Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1979. hendir Iandbúnaðarráðherra mér skriflegt svar við tveimur fyrri liðum fyrirspumarinnar en tjáir mér að ekki hafi gefist tími til prentunar og dreifingar á svörunum á Alþingi eirts ;og háttur er með skrifleg svör við fyrirspurnum á Alþingi. Landbún- aðarráðherra tjáði mér einnig að óframkvæmanlegt væri að afla upp- lýsinga um hlunnindi er fylgja ríkis- jörðum og ómögulegt að upplýsa um tekjur af hlunnindum þar sem þeirra upplýsinga yrði að leita í skattfram- tölum leigutaka. Samkvæmt þessu er því ljóst að tekjur af hlunnindum rikisjarða renna til leigutaka og þeim er ekki skylt að tilkynna leigusala sem er ríkissjóður um tekjur af hlunnind- um nema þá í framtali til skatts. Skýrsla sú sem landbúnaðarráð- herra afhenti mér sem svar við fyrir- spumum mínum hefur að geyma skrá yfir allar ríkisjarðir, staðsetningu þeirra, leigutaka og leigugjöld. Formáli að svari í upphafi skýrslunnar fylgja eftir- farandi skýringar: „Núgildandi ábúðarlög frá árinu 1976 kveða svo á um að eftirgjald jarða skuli vera 3% af fasteignamati og hækka og lækka samkvæmt þvi. Eru ríkisjarðir nú leigðar eftir þeim lögum. Um þá sem fengið hafa ábúð fyrir tíma þeirra laga gilda eldri ákvæði, þar sem eftirgjald hefur ekki verið látið fylgja verðlagsbreyting- um. M.a. þess vegna er leigan svo< mishá eins og skráin ber með sér. Til þessa liggja líka fleiri orsakir og þá þessar helstar: 1. Sumir bændur eiga öll hús og mannvirki á jörðunum. Á öðrum eru þau öll í eigu rikisins. 2. í sumum byggingarbréfum eru ákvæði um að ábúandi greiði ár-„ gjöld af öllum lánum sem á jörð- unum hvila. Af öðrum greiðir Kjallarinn / Gunnlaugur Stefánsson ríkið þessi gjöld og er þá eftir- gjaldið þeim mun hærra. Þegar tekið er tillit til þessa, eru kjör rikislandseta ekki eins misjöfn og tilgreint eftirgjald á skránni gæti gefið ástæðu til að halda, og stafar af ákvæðum eldri ábúðarlaga, sem í gildi voru þegar ábúendurnir fengu jarðirnar. Með fyrirmælum núgildandi ábúð- arlaga og laga um fasteignamat ætti að koma meira samræmi í land- skuldagreiðslur af ríkisjörðum.” Fróðleg lesning Það verður ekki annað sagt en að skráin sé fróðleg lesning. Þar eru taldar 593 ríkisjarðir sem leigugjöld koma fyrir og eru í útleigu í flestum tilfellum hjá einstaklingum sem stunda á jörðunum búskap. Af þess- um 593 leigutökum greiða 278 leigu- takar leigugjald fyrír jörðina er nemur lægri upphæð en kr. 1000, eitt þúsund krónum, fyrir allt árið 1978. í allmörgum tilfellum er innifalið í þessu gjaldi öll hús og mannvirki á jörðunum auk jxss sem leigutakar njóta allra tekna af þeim hlunnindum sem jörðinni fylgja. Við nánari athugun á skránni kemur í ljós að í eigu ríkissjóðs eru fjölmargar „feitar” hlunnindajarðir sem gefa drjúgan skilding af sér fyrir hlunnindi. Á þetta fyrst og fremst við um lax- og silungsveiðijarðir. Þessar hlunnindatekjur renna til leigutaka. Tiltaka má dæmi um bónda er greiðir kr. 750 í leigugjald fyrir jörðina en fær í tekjur fyrir útleigu á jarðarhluta í laxveiðiá á aðra milljón króna. Ótrúlegt en satt Sá sem býr á mölinni og þarf að vinna myrkranna á milli, býr jafnvel við ótryggt atvinnuástand en þarf að eyða um þriðjungi tekna sinna á mánuði til þess að sjá fjölskyldu sinni fyrir húsaskjóli og í ofanálag að vera á eilífum þeytingi með fjölskyldu sína úr einu húsnæði í annað og í eilífri leit að húsaskjóli í samkeppni við mikla eftirspurn eftir húsnæði en lítið framboð, honum hlýtur að bregða í brún þegar hann lítur staðreyndir um það hvernig ríkissjóður stendur að útleigu á eignum sínum um sveitir landsins. Oft hefur verið rætt um að bændur landsins séu forréttindastétt. Ofarlega er í huga manna styrkja- og lánamál bænda en þar eru bændur taldir njóta fyrirgreiðslu langt um- fram aðrar atvinnugreinar lands- manna og síðast en ekki síst hafa af- urðamál bænda verið sérstaklega til umræðu þó bændum einum verði ekki kennt um þann vanda. En hvemig ríkissjóður hefur staðið að útleigu á eignum sínum er mál sem þarfnast nánari athugunar. Hér þarf að grípa tafarlaust í taumana og koma í veg fyrir misrétti og sýnilegt arðrán sem á sér stað á eignum sem eru í eigu allrar þjóðarinnar. Gunnlaugur Stefánsson alþingismaður og svarar henni sjálfur stutt og lag- gott: „Þessu getur allur almenningur svarað.” Ekki er gerð tilraun til þess að gera grein fyrir því, sem gerist áður en kemur til verkfalla. Nei, sök- inni er alfarið velt yfir á verkalýðs- hreyfinguna. Manni býður í grun, að skoðun Sigurðar sé sú, að fólk eigi að bugta sig fyrir þeim, sem stjórna at- vinnutækjunum, hirða það, sem hrekkur af borðum þeirra, og vera þakklátt fyrir. Síðan eigi þetta fólk að þegja. 4. Eru verkföll ótök eins launþega- hóps viö annan? Um 50.000 manns taka laun á ári hverju eftir launatöxtum, sem félög innan ASÍ semja um. Á kjaramála- ráðstefnum og í kjarasamningum er stefna félaganna mótuð. í síðustu kjarasamningum í júní 1977 var samið um 18.000 kr. launahækkun fyrir fulla dagvinnu. Þannig var mótuð heildarstefna fyrir þennan hóp. Einmitt þessi samstaða er nauðsyn- leg til þess að tryggja að þeir, sem verst eru settir, fái kjarabætur. En hvaða lausn býður Sigurður upp á? Hann talar um „siðferðilegt tilkall til” launa. Ég spyr: til hvaða ágóða hafa atvinnurekendur „siðferðilegt tilkall”? En Sigurður lætur ekki nægja að afgreiða málið með „siðferðilegu til- kalli” heldur fullyrðir, að „harðsvir- aðar forréttindastéttir innan laun- þegasamtakanna” „hrifsi til sín laun” og að verkalýðshreyfingin leiði hjá sér að takast á við „þetta stór- fellda vandamál”. Hvar hefur maðurinn verið? Er honum ekki ljóst, að í undangengn- um samningum hafa verkalýðsfélög landverkafólks haft „samfiot”, þ.e. samið öll í einu. Hann tekur út eitt lítið félag, þ.e. félag mjólkurfræð- inga, sem ekki hefur fylgt launa- stefnu sambandsins. 5. Fjárkúgun og frjálsir samningar S.L. talar um, að verkfallsréttur og hugtakið „frjálsir samningar” sé merkingarlaust og líkir kjarasamn- ingum við fjárkúgun. Ekki er ljóst af ummælum S.L., hvernig samningar yfirleitt eiga að fara fram. í kjarasamningum er samið um verð vinnunnar. í samning- um gera menn hver öðrum tilboð og ef menn ná ekki saman, verður ekki af kaupum. Ef hafnarverkamenn fá ekki þau laun, sem þeir eftir atvikum geta sætt sig við, þá vinna þeir ekki. Hvaða Iausn býður S.L. upp á? Ég spyr í fullri alvöru: Er það fjár- kúgun að neita að vinna undir slíkum aðstæðum? 6. Afskipti rfkisvaldsins af gerð kjarasamninga Ríkisstjómin er knúin „til afskipa af gerð kjarasamninga” og með þeim hætti er „stjómskipan landsins stór- lega raskað”, segir S.L. í ræðu sinni. En hver eru nú venjulega þessi hræðilegu afskipti? Jú, verkalýðs- hreyfingin hefur margoft sagt, að krónur í launaumslagið séu einar sér ekki aðalatriðið. Þess vegna hafa önnur kjaraatriði tengst samningum, og þannig hefur ríkisvaldið komið til skjalanna með loforðum um laga- breytingar. Tökum nokkur dæmi: 1. Vökulögin. 2. Orlofslögin. 3. Lögin um 40 klst. vinnuviku. 4. Lög um rétt verkafólks til launa i veikinda- og slysatilfellum. 5. Lög um atvinnuleysistrygginga- sjóð. 6. Lög um eftirlaun til aldraðra. 7. Lög um félagslegar íbúðabygging- ar. Og hvaða bölvun hafa þessi lög leitt af sér? Hverju hafa þau raskað í stjómarháttum hér til hins verra? 7. „Þeir semja án þess að bera nokkra ábyrgð" Hvernig verða kjarasamningar til? Kjarasamningar verða þannig til, að um væntanlegar kröfur fara fram umræður. Hverju vilja menn ná fram? Hverju telja menn sig geta náð fram? Slíkar kröfur eru síðan samþykktar I félögum og sendar viðsemjendum. Það er ekki einn maður, sem ákveður þær, heldur félagsmennirnir. Síðan er kosin samninganefnd í viðkom- andi félagi, sem semur fyrir félagið, og á síðustu árum svokölluð aðal- samninganefnd ASÍ, sem valin er af fulltrúum félaganna. Þegar samn- inganefndir hafa náð ákveðnu sam- komulagi, með fyrirvara við atvinnu- rekendur, er það borið undir félags- fundi í hverju félagi fyrir sig. Á þá fundi flykkjast félagsmenn almennt. Þar er samkomulagið samþykkt eða fellt. Það eru því félagsmennirnir, sem móta kröfurnar í byrjun, og það eru þeir hinir sömu, sem taka afstöðu til þess, sem samninganefndin hefur náð fram í lokin. Að sjálfsögðu eru svo haldnir fundir í félögunum, meðan á, samningsgerðinni stendur, og aðal- fundir eru haldnir árlega. Sá forystu- maður eða -menn, sem meirihluti félagsmanna er óáiíægður með, verður þess vegna ekki langlífur í starfi. Það er því gagnvart félags- mönnum, sem forystumennirnir bera ábyrgð, og það er þeim, sem þeir verða að gera reikningsskil gerða sinna, og það eru félagsmennirnir og hinar ýmsu stofnanir hreyfingarinn- ar, sem tryggja að málsmeðferð sé til- hlýðileg og lýðræði sé í heiðri haft. Hér, eins og svo víða I ræðu sinni, fer S.L. því með dylgjur og órök- studdar fullyrðingar. 8. Brýtur verkfallsrótturinn niður skipulega stjórnarhœtti? Er afli beitt en ekki vitsmunum? Verkfall var fyrst háð hér á landi upp úr síðustu aldamótum. Síðan hafa verkföll oft verið háð, og síðasta stóra verkfall launafólks var 1976. Sú grundvallarbreyting hefur orðið á síðustu árum, að I stað þess að vera með allsherjarverkföU, sem lama alla starfsemi, er farið að beita starfs- greinaverkföllum, landshlutaverk- föUum og aðgerðum eins og útflutn- ingsbanninu 1978. En hafa verkföU, sem beitt hefur verið hér á landi allt frá upphafi þess- arar aldar, brotið niður skipulega stjórnarhætti? Á þessu tímabili höf- um við fengið heimastjórn, fuUveldi og að lokum stofnað lýðveldi. Við höfum 60 alþingismenn í dag og 9 ráðherra. Þá er það spurning um aflið og Kjallarinn Jóhannes Sigurgeirsson vitsmunina. Það er rétt, að formleg skólaganga margra forystumanna í verkalýðshreyfingunni er ekki löng. En þeir hafa flestir hverjir gengið gegnum annan skóla, þ.e. skóla lifs- ins, og sá skóli hefur kennt þeim, að kjara- og réttindabætur hefur verka- fólk hér á landi sem annars staðar ekki fengið án þess að þurfa að berj- ast fyrir þeim. Ekki færir Sigurður orðum sínum um þekkingarleysi stað á annan hátt en þann að vitna í ályktun kjaramála- ráðstefnu ASÍ. Fer hann háðulegum orðum um „greinargerð ASÍ um, hvernig auka megi svigrúm til kjara- bóta og tryggja fulla atvinnu, án þess að það leiði til verðbólgu”. Þar voru sett fram rök fyrir því, að hægt væri að ná fram raunverulegum kjarabót- um, og bent á leiðir til þess að lækka verðlag í landinu. Jafnframt var þar bent á hina óhóflegu fjárfestingu, sem hér hefur átt sér stað, auk fleiri atriða. Hvergi I grein sinni hrekur Sigurðurþessirök. 9. Er verkalýðshreyfingin ó móti hag- ræðingu? Oft er i ræðu S.L. erfitt að henda reiður á gegn hverju hann er að ráð- ast hverju sinni. Undir lok ræðunnar talar hann um stjórnmálamenn, sem hafi bakhjarl í verkfallsréttinum og tali fyrir munn verkalýðshreyfingar- innar og sem styðji þá afstöðu laun- þegasamtakanna að vera á móti hag- ræðingu. S.L. verður sjálfur að fá að upp- lýsa almenning um þá stjórnmála- menn, sem hafa verkfallsréttinn sem bakhjarl, og um leið hljóta væntan- lega einhverjir stjórnmálamenn að hafa verkbannsréttinn sem bakhjarl, eða hvað? Hitt vil ég minna Sigurð á, að verkalýðshreyfingin berst og hefur barist fyrir aukinni hagræðingu bæði í einkarekstri og í opinberum rekstri, og Alþýðusamband íslands hefur í dag tvo menn í þjónustu sinni, sem ekki gera annað en að vinna að hag- ræðingarmálum i samráði við verka- lýðsfélög og atvinnurekendur. 10. Gefur verkafólk blygðunarlaust rangar upplýsingar um kjör sín? „Með verkfallsréttinn að bakhjarli geta menn blygðunarlaust gefið rangar upplýsingar um kjör sín,” segir Sigurður enn. Ég er nú svo barnalegur, að ég held, að fólk, sem á annað borð er óheiðarlegt, þurfi eng- an verkfallsrétt til að segja rangt frá. Tóku opinberir starfsmenn innan BSRB ef til vill allt í einu upp á því að segja ranglega frá launum sínum, eftir að þeir fengu verkfallsrétt. Ég spyr: Er það fólk, sem hefur verk- fallsrétt, óheiðarlegra en annað fólk? Hafa einhver ný fræðileg vinnubrögð verið uppgötvuð? Einhver ný rök- fræði? Það er öllum mönnum Ijóst, líka S.L., að brúttólaun fólks geta verið önnur en dagvinnutaxtinn einn. Þannig getur verkamaður haft hærri laun fyrir dagvinnu en dagvinnutaxt- inn segir til um vegna þess að hann sé yfirborgaður, eins og það er kallað, auk þess sem yfirvinna er mjög tíð. Þetta hefur forystumönnum ASI lengi verið ljóst. Þess vegna meðal annars var sett á laggirnar Kjararann- sóknarnefnd, sem auk ASÍ eiga aðild að Vinnuveitendasamband fslands og Vinnumálasamband samvinnu- félaganna. Fjórum sinnum á ári eru gerðar úrtaksathuganir á launum verkamanna, verkakvenna og iðn- aðarmanna í Reykjavík. Niðurstöður þessara athugana eru ekkert léyndar- mál, því þær eru gefnar út í frétta- bréfi, sem hver og einn getur fengið eintak af, ef hann hirðir um það. S.L. hagar hins vegar málflutningi sinum á þann hátt, að hann nefnir há laun fiugumferðarstjóra og yfir- manna á kaupskipum (án þess að geta heimilda og án þess að geta vinnutíma) til árása á verkalýðshreyf- inguna í heild. Ég skal hins vegar upplýsa S.L. um það, að mánaðar- taxtakaup í fiskvinnslu eftir 4 ára starfstíma 40 klst. á viku er 195.528 i dag og að vegið meðalmánaðarkaup verkamanna fyrir 51,6 klst. vinnu á viku var 248.146 á 4. ársfjórðungi 1978, en þaðeru nýjustu upplýsingar, sem fyrir hendi eru. Inni í þessari tölu „ eru öll álög og yfirvinnukaup. Það kann vel að vera, að S.L. finnist verkafólk ekki hafa „siðferðilegt til- kall” til þessara launa, en varla eru margir sammála honum. 11 Að hafa ofbeldishneigð, þekk- ingarleysi og draumóra að vega- nesti Og þá er það rúsínan í pylsuendan- um. Eftir að hafa úthúðað verkfalls- réttinum og fundið honum allt til for- /áttu, og án þess að hafa bent á, hvernig skipta eigi þjóðartekjum, sendir fræðimaðurinn forystumönn- um verkalýðshreyfingarinnar nokkur |vel valin orð úr fræðasafni sínu. Þeir eru ofbeldishneigðir, þekkingar- lausir, draumórakenndir og ofsa- fengnir. Og hver er afleiðingin? Jú, þeir eru ófærir um að takast á við nokkurn vanda. Þeir eru að stöðva allt atvinnulíf og eyðileggja alla skipulega stjórn landsins. Maður sér þetta fyrir sér: í öllum fjölmiðlum landsins belgja sig út of- beldishneigðir verkalýðsforingjar og hvetja fólkið til verkfalla. Þekkingar- leysið skín úr augum þeirra. Þeir birta upplýsingar i blöðum um, hvað það kostar þjóðfélagið, að þeir skuli hafa 250.000 kr. fyrir 52 klst. vinnu- viku. En hvað blasir við í raunveruleik- anum. Jú, herrarnir í Vinnuveitenda- sambandi íslands hafa boðað til alls- herjarverkbanns, og það á að hefjast tæpri viku eftir að S.L. flytur boð- skap sinn. Verkbannið á jú að ná til þess fólks, sem ekki á í neinum úti- stöðum við Vinnuveitendasamband- ið. En þar eru nú líka aðrir sem ráða ferðinni. En Sigurður Líndal gerir sér ekki grein fyrir, að í kjaradeilum takast á launþegar og atvinnurekendur. Hann sér ekki þann raunveruleika, sem við blasir. Síðastliðið haust voru félög innan ASÍ reiðubúin til að fram- lengja kjarasamninga sína með óbreyttu grunnkaupi til 1. desember 1979. Launþegar innan sambandsins hafa einnig sætt sig við, að tekið sé tillit til versnanöi viðskiptakjara við útreikning verðbótavísitölu og þann- ig hafi hið stórhækkaða olíuverð áhrif á kjör þeirra. Vinnuveitendasamband Islands svaraði hins vegar aðsteðjandi vanda- málum með verkbannshótunum, og Eimskipafélag Íslands hafði til um- ræðu og athugunar að láta skip félagsins ekki sigla, nema þeir fengju 40% hækkun á farmskrám. Var einhver að tala um ofbeldis- hneigð og þekkingarleysi? Jóhannes Siggeirsson, hagfræðingur ASÍ. „En Sigurður Líndal gerir sér ekki grein w fyrir, aö í kjaradeiium takast á launþegar og atvinnurekendur. Hann sér ekki þann raun- veruleika, sem viö blasir.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.