni sem ráðizl yrði í var í samningnum fali'ð sérstakri verk- efnisnefnd, sem skipuð átti að vera fulitrúum ailra þátttakenda. Kostnað við verkefni átti að greiða af eigin fé þeirra aðila sem að því stæðu, með styrkjum og lánum annars staðar frá. og loks átti verkefnið að njóta fyrir- greiðslu hjá Rannsóknaráði. Verkefnisnefnd var falið að taka ákvarðanir um fjármuni sem aflað væri sameiginlega á vegum verkefnis- ins. Nefndin átti að hafa forgöngu um að afla fjármagns frá opinberum sjóðum og þátttakendur í samstarf- inu áttu því ekki að sækja sjálfir um fjármagn nema í samráði við verk- efnisnefnd. í samningum segir enn fremur að aðilar séu skuldbundnir til að veita hverjir öðrum gagnkvæma tækniað- stoð og uppiýsingar, enda komi fyrir fullkominn trúnaður og hxfileg þóknun eftir því sem um semjist hverju sinni. Á hverju strandaði? Það var ekki fyrr en á síðustu fundum samstarfshópsins að alvar- legur ágreiningur kom upp. Einn af fulltrúum Raunvísindastofnunar Háskólans taldi vald verkefnis- nefndar of mikið og kaus fremur að hún yrði vaidalaus samráðsvett- vangur. Þessum aðila mun einkum hafa verið það þyrnir í augum að sótt skyldi sameiginlega um fjármagn. Yfirmenn Raunvísindastofnunar voru hins vegar sammála öðrum í hópnum um nauðsyn sameiginlegs átaks og settu ekki út á efnisatriði í þeim samningi er fyrir lá. Af einhverjum ástæðum kusu þeir þóað beygja sig fyrir skoðun einstaklings á Raunvísindastofnun og skriluðu ekki undir. í viðtali við DB hefur Páll Theodórsson, forstöðumaður eðlis- fræðistofu Raunvísindastofnunar, staðfest að hann hafi fyrir Lamót verið hlynntur samningum. Aftur á móti kveðst hann nú hafa skipt um skoðun og telur verkefnisnefndina fela í sér of mikla yfirbyggingu. Viðtal við hann er birt annars staðar á síðunni. Af hverju samstarf? Þeir aðilar sem DB hefur rætt við um 'þetta mál eru sammála um að mjög bagalegt sé að af þessu samráði varð ekki. Yfirleitt eru menn sammála um að slíkt samstarf fæli í sér verulegan sparnað og flýtti fyrir þróun rafeindavæðingar í fiskiðnaði. Einn þeirra manna sem DB talaði við minnti á að hafinn va-ri nokkur útflutningur héðan á tölvuvæddum fiskflokkunarvélum. Aftur á móti væru önnur tæki, s.s. til aflestrar og skráningar, ekki flutt úr samtímis flokkunarvélunum, þótt í því væri augljós hagræðing og lyftistöng fyrir íslenzkan rafeindaiðnað. Ástæðan er auðvitað sú að hið nána samstarfs, sem óundirritaður samningur hjá Rannsóknarráði ger;' r:V' 'yrir, hefur ekki komizt í framkvæmd Dæmigert fyrir íslendinga? „Þetta er dæmigert fyrir íslend- inga” sagði einn af viðmælendum DB. „Þegar þeir eru loksins búnir að koma sér niður á vitlega framleiðslu þá þurfa þeir endilega að klúðra máiinu með nútíma hrepparig, sem felst i samkeppni um opinbera styrki, og metingi um aukaatriði.” En hver verður framvinda málsins? Munu fyrirtækin halda áfram að bauka hvert í sínu horni án tækni- legrar samvinnu og hvert um sig sækja um fjárstyrki til sömu opin- beru sjóðanna? Scm .^lciiuui er ekki unnt að svara f>-jö -r þ/. ■>,' R'Ilin. visindastofnun tlaskólans æilar að standa i vegi tyrir því að sá samningur sem liggur á borði Rannsóknaráðs verði undirritaður. Raunvísindamenn segjast þó vilja samstarf um rafeindavæðingu í fisk- iðnaði, en það verði að vera á öðrum grundvelli. Ef til vill næst eitthvert samkomu- lag á fundinum sem Rannsóknaráð hefur boðað. En fyrir helgi voru menn ekki bjartsýnir á að svo yrði. Útlit er því fyrir að sundurlyndi hindri veglegt átak um rafeinda- væðingu í fiskiðnaði íslendinga. Hefur þjóðin efni á því? má spyrja. Svari hver fyrir sig. -GM Á takmörkuð mið að róa í sambandi við fjárstyrki — segir Ásgeir Erling Gunnarsson SAMVINNA HEFDIFLÝTT FYRIR TÆKNIÞRÓUN „Það var ágreiningur um grund- vallaratriði í samningnum,” sagði Ásgeir Erling Gunnarsson, fjármála- stjóri Pólsins hf. á tsafirði. Hann kvað fyrirtæki sitt hafa verið eindregið hlynnt því að verkefnis- nefndin hefði veruleg völd ogað þátt- takendur þyrftu að sækja undir hana. Raunvísindastofnun hefði verið andvíg þessu og viljað að verk- efnisnefndin væri valdalaus samráðs- vettvangur. Ásgeir Erling sagði að á tak- mörkuð mið væri að róa í sambandi við fjárstyrki til að þróa rafeinda- væðinguna og þess vegna þætti sér eðlilegt að þeir aðilar sem að slíku ynnu sæktu sameiginlega um fjár- — segir GyHl Aðalsteinsson „Framleiðni sf., dótturfyrirtæki Sambandsins, tók þátt í samráðs- fundum á vegum Rannsóknaráðs fyrir áramót,” sagði Gylfi Aðal- steinsson, starfsmaður fyrirtækisins. Ekki hafi reynzt samstarfsgrund- völlur þá en hann kvaðst hins vegar vona að það samráð sem nú væri aftur'hafið mundi leiða til þess að árangursrík samvinna tækist með þeim aðilum er að töluvæðingu frystihúsa störfuðu. Gylfi kvað Framleiðni sf., starfa í nánu samstarfi við Raunvísindastofnun Háskólans við að tölvuvæða frystihús Sam- bandsins. Þegar væru komnar upp tölvuvogir i frystihúsum á Húsavik og í Þorlákshöfn. Fyrirhugað væri magn og fengju síðan úthlutað verk- efnum frá verkefnisnefndinni. -GM Ásgeir Erling Gunnarsson. að setja slíkar vogir upp í frystihús- unum á Dálvík og Fáskrúðsfirði. Gylfi Aðalsteinsson. — segir Halldör Axelsson „Ég geri ráð fyrir því að samvinna hefði flýtt fyrir þróun tækninnar,” sagði Halldór Axelsson hjá Völundi hf. í Vestmannaeyjum. Hann stað- festi að sameiginlegt átak hefði strandað á Raunvisindastofnun. „En þeir eru að vinna ;ið injög efni- legum hlutum,” sagði Halldór, og kvaðst hafa mikið álit á starfsemi þeirra. Þess væri þó að geta að þeir sinntu fyrst og fremst þróun raf- eindabúnaðarins en hefðu minni áhyggjur af því að koma framleiðslu sinni á markað og sjá um þjónustu eftir að tækin hefðu verið sett upp. Öryrkjabandalagið hefði verið nefnt sem viðtakandi tækja þeirra en álita- mál væri hvort það gæti sinnt verk- efninu. „Ég hef borðið fullt af vanda- málum en get ekki leitað til —segir Páll Theódórsson „Okkur leizt illa á þessa miklu yfirbyggingu,” sagði Páll Theódórs- son, forstöðumaður eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar. Hann kvaðst hafa verið hlynntur samningnum upphaflega en sæi nú að það hefði verið misráðið af sér að leggja til að allir þræðir yrðu fléttaðir saman. Þaðhefði ekki verið raunhæft. „Ég hef vakið upp draug,” sagði Páll um fyrri afstöðu sína. Hann kvaðst hlynntur samstarfi og hefði vakandi auga fyrir því hvernig það yrði bezt gert. En samstarf gæti ekki orðið á grundvelli þess samnings sem lægi á borði Rannsóknaráðs. Páll benti á að þróun rafeindavæð- ingar væri skammt á veg komin og Háskólans,” sagði Halldór og kvað ástæðuna vera þá að Raunvísinda- stofnun væri í samkeppni við sig og mundi að sjálfsögðu notfæra sér tækninýjungar frá Eyjum í eiginhags- munaskyni. -GM Halldór Axelsson. lítill grundvöllur fyrir samstarfi meðan aðilar væru uppteknir við fyrstu verkefni. -GM Páll Theódórsson. Vilhjálmur Lúðviksson. Styrkjendur óskuðu eftir samvinnu — segirVilhjálmur Lúðvíksson „Jú, það yrði verulega hagkvæmt ef samstarf kæmist á,” sagði Vil- hjálmur Lúðvíksson, framkvæmda- stjóri Rannsóknaráðs ríkisins. Hann kvað samráðsfundina hat'a upphaf- lega hafizt að ósk þeirra aðila sem styrkja rannsóknir og framleiðslu á rafeindabúnaði hér á landi. Vilhjálmur kvað fundum ekki lokið og væri einn t.d. fyrirhugaður innan fárra daga. Því væri of snemmt að spá nokkru um niðurstöðu. En það lægi þó Ijóst fyrir að samstarf yrði ekki á grundvelli fyrirliggjandi samnings. „Kannski vorum við of ákafir að leggja til bindandi samstarf. Það þarf ekki að vera raunhæft,” sagði Vilhjálmur. „Menn eru hræddir YÍðaðbinda sig og takmarka nrögu- leika sina.” Hann kvað þetta viðkvæmnismál sem vel væri þekkt við svipaðar aðstæður erlendis. „Þetta er ekki einfalt mál þótt það virðist kannski sjálfsagður hlutur,” sagði Vilhjálmur og var vongóður um að Rannsóknaráði tækist að koma á einhverju samstarfi á næstunni. -GM Vonast eftir samvmnu Leizt illa á yfirbygginguna

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.