Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1979. 15 Týndar myndir og fundnar Tvær litlar myndlistarsýningar er að finna á almannafæri í bænum eða svo gott sem, og það á sama rúntinum. í Stúdentakjallaranum hanga teikningar og grafíkmyndir eftir Sigrúnu Eldjárn en í anddyri Norræna hússins er að finna teikningar eftir Braga Ásgeirs- son. Hvorutveggja er ómaksins virði að skoða. Stúdentakjallarinn er nú allt annar og vistlegri staður en hann var. Opnað hefur verið á milli bása og hinum þung- við Ijóð frá hendi Braga Ásgeirss. en þær sem hengdar hafa verið upp í and- dyri Norræna hússins, og er furðulegt að þær skuli hafa verið týndar í 21 ár . Ljóðið sem Bragi fæst þarna við er „Áfangar” Jóns Helgasonar og við verkið unnið fyrir tilmæli Ragnars í Smára. Ætlun hans var að gefa út sér- útgáfu á kvæði og myndum, en þá týndist helftin af myndunum. Bragi hóf vinnu við verkið upp úr 1955 og eru langflestar myndanna frá 1956. Þá var Bragi Ásgeirsson — Myndskreyting við Áfanga Jóns Helgasonar. I i Myndlist hann upp á sitt besta í grafík og hafði unnið fjölda steinprentmynda sem eru með því besta sem gert hefur verið á því sviði hér. Svart og hvítt Bera myndskreytingarnar það með sér að grafískir kontrastar hafa verið ofarlega í huga Braga þótt svartkrít væri miðillinn (ásamt blýanti & tússi). Myndirnar eru 19 alls en kvæðin 11, og sýna næman skilning á atburðarrás og innblæstri ljóðsins. Myndmál Braga er á þessu tímabili með síð-kúbísku suiði sem á köflum jaðrar við afstri't,— búkar eru einfaldaðir, en meginahei sla lögð á tjáningarmátt stiliseraðra andlita. Heildin öll er firna sterk, en framar öðrum sækja á mig nr. 7 („Alvotur stendur. . ."), nr. 14. („Vötnin byltust.”) og nr. 15 („Situr að teiti...”). Ætti listamaðurinn að láta verða af þvi að endurvinna þcssi verk i grafík og gefa út með testanum. lamalegu borðum kippt í burtu. Þar mun nú einnig vera hægt að neyta fjöl- breyttra rétta og bergja á léttum veigum með þeim, en það er önnur saga. Sýningaraðstaðan getur hins vegar batnað enn, t.d. vantar tilfinnanlega góða birtu á þau myndverk sem þar eru sýnd, en við verðum að taka viljann fyrir verkið. Brunahæna Þarna hefur alltént mátt finna nokkrar frambærilegar míni-sýningar í vetur. Sigrún Eldjárn hefur unnið ötullega í vetur, bæði að bóka- skreytingum, teikningum og grafik, enda virðist hún vaxa með hverju verki. Það hefur gjarnan vafist fyrir þeim Iistamönnum sem vilja vinna hlutlægt, að finna sér hluti eða fyrirbæri sem samsvara hugarfari þeirra og geta jafn- framt verið táknrænir á ýmsa vegu, eða margræðir eins og kallað er. Sigrún er smátt og smátt að koma sér upp mynd- máli sem samanstendur af hinum hversdagslegustu hlutum: skóm, sófa, fatnaði o.fl. og eiga þeir að miðla þeim viðhorfum sem hún vill koma á fram- færi. Þau eru svo íklædd ljóðrænu sem gerir þau bæði torræðari og magnaðri: allt getur gerst. Þó er i myndum hennár að finna afar aðgengi- lega kímni og skondnar fjarstæður („Brunahæna”) — hvorutveggja aðlaðandi. Áfangar Bestu myndir sinar á þessari litlu sýningu gerir Sigrún með litblýanti, t.a.m. fyrrnefnda hænu svo og verk eins og „Loftslagsbreytingu” — hálf- opinn rennilás, en bak við hann skin í gras. . . Póllandsferð Sigrúnar virðist hafa orðið henni uppspretta nýrra hugleiðinga í teikningu og grafik, sem ég fæ ekki fullan botn í sem komið er, en væntanlcga skýrast þau mál síðar. Myndir Sigrúnar eru 13 í allt, grafík- myndir, tússteikningar og litblýants- teikningar. Ég man ekki eftir betri teikningum Skiptir það mestu máli hvað þú færö fyrir peningana. Enn einu sinni hefur okkur tekist að slá verðbólgunni við og getum nú boðið'79 árgerðina af SKODA AMIGO frá kr. 1.970.ÖÖÖ. Sölumenn okkar veita allar nánari upplýsingar. JÖFUR HF Auðbrekku 44-46, Kópavogi, simi 42600. Sigrún Fldjárn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.