Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 26

Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 26
26 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1979. Örtölvutækni ífiskiðnaði: Nýjar leiðir til að stjóma framleiðslu og nýtingu hráefnis Veruleg hagkvæmni og spamaður Tölvur eru ekki algjör nýlunda í íslenzkum frystihúsum. Hingað til hafa þær þó einkum verið notaðar við bókhald, bónusútreikning og skyld verkefni. Hitt er nýmæli að láta tölvur taka þátt í að stjórna fram- leiðslu og safna upplýsingum um vinnsluferli. Það er einkum tilkoma svonefndra örtölva sem ræður því að unnt er að beita rafeindatækni við ótrúlegustu verkefni. Eigendur frystihúsa hér á landi hafa smám saman verið að vakna til vitundar um þessa tækni og möguleika sem í henni feiast. Fyrir skömmu er hafin talsverð rafeinda- væðing í nokkrum frystihúsum og eru þar komnar tölvustýrðar vogir, fiokkunarvélar og samvalsvogir sem tengdar eru við skráningarstöðvar eða móðurtölvu. í öðrum frysti- húsum eru menn að fikra sig áfram og prófa hvað bezt hentar. Nýjar leiðir hafa þvi opnazt til að stjórna framleiðslu og nýtingu hráefnis og engum vafa er undirorpið að það leiðir til hagkvæmni og sparnaðar sem getur aukið fram- ieiðni verulega. íslenzk framleiðsla Nokkur íslenzk fyrirtæki og stofn- anir hafa þegar hafið framleiðslu raf- eindabúnaðar af þessu tagi, sem notaður er í frystihúsum hér á landi. Þessir aðiiar stunda einnig víðtæka rannsóknastarfsemi og vinna að því að þróa örtölvutæknina við islenzkar aðstæður. Að auki hafa aðilar eins og IBM komið með þessa tækni á markað og selt frystihúsum. Innflytj- endur eru þó enn ekki taldir sam- keppnisfærir, hvað sem síðar verður. Þeir aðilar hér á landi sem mest sinna rafeindavæðingu frystihúsa eru Raunvísindastofnun Háskóla Is- lands, Póllinn hf. á Isafirði, og Völundur hf. í Vestmannaeyjum. Raunvisindastofnun hefur fram- leitt rafeindavogir, og hafa þær verið notaðar á Húsavík og í Þorláks- höfn. Einnig hefur verið unnið að framleiðslu skráningartækja og gagnavinnslutækja sem prófuð verða í sumar. Póllinn hf. hefur smíðað sjálf- virkar rafeindavogir og er ein slík notuð á ísafirði. Einnig hefur verið framieidd nýstárleg pökkunarvog og hönnun samvalsvoga er vel á veg komin. Samvalsvogum er ætlað að velja saman fiskflök í pakkningar á vélrænan hátt með hjálp örtölvu- tækni. Völundur hf. hefur smíðað raf- eindastýrða fiskflokkunarvél, sem flokkar fiskinn í mismunandi lengdarfiokka og stuðlar þannig að hámarksnýtingu afia. Vélar þessar hafa verið seldar víða um land og talsvert fiutt úr landi. Auk þess hefur Völundur breytt gömlum vigtum þannig að þær geta gefið merki sem tölva getur unnið úr. -GM IVióðurtölva tölvuvinnslunnar I Isbirninum er til húsa á annarrt hæö i hinu nýja húsi á Grandagarði. 4- U& : 4 ' VEL : V£i VÉZ ý'l't - í. i. l i •■TOHMumm: íwÍkw: Ýlifí : UÍSÍ ^ vei i V£i I V£í i VEl ýifí T I vé i . i 3- J Honif- ri'ÓÁuvx ÝSA uL Vii : 0-! ■ 7^A : þtli*' J J J/ *)• ufí'. :: tjri- i «J*«« Ein stöðin i frystihúsi tsbjarnarins þar sem tölvunni eru veittar upplýsingar um þyngd fisksins. Július Njálsson, starfsmaður tsbjarnarins, stendur hér við færibandið sem mælir lengd hvers fisks og flokkar hann eftir stærð. Frá þessari vog i vinnslusalnum fær tölvan upplýsingar um afköst hvers starfsmanns og eftir þeim fer bónusútreikningur fram. DB-myndir: Árni Páll. Frystihúsið ísbjöminn tölvuvætt: Hraefnisnýting betri og aukin hagræðing ísbjörninn á Grandagarði er senni- lega það frystihús sem lengst er komið í tölvuvæðingu og sjálfvirkni allra frystihúsa hér á landi. Er þar beitt af mætti tölvuvogum og annarri sjálfvirkni svo fylgjast megi sem bezt með mismunandi afköstum hinna ýmsu véla. Tölvustýringin hefst þar sem komið er með fiskinn inn í frystihúsið í kössum beint frá skipshlið. Eftir að fiskurinn hefur farið gegnum skoldunk mikinn rennur hann stór og smár inn á færiband. Þar nemur ljós- rák iengd fisksins og ræðst af þvi hvar hver og einn fiskur fellur út af færibandinu og niður kerald. Þegar fiskurinn hefur verið flokkaður eftir' stærð er hvert kerald vegið og þyngdin skráð. Keraldið er síðan tæmt við næstu fiökunarvél. Eftir að flökun og hausun hefur farið fram er enn á ný vegið það sem frá vélinni kemur. Þá er hægt að taka til við að snyrta fiskinn og er hann sendur með færibandi út á borðin til stúlknanna er vinna að snyrtingunni. Eru þar vegin afköst hverrar og einnar stúlku og þau skráð inn á tölvuna til útreiknings. Með því að vegið er við hvert stig framleiðslunnar, þ.e. fyrir og eftir hverja aðgerð, má sjá hvort einhvers staðar er eitthvað að, t.d. hvort ein flökunarvél skilar óeðlilega litlum afköstum miðað við einhverja aðra. Er þá t.d. hægt að koma við einföldum leiðréttingarað- gerðum ef þeirra er þörf. Sjálfvirk launaskráning Þegar starfsfólk í tölvuvæddu frytihúsi, eins og ísbirninum, kemur til vinnu stimplar það sig inn eins eins og gengur og gerist, ekki samt með ákveðnu pappakorti í klukku heldur ákveðnu plastspjaldi sem skráir það hjá tölvunni hvenær komið er til vinnu og hvenær hætt. Er þessi tíma- skráning einnig notuð við launaút- reikning hvers og eins svo tölvan veit á hverjum tíma bónus og tímalaun hvers starfsmanns fyrir sig. Til þessa brúks notar ísbjöminn tölvu af gerðinni „System 32” sem fyrirtækið fékk hjá IBM. Er brátt von á stærri tölvu af gerðinni, System 34” og mun sú töiva geta annað mun meiru en hinum stöðugu vogar- skráningum og launaútreikningi. Skapasl þá grundvöllur fyrir fyrir- tæki sem hafa tölvu af þeirri stærð að hún geti samhliða verkefninu i frysti- húsinu annazt almennt launa- og rekstursbókhald, ekki aðeins fyrir viðkomandi fyrirtæki heldur og fyrir hvern sem hafa vill. Með svo umfangsmikilli bókhaldsþjónustu sem frystihús inntu af hendi mætti draga úr þeirri áhættu sem fólgin er í rekstri frystihúsa hér á landi. -BH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.